Níutíu og sex greindust í gær: Árshátíð ríkislögreglustjóra aflýst Snorri Másson skrifar 30. október 2021 12:04 Grímuskylda er ekki við lýði á Íslandi, en heilbrigðisráðherra hvetur fólk þó til þess að bera grímur á fjölmennum viðburðum. Allsherjaraflétting 18. nóvember má segja að hafi verið slegin út af borðinu. Vísir/Vilhelm Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og faraldurinn er stöðugt á uppleið að sögn yfirlögregluþjóns. Árshátíð embættis ríkislögreglustjóra átti að vera haldin í kvöld, en henni hefur verið aflýst í ljósi stöðunnar. Staðan er þung á Selfossi. Ljóst er orðið að ný bylgja af kórónuveirufaraldrinum er skollin á hér á landi. Yfirvöld hafa enn ekki viljað grípa til hertra samkomutakmarkana vegna þróunarinnar en láta nægja að brýna fyrir almenningi að fara varlega. Þannig skrifar heilbrigðisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag að full ástæða sé til þess að nota grímur í margmenni, enda þótt það sé ekki skylda. Sú skylda var afnumin fyrir skemmstu og aðrar takmarkanir með. Veiran komin út um allt 96 smit eru jafnmörg og greindust fyrir tveimur dögum og dagurinn í dag jafnar þar með metdag þessarar bylgju. Áður höfðu ekki greinst svo mörg smit frá því í sumar. Tilslakanir tóku síðast gildi 19. október en síðan hefur þróunin verið á sífellt verri veg í faraldrinum. „Við vorum búin að segja að það myndi líklega gerast að þegar farið væri í tilslakanir sæjum við ekki annað í því en að þetta færi í þessa átt. Þetta hefur alltaf gert það þegar við höfum farið í tilslakanir. Nú erum við búin að prófa þetta fimm sinnum eða hvað það er, að herða og slaka og ég held að þetta verði bara þannig. Við erum að fara inn í vetur þar sem Covid verður og við þurfum bara að gera okkur grein fyrir því og draga djúpt andann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna. Víðir hvetur fólk til þess að fara með mikilli gát og fara í hraðpróf ef stórir viðburðir eru áformaðir. Ríkislögreglustjóri hefur til dæmis aflýst sinni árshátíð sem átti að vera um helgina. Fjórir eru á gjörgæslu á Landspítalanum samkvæmt nýjustu upplýsingum og öll von virðist úti um allsherjarafléttingu 18. nóvember eins og stefnt var að. „Ef maður horfir á heildarmyndina er nýgengið á leiðinni upp, það fjölgar stöðugt í þeim hópi sem er í einangrun og það hefur verið fjölgun á innlögnum undanfarið og tölfræðin segir okkur að við þurfum að búast við því að þeim fjölgi áfram sem þurfi að vera á Landspítalanum, miðað við það sem sjáum á aldursdreifingunni og þetta er komið bara einhvern veginn út um allt,“ segir Víðir. Á Twitter má sjá sýnatökuröðina á Selfossi: Sýnataka á Selfossi þennan morguninn. Það verða 4000 smit á mánudaginn. Lásuð það fyrst hér! pic.twitter.com/ZMV94GxtgD— Maggi Peran (@maggiperan) October 30, 2021 Nokkur fjöldi smitaðra á Selfossi Tæpur helmingur þeirra sem greinast eru í sóttkví og smitin eru víða um land. Það er þung staða á sjúkrahúsinu á Selfossi að sögn Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Mikið hefur verið um smit á Selfossi og löng röð er í sýnatöku. „Fyrir þessa törn sem við erum að ganga inn í núna vorum við með í kringum 50 og eitthvað smit á Suðurlandi, 20 og eitthvað á Selfossi en ég á alveg von á að sjá þessar tölur hækka eitthvað núna á næstu dögum,“ segir Díana. Smit í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa þannig lamað skólastarfið í nokkra daga og víðar í skólum á Selfossi hafa smit verið að greinast. Díana heldur í vonina að fólk fari nú með gát vegna ástandsins þrátt fyrir að margir séu farnir að þrá frelsið. Fólk hafi almennt skilning á að nú þurfi að fara varlega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira
Ljóst er orðið að ný bylgja af kórónuveirufaraldrinum er skollin á hér á landi. Yfirvöld hafa enn ekki viljað grípa til hertra samkomutakmarkana vegna þróunarinnar en láta nægja að brýna fyrir almenningi að fara varlega. Þannig skrifar heilbrigðisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag að full ástæða sé til þess að nota grímur í margmenni, enda þótt það sé ekki skylda. Sú skylda var afnumin fyrir skemmstu og aðrar takmarkanir með. Veiran komin út um allt 96 smit eru jafnmörg og greindust fyrir tveimur dögum og dagurinn í dag jafnar þar með metdag þessarar bylgju. Áður höfðu ekki greinst svo mörg smit frá því í sumar. Tilslakanir tóku síðast gildi 19. október en síðan hefur þróunin verið á sífellt verri veg í faraldrinum. „Við vorum búin að segja að það myndi líklega gerast að þegar farið væri í tilslakanir sæjum við ekki annað í því en að þetta færi í þessa átt. Þetta hefur alltaf gert það þegar við höfum farið í tilslakanir. Nú erum við búin að prófa þetta fimm sinnum eða hvað það er, að herða og slaka og ég held að þetta verði bara þannig. Við erum að fara inn í vetur þar sem Covid verður og við þurfum bara að gera okkur grein fyrir því og draga djúpt andann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna. Víðir hvetur fólk til þess að fara með mikilli gát og fara í hraðpróf ef stórir viðburðir eru áformaðir. Ríkislögreglustjóri hefur til dæmis aflýst sinni árshátíð sem átti að vera um helgina. Fjórir eru á gjörgæslu á Landspítalanum samkvæmt nýjustu upplýsingum og öll von virðist úti um allsherjarafléttingu 18. nóvember eins og stefnt var að. „Ef maður horfir á heildarmyndina er nýgengið á leiðinni upp, það fjölgar stöðugt í þeim hópi sem er í einangrun og það hefur verið fjölgun á innlögnum undanfarið og tölfræðin segir okkur að við þurfum að búast við því að þeim fjölgi áfram sem þurfi að vera á Landspítalanum, miðað við það sem sjáum á aldursdreifingunni og þetta er komið bara einhvern veginn út um allt,“ segir Víðir. Á Twitter má sjá sýnatökuröðina á Selfossi: Sýnataka á Selfossi þennan morguninn. Það verða 4000 smit á mánudaginn. Lásuð það fyrst hér! pic.twitter.com/ZMV94GxtgD— Maggi Peran (@maggiperan) October 30, 2021 Nokkur fjöldi smitaðra á Selfossi Tæpur helmingur þeirra sem greinast eru í sóttkví og smitin eru víða um land. Það er þung staða á sjúkrahúsinu á Selfossi að sögn Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Mikið hefur verið um smit á Selfossi og löng röð er í sýnatöku. „Fyrir þessa törn sem við erum að ganga inn í núna vorum við með í kringum 50 og eitthvað smit á Suðurlandi, 20 og eitthvað á Selfossi en ég á alveg von á að sjá þessar tölur hækka eitthvað núna á næstu dögum,“ segir Díana. Smit í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa þannig lamað skólastarfið í nokkra daga og víðar í skólum á Selfossi hafa smit verið að greinast. Díana heldur í vonina að fólk fari nú með gát vegna ástandsins þrátt fyrir að margir séu farnir að þrá frelsið. Fólk hafi almennt skilning á að nú þurfi að fara varlega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira