Níutíu og sex greindust í gær: Árshátíð ríkislögreglustjóra aflýst Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og faraldurinn er stöðugt á uppleið að sögn yfirlögregluþjóns. Árshátíð embættis ríkislögreglustjóra átti að vera haldin í kvöld, en henni hefur verið aflýst í ljósi stöðunnar. Staðan er þung á Selfossi. 30.10.2021 12:04
Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29.10.2021 20:03
Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29.10.2021 19:45
Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. 26.10.2021 20:48
„Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna“ Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Landspítala, teljur að endurskoða þurfi fyrirætlanir stjórnvalda um að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi, í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. 26.10.2021 18:54
Tveir Íslendingar í varðhaldi í sex vikur Tveir íslenskir karlmenn eru enn í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, tæpum sex vikum eftir að þeir voru handteknir. 26.10.2021 17:03
Smituðum fjölgar í hópsmiti á hjartaskurðdeild Sex manna hópsmit er komið upp á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þar af er einn starfsmaður smitaður. Þessi atburðarás skapar töluvert álag á starfsemi sjúkrahússins en hjartalæknir segir ógerning að koma alveg í veg fyrir að veiran berist inn fyrir dyrnar. 26.10.2021 11:45
Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár. 25.10.2021 21:30
Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25.10.2021 18:53
Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25.10.2021 18:30