Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Portúgalskir sjóliðar og lögreglumenn stöðvuðu á dögunum eins konar kafbát sem notaður er til fíkniefnasmygls yfir Atlantshafið. Um borð fundust fjórir menn og 1,7 tonn af kókaíni en þetta er í annað sinn á árinu sem Portúgalar stöðva bát sem þennan. 4.11.2025 21:14
Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Vísindamönnum í Mexíkó hefur nokkrum sinnum tekist að taka upp hjörð háhyrninga ráðast á og drepa hvíthákarla. Háhyrningarnir éta svo orkuríka lifur hákarlanna og lítið sem ekkert annað. 4.11.2025 18:48
Fer fram og til baka með SNAP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fjármagna velferðarkerfi sem kallast SNAP, fyrr en Demókratar greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Það ætlar hann að gera þrátt fyrir að tveir dómarar hafi skipað honum að fjármagna SNAP, með opinberum neyðarsjóðum. 4.11.2025 17:53
Leikkonan Diane Ladd er látin Leikkonan Diane Ladd er látin. Hún var 89 ára gömul og lést á heimili sínu í Kaliforníu í gær samkvæmt yfirlýsingu frá dóttur hennar, leikkonunni Lauru Dern til Hollywood Reporter. 3.11.2025 23:13
Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Fátt bendir til þess að rekstur ríkisstofnanna vestanhafs hefjist að nýju, áður en stöðvunin verður sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Litlar viðræður eiga sér stað milli flokka á sama tíma og útlit er fyrir að milljónir Bandaríkjamanna missi aðgang að mataraðstoð og að sjúkratryggingar þeirra hækki. 3.11.2025 23:01
Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni. 3.11.2025 21:14
Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. 3.11.2025 18:14
Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu Íslands er að sækja slasaðan mann um borð í erlendan togara sem staddur er djúpt austur af landinu. Flugvél gæslunnar verður einnig flogið á svæðið. 3.11.2025 18:01
Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, eru staðráðnir í því að lenda geimförum á tunglinu og nota Starship-geimfar til þess. Starfandi yfirmaður NASA bauð á dögunum fyrirtækjum að gera aftur tilboð í að lenda geimförum á tunglinu og þar með taka yfir samning sem SpaceX hlaut árið 2021. 1.11.2025 08:02
Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, er líklegt til að hljóta tveggja milljarða dala samning frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun því koma að því að þróa og framleiða gervihnattaþyrpingu sem myndi greina og fylgja eldflaugum og flugvélum en þyrpingin yrði liður í nýju eldflaugavarnakerfi sem kennt er við Donald Trump, forseta, og ber nafnið „gullhvelfingin“. 31.10.2025 16:32