Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15.8.2021 07:56
Þungbúinn dagur Það er útlit fyrir þungbúinn dag með smásúld af og til á vestanverðu landinu og einnig á Austfjörðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Lítt sést til sólar í dag ef marka má spár nema ef vera skyldi á Norðausturlandi og Suðausturlandi, þar sem gæti orðið þokkalega bjart. 15.8.2021 07:49
Konu hrint niður stiga Konu var hrint niður stiga á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær. Hún fékk höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar lögregla kom á vettvang, og var flutt á bráðadeild. Ekki er vitað um ástand hennar núna. 15.8.2021 07:28
Umhverfinu meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fór ófögrum orðum um stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum í ræðu sem hann hélt á landsfundi Miðflokksins í dag. 14.8.2021 15:02
Mannfall talið verulegt eftir meiri háttar skjálfta á Haítí Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 reið yfir Haítí í morgun, með þeim afleiðingum að verulegur fjöldi fólks lést, að því er bandarísk yfirvöld telja. 14.8.2021 14:45
Ísland skiptir máli í áformum Breta um að skjóta flaug út í geim Íslendingar hafa undirritað samkomulag við bresk yfirvöld um samstarf á vettvangi geimrannsókna. Það gerir Bretum meðal annars kleift að fljúga eldflaugum innan lofthelgi Íslendinga og gerir lendingar slíkra véla á Íslandi löglegar. 14.8.2021 14:01
Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14.8.2021 13:51
Nýlegs örvunarskammts ekki lengur getið í vottorðum Íslendingar á leið til útlanda geta nú fengið hefðbundið bólusetningarvottorð í Heilsuveru án þess að nýlegur örvunarskammtur raski vottorðinu. 14.8.2021 10:18
Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14.8.2021 09:17
Suðurlandið sker sig úr Veðrið ætti að vera best í kringum Kirkjubæjarklaustur í dag, þar sem búist er við að það fari upp í 22 eða 23 gráðu hita. Sömuleiðis er spáð miklum hita í Árnessýslu. Almennt ætti að sjást til sólar á sunnan- og vestanverðu landinu þegar kemur fram á daginn. 14.8.2021 08:45