Kjósa einnig um verkfall hjá ræstingarfólki Ákveðið var á fundi samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness í dag að halda atkvæðagreiðslu um hvort ræstingarfólk sem tilheyrir VLFA vilji í verkfall. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, segir að verði verkfall samþykkt geti það líklega hafist 25. mars. 29.2.2024 19:10
Hætt við aftöku vegna ítrekaðra mistaka Aftöku raðmorðingjans Thomas Eugene Creech í Idaho í Bandaríkjunum var frestað um óákveðinn tíma í gær. Sú ákvörðun var tekin eftir að læknateymi mistókst að finna æð sem hægt væri að dæla lyfjablöndunni sem átti að draga hann til dauða í. 29.2.2024 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29.2.2024 18:01
Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. 28.2.2024 23:18
Costner veðjar öllu á sjálfan sig Leikarinn og leikstjórinn víðfrægi, Kevin Costner, birti á dögunum stiklu fyrir kvikmyndina Horizon: An American Saga Chapter 1. Myndin er sú fyrsta af fjórum sem Costner fjármagnaði sjálfur, skrifaði, leikur aðalhlutverkið í og leikstýrir. 28.2.2024 22:27
Fjórtán sagt upp hjá Keili og FS tekur yfir brautir Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun taka yfir hluta af starfsemi Keilis eftir að samkomulag um slíkt náðist. Fjórtán starfsmönnum Keilis hefur verið sagt upp í kjölfarið. 28.2.2024 22:11
Richard Lewis er látinn Leikarinn og grínistinn Richard Lewis, sem er hvað þekktastur þessa dagana fyrir leik sinn í þáttunum Curb Your Enthusiasm, er látinn. Hann var 76 ára gamall og er sagður hafa látist á heimili sínu í Los Angeles í gærkvöldi eftir að hann fékk hjartaáfall. 28.2.2024 21:11
Fimm ára stúlka týndist í feni Áhöfn leitarþyrlu notaði hitamyndavél til að finna fimm ára stúlku sem hafði týnst í fenjum Flórída. Stúlkan er einhverf og sást ganga í ökkladjúpu vatni og gat áhöfn þyrlunnar beint lögregluþjónum að henni. 28.2.2024 20:24
Spila þú með Babe Patrole Stelpurnar í Babe Patrol, fá Digital Cuz í heimsókn í kvöld og ætla að bjóða áhorfendum að spila í kvöld. Hægt verður að stökkva í leik með þeim í Warzone. 28.2.2024 19:30
Fór inn á flugbraut, inn í flugvél og handtekinn við lendingu Maður var handtekinn í dag eftir að hann fór yfir grindverk og inn á virka flugbraut á flugvellinum í Reykjavík. Þar fór hann þó upp í flugvél og var ekki handtekinn fyrr en við lendingu, samkvæmt dagbók lögreglu. 28.2.2024 19:29