Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Andri Már Rúnarsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson, sem saman léku með Haukum fyrir tveimur árum, voru afar áberandi með liðum sínum í þýska og danska handboltanum í kvöld. 21.2.2025 20:56
Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Elísabet Gunnarsdóttir var örfáum mínútum frá algjörri draumabyrjun sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta. Liðið tapaði hins vegar, 3-2, gegn heimsmeisturum Spánar í Valencia í kvöld. 21.2.2025 20:19
Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Jón Dagur Þorsteinsson hefur ekkert fengið að spila á þessu ári fyrir Hertha Berlín í Þýskalandi, nú þegar bráðum fer að styttast í næstu landsleiki. Ekkert breyttist í fyrsta leik nýs þjálfara. 21.2.2025 19:35
Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti mögulega bestu tilþrifin í Meistaradeild Evrópu í handbolta í vikunni, í sigurleik með liði sínu Wisla Plock. 21.2.2025 18:47
Slagur um stól formanns KKÍ Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks toppkörfubolta (ÍTK), tilkynnti í dag um framboð til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Þar með er ljóst að tveir menn koma til greina í kjörinu. 21.2.2025 17:08
„Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ „Ég er mjög þakklátur fyrir að þetta hafi ekki verið verra því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í þegar þessi sársauki helltist yfir mig,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem meiddist í fyrrakvöld í mikilvægum slag í Meistaradeild Evrópu. 21.2.2025 09:31
Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Luis Rubiales, fyrrverandi formaður spænska knattspyrnusambandsins, var í dag dæmdur sekur um kynferðisofbeldi gegn Jenni Hermoso, með því að halda um höfuð hennar og kyssa hana á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. 20.2.2025 13:48
Víkingar kæmust í 960 milljónir Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA. 20.2.2025 12:31
Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Bennet Wiegert, þjálfari þýska handboltafélagsins Magdeburg, viðurkennir að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi ekki getað æft í aðdraganda leiksins við Álaborg í gær. Meiðsli hans í leiknum séu á endanum á ábyrgð þjálfarans. 20.2.2025 12:18
„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ „Þetta var komið í algjör leiðindi. Ég get alveg tekið það á mig að ég hefði getað gert þetta öðruvísi. Báðir aðilar hefðu getað gert þetta öðruvísi,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um brotthvarf sitt frá Val yfir til Víkings. 19.2.2025 13:30