Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Gosvirkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur hægt á sér síðan í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg og rennur hraunið áfram til austurs og suðausturs. Hraunið dreifir sér á breiðunni innan við einn kílómetra frá gígnum en lítil hreyfing er á ystu jöðrum þess. 24.7.2025 15:49
Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Kári Stefánsson segir orð sem hann lét falla í bókaklúbbi Spursmála, stýrðum af Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni á dögunum, þar sem hann gaf í skyn að Amgen væri að njósna um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar, óvarleg og óheiðarleg. 23.7.2025 22:12
Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Erlendur einstaklingur var handtekinn fyrir líkamsárás, hótanir og grun um mansal í Reykjavík í dag. 23.7.2025 21:20
Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Bryan Kohberger var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa brotist inn á heimili fjögurra nemenda við háskólann í Idaho og stungið þá til bana haustið 2022. 23.7.2025 20:43
„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23.7.2025 19:32
Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. 23.7.2025 18:16
Stjörnubarnið komið í heiminn Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur í stjörnufræði og vísindamiðlari, og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðukona hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise, eignuðust dóttur á laugardaginn. 23.7.2025 16:04
Fjórir kettir týndust í brunanum Gæludýrasamtökin Dýrfinna lýsa eftir fjórum köttum sem týndust í brunanum við Tryggvagötu í morgun. 20.7.2025 16:54
Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Að minnsta kosti 67 íbúar á Gasa voru drepnir í skotárás Ísraelshers meðan þeir biðu í röð eftir matarskammti við matarstand Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Gasa í dag. 20.7.2025 16:37
Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Maður á sextugsaldri sem var handtekinn eftir hnífstunguárás á Austurvelli í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 20.7.2025 15:33