Bjarki með átta gegn Brössum Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk og var næstmarkahæstur hjá Veszprém í dag þegar liðið rúllaði yfir brasilíska liðið Taubaté, 43-17, á HM félagsliða í handbolta. Magdeburg vann risasigur á bandaríska liðinu California Eagles, 57-21. 28.9.2024 17:10
Tap gegn Tékkum í lokaleiknum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta varð að sætta sig við fimm marka tap gegn heimakonum, 26-21, í þriðja og síðasta leik sínum á æfingamóti í Tékklandi í dag. 28.9.2024 16:24
Einstakt afrek Brentford dugði skammt en Everton vann loksins Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson fylgdist áfram með af varamannabekknum þegar Brentford mætti West Ham og setti glænýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 28.9.2024 16:13
Börsungar bannaðir í Belgrad vegna nasistafána Spænska knattspyrnufélagið Barcelona fær ekki að hafa stuðningsmenn á útileik sínum gegn Rauðu stjörnunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, vegna nasistafána. 27.9.2024 14:46
Svona var kynningarfundurinn fyrir fyrir Bónus-deildirnar Kynningarfundur Bónus-deildanna fór fram í dag og á fundinum var birt hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna um gengi liðanna í vetur. 27.9.2024 11:47
Álftanes lét Frakkann fara og samdi við Okeke Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur hætt við að tefla fram franska leikmanninum Alexis Yetna í vetur og hélt hann heimleiðis á miðvikudagsmorgun. Í stað hans hafa Álftnesingar samið við David Okeke. 27.9.2024 11:39
Glódís mætir Arsenal, Juventus og Sædísi Fjórar íslenskar knattspyrnukonur verða á ferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í vetur. Dregið var í riðla í dag. 27.9.2024 11:27
Fáránlegt hneyksli ofurhlaupara: Breyttu Wikipedia-síðum Ein þekktasta ofurhlaupakona heims og eiginmaður hennar hafa stundað það að skreyta Wikipedia-síðu hennar og jafnframt breytt Wikipedia-síðum hjá öðrum hlaupurum til að láta þá líta verr út. 27.9.2024 10:10
Átján ára hjólreiðakona í lífshættu Ástandi svissnesku hjólreiðakonunnar Muriel Furrer er lýst sem „mjög krítísku“ eftir að hún slasaðist alvarlega á höfði á heimsmeistaramóti í Sviss. 27.9.2024 08:33
Pabbinn fékk tattú á punginn Pabbi sænska ólympíumeistarans David Åhman hefur nú staðið við stóru orðin og skartar glæsilegu ólympíutattúi á pungnum. Systirin Fanny Åhman festi allt á filmu og segir menn nú bíða í röðum eftir að skoða punginn á pabba gamla. 27.9.2024 07:37