Óska eftir handtökum vegna herferðar gegn Vinicius Forráðamenn spænsku 1. deildarinnar í fótbolta hafa kallað eftir handtökum vegna hatursherferðar gegn brasilíska fótboltasnillingnum Vinicius Junior, fyrir grannaslag Real Madrid og Atlético Madrid á morgun. 28.9.2024 23:16
Gerði grín að Konaté sem vildi verða maður leiksins Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, brást léttur við þeirri skoðun Ibrahima Konaté að hann hefði nú átt að verða valinn maður leiksins gegn Wolves í dag, og var ekki alveg sammála miðverðinum. 28.9.2024 22:30
Valsmenn neituðu að veita viðtöl Íslandsmeistarar Vals veittu engin viðtöl eftir tapið gegn Keflavík í kvöld, í Meistarakeppni karla í körfubolta. 28.9.2024 21:44
Allt í molum hjá Barcelona í fyrsta tapinu Hansi Flick varð að sætta sig við fyrsta deildartapið sem þjálfari Barcelona í kvöld, þegar liðið fékk á sig fjögur mörk gegn Osasuna og tapaði 4-2. 28.9.2024 21:14
Sara lagði upp í fyrsta leik í Sádi-Arabíu Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta leik í Sádi-Arabíu í dag og varð að sætta sig við 2-1 tap með Al Qadsiah gegn Al Ittihad á útivelli. 28.9.2024 20:22
Stöðvuðu Bayern sem missti Kane meiddan af velli Leverkusen stöðvaði sigurgöngu Bayern München í stórleik þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í dag, þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli. 28.9.2024 19:02
Martin magnaður í fyrsta sigrinum Martin Hermannsson virðist vera kominn á fulla ferð í þýska körfuboltanum með Alba Berlín en hann átti stórleik í 105-70 sigri gegn Oldenburg í dag. 28.9.2024 18:51
Orri með tvennu á Spáni: „Fyrsta stóra kvöldið þitt“ Orri Óskarsson skoraði í dag sín fyrstu tvö mörk fyrir Real Sociedad í efstu deild Spánar í fótbolta, þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Valencia á heimavelli. 28.9.2024 18:41
Jóhann á sigurbraut í Sádi-Arabíu Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í liði Al Orobah þegar það vann 1-0 sigur gegn Damac í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 28.9.2024 17:47
KR upp um deild og Haukar tóku við bikarnum KR-konur fögnuðu vel og innilega í dag eftir að hafa tryggt sér sæti í Lengjudeildinni í fótbolta á næsta ári, í lokaumferð 2. deildarinnar. 28.9.2024 17:33