Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kalla tugi þúsunda til her­þjónustu

Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum.

„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst.

Nýtt flagg­skip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp

Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar.

Bauð Selenskí til Moskvu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bauðst til þess að taka á móti Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í Moskvu. Þetta mun rúsneski forsetinn hafa sagt við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar þeir töluðu saman í síma í gær.

Segir á­sakanir Evrópu barna­legar

Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga.

Sunn­eva veltir Evu Ruzu úr sessi

Sunneva Eir Einarsdóttir er tekjuhæst íslenskra áhrifavalda í ár og hefur hún þar með velt Evu Ruzu Miljevic úr efsta sætinu. Á eftir þeim koma Birgitta Líf Björnsdóttir, Páll Orri Pálsson og Reynir Bergmann.

Sneru aftur og er fylgt af lög­reglu svo þeir flýi ekki

Demókratar á ríkisþingi í Texas sneru aftur heim í gærkvöldi og þurfa nú að sæta eftirliti lögregluþjóna, svo þeir flýi ekki aftur og svo Repúblikanar geti gert mjög umdeildar breytingar á kjördæmum ríkjanna.

Vaktin: Ráðast ör­lög Úkraínu í Washington DC?

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, heim í dag auk fjölmargra þjóðarleiðtoga frá Evrópu sem standa við bakið á Úkraínumönnum vegna innrásar Rússa. 

Gífur­legur munur á pyngjum flokkanna vestan­hafs

Demókrötum hefur gengið verulega illa að safna peningum og hafa dregist mjög aftur úr Repúblikönum. Munurinn á pyngjum landsstjórna flokkanna er rúmlega tvöfalt meiri en hann var á sama tímabili á fyrsta kjörtímabili Trumps.

Sjá meira