Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heimila hernum að hefna fyrir á­rásirnar í gær

Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“.

Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi

Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði.

Auka njósnir og eftir­lit á Græn­landi

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“.

Misstu aðra her­þotu í sjóinn

Áhöfn bandaríska flugmóðurskipsins USS Harry S. Truman hefur misst tvær herþotur í sjóinn á rúmri viku. F/A-18 Super Hornet orrustuþota féll í Rauðahafið í gær, strax eftir lendingu en tveir sem voru um borð í þotunni þurftu að skjóta sér úr henni og var þeim bjargað úr sjónum.

Stútur á 106 þar sem há­marks­hraði var sex­tíu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann fyrir húsbrot og líkamsárás. Sá var vistaður í fangaklefa en alls gistu þrír þar í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Fimmtíu mál voru skráð í kerfi lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun.

Segjast hafa skotið niður ind­verskar her­þotur

Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum.

Kardinálarnir læstir inni á morgun

Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn.

Náði ekki kjöri í sögu­legri at­kvæða­greiðslu

Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu.

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðar­skyni

Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn.

Fækkar her­foringjum um fimmtung

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fækka fjögurra stjörnu herforingjum í herafla Bandaríkjanna um tuttugu prósent. Hann hefur einnig skipað þjóðvarðliði Bandaríkjanna að gera það sama og að gefið út skipun um að heilt yfir verði háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent.

Sjá meira