Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lokabardagi Pingsins í Baldur's Gate

Föruneyti Pingsins lýkur ferðalagi sínu um Sverðsströndina í kvöld. Í þessum síðasta þætti Pingsins fer fram lokabardagi Baldur's Gate 3.

Einn stofn­enda Train er látinn

Charlie Colin, bassaleikari og einn stofnanda hljómsveitarinnar Train, er látinn. Hann var 58 ára gamall en hann er sagður hafa látist af slysförum.

Stefna ríkinu eftir and­lát tveggja ára dóttur og ör­lög sjó­manna sem hurfu

Fimm klukkustundir liðu frá skoðun hjúkrunarfræðings og þar til tveggja ára stúlka lést úr Covid-19. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Foreldarnir ætla að stefna ríkinu.

Sagðist opinn fyrir tak­mörkunum á getnaðar­varnir

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vera opinn fyrir því að takmarka aðgengi Bandaríkjamanna að getnaðarvörnum og að framboð hans myndi brátt birta stefnuskjal um málefnið. Þetta sagði hann í sjónvarpsviðtali, skömmu áður en hann dróg í land og sagði að ummæli sín hefðu verið rangtúlkuð.

Úr tveggja milljarða tekjum í fimm en töpuðu þrjá­tíu

Tekjur Alvotech á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru 37 milljónir dala. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar sextán milljónir dala en upphæðirnar samsvara um 5,1 milljarði króna annars vegar og um 2,2 milljörðum hinsvegar.

Kanna hvar Perry fékk ketamínið

Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans.

Hryllingur og stríð hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví munu láta reyna á taugarnar í hryllingsleikjum í kvöld. Seinna meir stefna þeir svo á þrjá sigra í Warzone, að venju.

Æfa notkun „taktískra“ kjarn­orku­vopna

Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn.

Sjá meira