Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Gífurlega umfangsmikil lögregluaðgerð á sér nú stað í Ástralíu, þar sem þungvopnaður maður skaut tvo lögregluþjóna til bana og særði þann þriðja. Maðurinn flúði af vettvangi og er hans nú leitað. Hann er sagður vopnaður nokkrum byssum. 26.8.2025 10:44
Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur stefnt dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Formaður nefndarinnar, James Comer, vill þannig koma höndum yfir „öll skjöl eða gögn“ sem gætu á nokkurn hátt tengst mögulegum lista yfir skjólstæðinga Epsteins eða aðra sem komu að barnaníði eða mansali með honum. 26.8.2025 10:10
Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Sólin lækkar sífellt meira á himni og kvöldin verða dimmari og dimmari. Myrkrið er ekki bara úti heldur einnig í hjörtum okkar. Við þessar kringumstæður er mörgum auðvelt að láta þunglyndið taka við stjórn eeen það er alger óþarfi, í rauninni bara bull. 26.8.2025 08:47
Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Kínverska fjárfestinga- og fasteignafélagið Evergrande Group, sem var um langt skeið einn af hornsteinum kínverska hagkerfisins, var fjarlægt af mörkuðum í Hong Kong í morgun. Þar var fyrirtækið fyrst skráð fyrir sextán árum og varð fljótt eitt stærsta fasteignafélag heims. 25.8.2025 16:26
Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Kilmar Abrego Garcia, sem var ranglega sendur frá Bandaríkjunum í alræmt fangelsi í El Salvador fyrr á árinu, hefur verið handsamaður á nýjan leik og stendur nú frammi fyrir því að vera sendur til Úganda. 25.8.2025 14:22
Hótar að senda herinn til Baltimore Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði því um helgina að senda hermenn til borgarinnar Baltimore og er einnig unnið að því að senda hermenn mögulega til Chicago. Hann sagði borgina stjórnlaust glæpabæli en það var eftir að Wes Moore, ríkisstjóri Maryland, bauð honum í heimsókn til Baltimore og sagði þá geta gengið um götur borgarinnar og rætt saman. 25.8.2025 13:44
El Mayo sagður ætla að játa sekt Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada. 25.8.2025 10:06
Fella niður 64 milljarða sekt Trump Dómarar í áfrýjunardómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum hafa fellt úr gildi fyrri úrskurð um að Donald Trump, forseti, skuldi ríkinu hálfan milljarð dala. Það hafði Trump verið dæmdur til að greiða vegna umfangsmikilla fjársvika sem hann var sakfelldur fyrir árið 2023. 21.8.2025 15:45
Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Repúblikanar í Texas í Bandaríkjunum samþykktu í gær umdeildar breytingar á kjördæmum ríkisins. Það eru breytingar sem Donald Trump, forseti, hefur kallað eftir og er þeim ætlað að fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í ríkinu um fimm fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 21.8.2025 15:13
Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast hafa varað forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og hjálparsamtaka á norðanverðri Gasaströndinni við auknum umsvifum hersins á svæðinu. Einnig hafi áætlunum um brottflutning borgara til suðurs verið deilt með þeim en Ísraelar stefna að því að leggja undir sig stóra hluta Gasaborgar, þar sem talið er að hundruð þúsunda hafi leitað sér skjóls. 21.8.2025 13:48