Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Kjartan Kjartansson og Snorri Másson skrifa 14. júní 2022 22:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Stöð 2 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. Óeining er innan Vinstri grænna um tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að rammaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Sérstaklega hefur verið mótmælt að Héraðsvötn í Skagafirði verði færð úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson, annar varaformaður nefndarinnar, skrifaði þannig ekki undir meirihlutaálitið. Svæðisfélag Vinstri grænna í Skagafirði sendi frá sér ályktun þar sem breytingunni var mótmælt í dag og Hafnarfjarðarfélag flokksins tók undir hana með yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kvöld. Náttúruverndarsinnar mótmæltu fyrir utan þinghúsið á meðan önnur umræða um málið fór fram síðdegis og snemmkveldis. Umræðunni var frestað á níunda tímanum í kvöld. Katrín segir að vissulega séu kostir færðir úr verndarflokki í biðflokk en einnig séu kostir í nýtingarflokki sem hafi verið afar umdeildir sem séu færðir í biðflokk. Nefnir hún sérstakla Skrokköldu á hálendingu og virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár sem styr hefur staðið um. „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ segir forsætisráðherra. Klippa: Ólíkar skoðanir á rammaáætlun í ríkisstjórn og á þingi Féllst sjálf á málamiðlun með rammaáætlun árið 2013 Rammaáætlun er að sögn Katrínar tæki til að hjálpa til við að ná vissum áföngum í að flokka virkjunarhugmyndir. Að þessu sinni sé það gert með því að stækka biðflokkinn og taka afstöðu til færri kosta. Hún vísar því alfarið á bug að tillaga meirihlutans sé einhvers konar aðför að náttúrunni. „Þarna er í raun og verið að reyna að tryggja það að við höldum áfram í þetta faglega ferli og Alþingi einfaldlega setur fleiri kosti í bið og lýkur umfjöllun um aðra,“ segir Katrín. Um andstöðuna innan eigin flokks segir Katrín að þau hafi öll ákveðnar skoðanir á þessum málum, þar á meðal hún sjálf. „Ég tók þátt í að afgreiða rammaáætlun hér árið 2013 og féllst bara einfaldlega á þá málamiðlun sem í henni fólst. Það er það sem þetta tæki gefur okkur,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36 Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Óeining er innan Vinstri grænna um tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að rammaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Sérstaklega hefur verið mótmælt að Héraðsvötn í Skagafirði verði færð úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson, annar varaformaður nefndarinnar, skrifaði þannig ekki undir meirihlutaálitið. Svæðisfélag Vinstri grænna í Skagafirði sendi frá sér ályktun þar sem breytingunni var mótmælt í dag og Hafnarfjarðarfélag flokksins tók undir hana með yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kvöld. Náttúruverndarsinnar mótmæltu fyrir utan þinghúsið á meðan önnur umræða um málið fór fram síðdegis og snemmkveldis. Umræðunni var frestað á níunda tímanum í kvöld. Katrín segir að vissulega séu kostir færðir úr verndarflokki í biðflokk en einnig séu kostir í nýtingarflokki sem hafi verið afar umdeildir sem séu færðir í biðflokk. Nefnir hún sérstakla Skrokköldu á hálendingu og virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár sem styr hefur staðið um. „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ segir forsætisráðherra. Klippa: Ólíkar skoðanir á rammaáætlun í ríkisstjórn og á þingi Féllst sjálf á málamiðlun með rammaáætlun árið 2013 Rammaáætlun er að sögn Katrínar tæki til að hjálpa til við að ná vissum áföngum í að flokka virkjunarhugmyndir. Að þessu sinni sé það gert með því að stækka biðflokkinn og taka afstöðu til færri kosta. Hún vísar því alfarið á bug að tillaga meirihlutans sé einhvers konar aðför að náttúrunni. „Þarna er í raun og verið að reyna að tryggja það að við höldum áfram í þetta faglega ferli og Alþingi einfaldlega setur fleiri kosti í bið og lýkur umfjöllun um aðra,“ segir Katrín. Um andstöðuna innan eigin flokks segir Katrín að þau hafi öll ákveðnar skoðanir á þessum málum, þar á meðal hún sjálf. „Ég tók þátt í að afgreiða rammaáætlun hér árið 2013 og féllst bara einfaldlega á þá málamiðlun sem í henni fólst. Það er það sem þetta tæki gefur okkur,“ segir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36 Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36
Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08