Fréttamaður

Snorri Másson

Nýjustu greinar eftir höfund

Þungbúinn dagur

Það er útlit fyrir þungbúinn dag með smásúld af og til á vestanverðu landinu og einnig á Austfjörðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Lítt sést til sólar í dag ef marka má spár nema ef vera skyldi á Norðausturlandi og Suðausturlandi, þar sem gæti orðið þokkalega bjart.

Konu hrint niður stiga

Konu var hrint niður stiga á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær. Hún fékk höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar lögregla kom á vettvang, og var flutt  á bráðadeild. Ekki er vitað um ástand hennar núna.

Peninga til spítalans strax

Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september.

Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben

Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni.

Suðurlandið sker sig úr

Veðrið ætti að vera best í kringum Kirkjubæjarklaustur í dag, þar sem búist er við að það fari upp í 22 eða 23 gráðu hita. Sömuleiðis er spáð miklum hita í Árnessýslu. Almennt ætti að sjást til sólar á sunnan- og vestanverðu landinu þegar kemur fram á daginn.

Sjá meira