Viðbrögðin lýsandi fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð. 8.5.2022 17:22
Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8.5.2022 12:03
Vonar að verslunin lifi af þrátt fyrir brotthvarf sitt Í gær var greint frá því að verslunin Brynja við Laugaveg 29 leitaði að nýjum eigendum. Eigandinn vonar að rekstur verslunarinnar haldi áfram eftir söluna. 8.5.2022 07:57
Gengur ekki að útgangspunkturinn verði að Rússum líði vel Forseti Íslands segir að útgangspunktur í friðarviðræðum um Úkraínu geti ekki verið sá að láta valdhöfum í Moskvu líða vel. Rússar studdu fyrstu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðið, sem gefin var út í gær. 7.5.2022 12:01
Lögmannsstofa, grunuð um misferli, var helsti bakhjarl handboltaliðs á lygilegri uppleið Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum. 6.5.2022 20:01
Guðni hrifnari af tungumálatilburðum Selenskí en sínum eigin Volodimir Selenski Úkraínuforseti segir Íslendinga berjast við eldgos og jarðskjálfta, en Úkraínumenn við ógn innrásarhers. Hann hvatti íslenska alþingismenn í dag til að auka þrýsting á Rússland og halda áfram mannúðaraðstoðinni. 6.5.2022 19:10
Myndband: Risahverfi rís í Mosfellsbæ Fyrirséð er að sprenging verði í íbúafjölda í Mosfellsbæ á næstu árum með tilkomu nýs hverfis í Blikastaðalandi sem verið hefur í eigu Arion banka frá því eftir hrun. Stefnt er að því að íbúar geti sinnt helstu erindum fótgangandi og að Borgarlínan verði í burðarhlutverki. 5.5.2022 23:14
Tímamótasamkomulag í höfn Húsnæði fyrir rúmlega 9.000 íbúa mun rísa í Blikastaðalandi í Mosfellsbæ á næstu árum, en nú eru íbúarnir um 13.500. Í morgun var undirritað samkomulag landeiganda og sveitarfélags um uppbyggingu á stærsta óbyggða landsvæði á höfuðborgarsvæðinu. 5.5.2022 12:01
Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4.5.2022 07:02
Hómófóbísk líkamsárás náðist á myndband: „Ég var bara í sjokki“ Íslendingur sem varð fyrir árás vegna kynhneigðar sinnar í líkamsræktarstöð í Síle í vikunni segist hafa óttast um líf sitt. Lögreglan brást honum en maðurinn segir málinu hvergi nærri lokið. 3.5.2022 21:01