Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Einn hinna látnu skotinn af lög­reglu og annar særður

Annar þeirra sem létu lífið í hnífaárás við bænahús gyðinga í Manchester í gær var skotinn til bana og annar til viðbótar særður. Árásarmaðurinn var ekki með byssu og virðist sem fólkið hafi verið skotið af lögregluþjóni eða -þjónum.

Finna mikla ná­lykt frá rústunum

Björgunarsveitarmenn eru byrjaðir að nota þungavélar í leit að nemendum í rústum skóla sem hrundi í Indónesíu fyrr í vikunni. Talið er hæpið að einhverjir muni finnast á lífi í skólanum en þrjú lík fundust þar í morgun.

Bein út­sending: Siglt á­leiðis til Gasa

Þó 470 aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum svokallaða hafi verið teknir í varðhald í Ísrael og bíða þess að vera vísað úr landi, er annar en smærri floti á leiðinni til Gasa. Skipið Conscience er í þeim flota en þar um borð er tónlistar- og baráttukonan Magga Stína.

Brýnt að koma raf­magni aftur á kjarn­orku­verið

Kælikerfi kjarnorkuversins í Sapórisjía í Úkraínu eru enn keyrð á ljósavélum, rúmri viku eftir að síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið slitnaði. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) segir ástandið alvarlegt og nauðsynlegt að tengja orkuverið aftur við stöðugt rafmagn til að draga úr hættunni á því að kjarnakljúfar orkuversins bræði úr sér, með tilheyrandi hamförum.

Rúm­lega þriðjungs sam­dráttur í olíu­vinnslu í Rúss­landi

Framleiðslugeta Rússa á olíu hefur dregist verulega saman og er það að miklu leyti vegna árása Úkraínumanna á olíuvinnslur og tengda innviði. Langan tíma gæti tekið að leysa vandamálið en fregnir af löngum röðum við bensínstöðvar verða sífellt algengari og bensínverð hefur hækkað mjög.

Múla­kaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn

Faxaflóahafnir hafa gert samning við eigendur Múlakaffis um að nýta samkomu- og veislusali í nýrri farþegamiðstöð sem rís nú á Skarfabakka við Viðeyjarsund á veturna. Það er þegar skemmtiferðaskip eru ekki að koma til landsins í eins miklum mæli og á sumrin.

Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju

Nepalar völdu sér í gær nýja lifandi gyðju. Tveggja ára stúlka varð fyrir valinu og var hún borin frá heimili sínu í húsasundi í Katmandú, höfuðborg landsins, og flutt í hof. Þar mun hún búa þar til hún nær kynþroska.

Chunk er loksins „feitasti“ björninn

Chunk, um 550 kílóa brúnbjörn með brotinn kjálka, hefur loks unnið hina gífurlega vinsælu feitubjarnaviku Alaska eftir að hafa verið í öðru sæti þrjú ár í röð.

Ás­geir og Darri til Lands­laga

Þeir Ásgeir Elíasson og Darri Sigþórsson hafa varið ráðnir til lögmannsstofunnar Landslaga. Þar bætast þeir í hóp átján lögmanna og lögfræðinga sem starfa þar.

Sjá meira