Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport

Nýjustu greinar eftir höfund

„Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Mari­­legan hátt“

Ásdís Björg Pálmadóttir, vörumerkjastjóri í Sportvörum, er á leið í sitt fimmta bakgarðshlaup á morgun og ætlar sér að hlaupa að minnsta kosti hundrað kílómetra. Hún fékk góða aðstoð frá drottningu bakgarðshlaupanna, Mari Järsk, þegar hún rauf hundrað kílómetra múrinn fyrst.

Arf­taki Kristjáns ó­vænt hættur

Svíar eru í leit að nýjum landsliðsþjálfara í handbolta eftir að Glenn Solberg tilkynnti óvænt að hann væri hættur, tveimur árum fyrir lok samningstíma.

Víkingar spila á Ís­landi í dags­birtu

Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags.

Sparkað eftir tapið rosa­lega gegn Bayern

Þjálfarinn Sergej Jakirovic fékk bara að stýra Dinamo Zagreb í einum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur því hann var rekinn eftir 9-2 tapið gegn Bayern München á þriðjudaginn.

„Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“

„Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn.

Sjá meira