Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31.1.2022 19:07
Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31.1.2022 12:02
Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. 30.1.2022 22:30
Getur ekki hugsað sér að Efling fari í sama far og fyrir hennar tíð Sólveig Anna Jónsdóttir býður sig fram til formanns Eflingar vegna þess að hún getur ekki hugsað sér að félagið fari í sama far og fyrir árið 2018. Það sé einfaldlega þeirra mál ef einhverjir starfsmenn á skrifstofunni vilji ekki vinna með lýðræðislega kjörinni forystu félagsins. 28.1.2022 12:04
Í starfslýsingu forseta að halda stillingu yfir ósigrinum Forseti Íslands hvetur landsmenn til stillingar í úlfúð þeirri sem ýfst hefur upp í garð Dana eftir að ósigur þeirra útilokaði Íslendinga frá undanúrslitum á EM. Við eigum hvorki að steypa konungsmerkjum af þinghúsum né afnema dönskukennslu að mati Guðna. 27.1.2022 23:01
Telur að Íslendingar muni fyrirgefa Dönum Formaður Norræna félagsins telur ákvörðun Hagkaupa um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna ekki til marks um stækkandi gjá milli Danmerkur og Íslands. Hann telur að Íslendingar muni fyrirgefa nágrönnum sínum meintan grikk á EM í gær, fyrr en síðar. 27.1.2022 21:57
Eldræða Ágústu Evu: „Við ætlum ekki að hlýða“ Aðgerðir stjórnvalda bera öll merki þess að vera í raun ofbeldi, segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem er komin í lykilhlutverk í mótstöðuhreyfingu gegn stefnu stjórnvalda í málefnum Covid-19 á Íslandi. 27.1.2022 08:00
Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26.1.2022 19:18
Beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar. 26.1.2022 18:21
Hálfdapurleg viðtöl úr fyrri hálfleik í Laugardalshöll Bjartsýnin réð ríkjum þegar nokkur fjöldi fólks var bólusettur yfir leik landsliðsins gegn Króötum í dag. Enda lokaði í bólusetningunni í hálfleik. 24.1.2022 22:53