Smári Jökull Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Breiðablik að kaupa Johannesen á 11 milljónir

Greint er frá því í hlaðvarpinu Dr.Football að framherjinn Patrik Johannesen sé á leið til Breiðabliks frá Keflavík. Talið er að Íslandsmeistararnir kaupi Johannesen á ellefu milljónir frá Keflvíkingum.

Ísland dróst gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á HM

Nú rétt í þessu var dregið í umspil Evrópuþjóða fyrir heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Ísland dróst gegn Ungverjalandi en umspilsleikirnir fara fram í apríl á næsta ári.

Segir Saka tilbúinn í að taka vítaspyrnu á nýjan leik

Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka sé tilbúinn að stíga fram og taka vítaspyrnu á heimsmeistaramótinu í Katar. Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englands í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Evrópumótinu á síðasta ári.

Annað Íslandsmet hjá Snæfríði Sól

Snæfríður Sól Jórunnardóttir heldur áfram að gera það gott á bikarmótí í Danmörku en hún bætti í morgun tólf ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ragnarsdóttur í 100 metra skriðsundi í 25 metra laug.

Elanga kemur Ronaldo til varnar

Anthony Elanga tók upp hanskann fyrir Cristiano Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Gagnrýni Ronaldo gagnvart ungum leikmönnum í viðtali hans hjá Piers Morgan hefur vakið töluverða athygli.

Er Keflavík óstöðvandi?

Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi.

Segist þekkja mismunun því hann var rauðhærður með freknur

Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt fjörtíu mínútna einræðu á blaðamannafundi í Katar í morgun þar sem hann sakaði Evrópubúa um hræsni í gagnrýni sinni gagnvart mótshöldurum. Þá bað hann um að fólki yrði leyft að njóta þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu.

Messi og félagar búa á háskólaheimavist í Katar

Lið Argentínu er spáð velgengni á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en þeir héldu af stað til Katar í dag. Á meðan flest landslið á mótinu munu hafa aðsetur á fimm stjörnu lúxushótelum völdu Argentínumenn að fara öðruvísi leið.

Sjá meira