Fjögurra daga bongóblíða í vændum Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur veðurfræðingur, segir fjögurra daga bongóblíðu í vændum á stærstum hluta landsins. Hann spáir þó blautum þjóðhátíðardegi en segir ekkert fast í hendi. 12.6.2025 23:23
Hundrað ára afmæli bílsins í uppnámi eftir brunann Níutíu og níu ára gamall bíll brann þegar eldur kviknaði í bílskúr á Álftanesi á þriðjudag. Eigandi hugðist halda upp á hundrað ára afmæli bílsins í júlí á næsta ári en er þó ekki alveg tilbúinn að afskrifa hann. 12.6.2025 22:25
Öldungadeildarþingmaður borinn út af blaðamannafundi Alex Padilla öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum var borinn út með valdi af blaðamannafundi Kristi Noem heimavarnarráðherra Bandaríkjanna í kvöld. 12.6.2025 21:51
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12.6.2025 19:35
Boðinn flutningur en tekur ekki afstöðu fyrr en ákvörðun liggur fyrir Vararíkissaksóknari segir dómsmálaráðherra hafa boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, embætti sem ekki hefur verið starfrækt í fimmtán ár. Hann segist ekki taka afstöðu til þess hvort hann taki embættinu fyrr en endanleg ákvörðun ráðherra liggur fyrir. 12.6.2025 19:10
Fær þyngri dóm fyrir að nauðga fjórtán ára tálbeitu Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Gunnari Magnússyni fyrir að nauðga pilti undir lögaldri úr átján mánaða í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Pilturinn hafði ætlað að koma upp um barnaníðing eftir að hafa horft á fréttaskýringaþáttinn Kompás, þar sem barnaníðingar voru veiddir með notkun tálbeita. 12.6.2025 18:16
Ró að færast yfir LA eftir fjögur hundruð handtökur Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa handtekið nærri fjögur hundruð manns vegna mótmælanna sem fram hafa farið í borginni síðan á laugardag. Ró er að færast yfir borgina. 12.6.2025 00:05
Ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu til að stunda tafarleiki Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að nú á tímum, þegar fólk sé óttaslegið og reitt vegna heimsástandsins, sé ekki tíminn fyrir stjórnarflokka til að reisa skýjaborgir eða háleitar væntingar. Þá sé ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu að stunda tafaleiki til að hægja á framfaramálum sem njóti stuðnings þjóðarinnar. 11.6.2025 23:14
„Óásættanlegt“ að ofbeldi fái ekki sömu athygli og veiðigjöld Þingmaður framsóknar segir óásættanlegt að ofbeldi, sem börn landsins verði fyrir, fái ekki sömu athygli á Alþingi og mál eins og veiðigjaldafrumvarpið. 11.6.2025 22:31
Fjölmiðlafrumvarpið „ein allsherjarhefndarför gegn Morgunblaðinu“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir frumvarp Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem felur í sér breytingar á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla hefndarför gegn Morgunblaðinu. Frumvarpið sé ekki til þess fallið að skila fé til skattgreiðenda heldur til að „smyrja því“ til annarra einkarekinna fjölmiðla. 11.6.2025 21:34