Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. 14.6.2022 22:00
Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14.6.2022 19:50
Féll þrisvar en náði prófinu í fjórðu tilraun: „Mjög stressuð“ Bóklega ökuprófið var til umfjöllunar í Íslandi í dag í gær, þar sem rætt var við Láru Jakobínu Gunnarsdóttur þar sem hún gekk út úr prófinu. Það var gleðidagur, enda hafði Lára reynt við prófið án árangurs í þrjú skipti, en loksins náð því í fjórðu tilraun. 14.6.2022 10:09
Alþingi verði að koma áfengislöggjöf til nútímans Í formála ársskýrslu ÁTVR skrifar forstjóri ríkisfyrirtækisins, Ívar Arndal, að ef vefverslun einkaaðila með áfengi verði leyfð á Íslandi, sé smásala innanlands í raun gefin frjáls. Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að stigin verði skref í átt að frjálsari sölu áfengis. 26.5.2022 16:15
Leikari afhjúpaður fyrir að leika nýja persónu í hverju viðtali Allt er þegar þrennt er, eins og sannast í máli Hákonar Jóhannessonar leikara sem var „afhjúpaður“ í Íslandi í dag fyrir að setja upp sakleysislegan en fjölbreyttan leikþátt í hvert sinn sem fjölmiðlamaður gerist svo óheppinn að beina að honum hljóðnema. 26.5.2022 10:25
Mjög vongóður um að fá vinnu á Bæjarins bestu í sumar Allir tíundu bekkingar sem Ísland í dag ræddi við voru með vinnu í sumar, eða í þann mund að landa henni. Betra þannig, sögðu þeir, annars er maður dæmdur til að hanga inni í herbergi allt sumar. 25.5.2022 08:00
Bjarni vill frekar kvöldstund með Ingó Veðurguð en Gunnari Smára Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kveðst frekar myndu vilja verja kvöldstund með söngvaranum Ingólfi Þórarinssyni Veðurguð en Gunnari Smára Egilssyni sósíalista. 24.5.2022 13:52
Rangt að stefnan sé hörð: Ráðherrar VG aktívir að auglýsa landið sem áfangastað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og andmælir því að hér sé að taka á sig mynd ein harðasta innflytjendastefna í Evrópu. 24.5.2022 10:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Viðreisn hefur ásamt Samfylkingunni og Pírötum kallað eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsóknarflokkinn í borginni. Við ræðum við oddvita Framsóknar í beinni við Ráðhúsið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. 22.5.2022 18:14
Kosningabarnið svo tillitsamt að mæta á mánudeginum Á meðan lítið þokast í meirihlutaviðræðum í Reykjavík, er kominn gangur í viðræður í Fjarðabyggð. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að þar fæddist oddvita félagshyggjuframboðsins barn í miðjum viðræðum - sem var þó svo tillitsamt að koma ekki á kosninganótt. 21.5.2022 20:32