„Meiðsli alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að mögulega hafi leikjaálag hjá Lille valdið meiðslum Hákonar Arnar Haraldssonar sem ekki verður til taks í Þjóðadeildinni nú í haust. 6.9.2024 14:32
Jóhann Berg: Getum vonandi skemmt áhorfendum í kvöld „Ég tel að við séum á góðri vegferð og vonandi getum við sýnt það [í kvöld],“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fyrir leikinn við Svartfjallaland í Þjóðadeildinni í kvöld. 6.9.2024 10:59
Þekkir nokkra í danska liðinu og ætlar að „pakka þeim saman“ í dag Kristall Máni Ingason er kokhraustur fyrir leikinn við Danmörku í dag, í undankeppni EM U21-landsliða í fótbolta. Spilað verður í Víkinni, á gamla heimavellinum hans Kristals. 6.9.2024 10:02
Reiður og sár vegna orða Koeman: „Hann hefði getað hringt“ „Svona kemur maður ekki fram við leikmenn sína,“ segir Steven Bergwijn sem hefur svarað fyrir sig eftir að Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, sakaði hann um metnaðarleysi með því að flytja til Sádi-Arabíu. 6.9.2024 09:32
Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6.9.2024 09:01
Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6.9.2024 08:32
Glöð og stolt en mætir ekki á Ballon d'Or: „Hélt að þetta væri eitthvað grín fyrst“ Glódís Perla Viggósdóttir þakkar liðsfélögum sínum í íslenska landsliðinu og Bayern München, eftir þann gríðarlega heiður að hafa verið tilnefnd fyrst Íslendinga til Gullboltans, eða Ballon d'Or. Hún verður önnum kafin með landsliðinu þegar þetta virtasta hóf fótboltans fer fram. 6.9.2024 08:00
Rifrildi úti á velli eftir úrslitaleik EM olli skilnaðinum Spænski landsliðsfyrirliðinn Alvaro Morata skildi við eiginkonu sína, fyrirsætuna Alice Campello, í ágúst. Nú hefur blaðakona greint frá því að rifrildi úti á velli, eftir úrslitaleik EM, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. 6.9.2024 07:31
„Verst að fólk haldi að ég sé með þjón“ Jessica Pegula er komin í undanúrslit Opna bandaríska mótsins í tennis en það er þó nokkuð sem að hefur angrað hana í gegnum tíðina. Það er þegar fólk heldur að hún sé ofdekruð bara vegna þess að pabbi hennar sé auðkýfingur. 5.9.2024 14:01
Krefst aðgerða gegn ofbeldi „afbrýðisamra kærasta“ Sebastian Coe, forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, kallar eftir samstöðu í baráttu gegn heimilisofbeldi í garð frjálsíþróttakvenna, eftir að Rebecca Cheptegei lést í gær, 33 ára að aldri. Þekktur frjálsíþróttalýsandi krefst aðgerða gegn „afbrýðisömum kærustum og eiginmönnum“. 5.9.2024 13:34