MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn MTV, fyrsta sjónvarpsstöðin til að senda út tónlist allan sólarhringinn, ætlar að hætta að senda út tónlistarmyndböndin allan sólarhringinn. Breytingin tekur gildi um áramótin en þá verður einnig öllum alþjóðlegu sjónvarpsstöðvunum lokað. 30.11.2025 12:39
Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Að minnsta kosti 193 eru látnir eftir einar verstu veðurhamfarir síðustu ára í Srí Lanka eftir að hvirfilbylurinn Ditwah reið yfir landið. Yfir hundrað þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín. 30.11.2025 09:45
Mango opnar í Smáralind Verslun spænska tískuvörumerkisins Mango verður opnuð á næstu dögum í Smáralind. 29.11.2025 17:05
Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna snjókomu á suðvesturhorninu. Veðurfræðingur spáir talsverðri snjókomu sem geti náð fjörutíu sentimetra dýpt. 29.11.2025 15:42
Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi. 29.11.2025 15:32
Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Bandaríkjaforseti segir að líta eigi á lofthelgina yfir Venesúela sem lokaða en útskýrði ekki nánar hvers vegna. Í lok október á forsetinn að hafa heimilað bandaríska hernum að gera loftárásir á meinta fíkniefnaframleiðslu. 29.11.2025 15:15
Oktavía Hrund kjörið fyrsti formaður Pírata Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns hefur verið kjörið fyrsti formaður Pírata. Hán er varaborgarfulltrúi Pírata og framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokksins. 29.11.2025 13:20
Gul viðvörun vegna snjókomu Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á suðvesturhorni landsins þar sem búist er við talsverðri snjókomu. 29.11.2025 11:43
Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna um óákveðinn tíma í kjölfar þess að tveir þjóðvarðliðar voru skotnir í Washington-borg. 29.11.2025 11:16
Breytingarnar vonbrigði sem bitni á framhaldsskólanemum Vegagerðin hefur kynnt breytt leiðakerfi á landsbyggðinni sem meðal annars felast í fækkun stoppistöðva. Bæjarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir vonbrigðum þar sem ekki er gert ráð fyrir að strætisvagn stoppi á Ásbrú. Íbúar hafa efnt til undirskriftarlista en þau telja að breytingin bitni á framhaldsskólanemum og geti jafnvel leitt til brottfalls. 29.11.2025 11:00