Bætir í vind og úrkomu í kvöld Von er á áframhaldandi súld og rigningu víða um landi í dag. Þurrt verður þó á norðaustanverðu landinu. Veðurstofan spáir sunnan 5-13 m/s og hita frá sjö til tólf stigum, nema fyrir norðan þar sem hitinn gæti náð átján stigum. 6.5.2025 06:49
Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa þurft að loka flugvöllum í Moskvu í nokkrar klukkustundir vegna drónaárása Úkraínumanna. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 105 dróna hafa verið skotna niður í nótt, víðsvegar yfir Rússlandi. 6.5.2025 06:40
Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi eða nótt tilkynning um að brotist hefði verið inn í bílskúr í Kópavogi og tveimur byssum stolið þaðan. Einnig barst tilkynning um hópslagsmál barna í Breiðholti en það mál var, samkvæmt dagbók lögreglu, afgreitt á vettvangi. 6.5.2025 06:23
Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Strákarnir í GameTíví ætla að elta drekann í kvöld. Þá munu þeir prófa nýjasta spilunarhluta Warzone og lofa þeir miklu fjöri. 5.5.2025 19:33
Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5.5.2025 11:47
Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran. 5.5.2025 10:47
Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Mikil spenna hefur ríkt milli Indverja og Pakistana á undanförnum dögum, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 indverska ferðamenn í Kasmír-héraði. Ráðamenn í Indlandi hafa heitið því að refsa hryðjuverkamönnum og bakhjörlum þeirra og ráðamenn í Pakistan hafa varað við því að áhlaup yfir landamærin sé væntanlegt. 5.5.2025 10:07
Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5.5.2025 07:58
Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5.5.2025 07:12
Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann sem hafði skallað annan í miðbænum. Farið var með manninn á lögreglustöð til að reyna að ræða við manninn en það gekk hins vegar ekki vegna ölvunar mannsins og dónaskaps hans í garð lögregluþjóna. 5.5.2025 06:22
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent