Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22.9.2020 18:05
Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22.9.2020 12:33
Matarverð hækkar umtalsvert Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þriðjung. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum. 22.9.2020 12:04
150 í viðbót í sóttkví og þeirra á meðal forstjórinn Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er meðal 150 starfsmanna spítalans sem eru í sóttkví. Fjórtán starfsmenn eru smitaðir af Covid-19 og spítalinn á hættustigi. 21.9.2020 11:03
Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18.9.2020 17:19
Engar ábendingar um dvalarstað fjölskyldunnar Formleg leit er enn ekki hafin að Khedr-fjölskyldunni sem stóð til að vísa úr landi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra er verið að meta næstu skref. Yfirvöld vita enn ekki hvar þau eru niðurkomin og ekki hafa borist ábendingar um dvalarstað þeirra. 17.9.2020 10:53
Aðalsteinn endurvekur vöffluhefðina Vöffluilmur var í Karphúsinu í dag í fyrsta skipti í langan tíma. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari stóð vaktina og bakaði vöfflur í tilefni þess að samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkissins skrifuðu undir kjarasamninga eftir langar viðræður. 16.9.2020 21:00
Vill klára viðræður áður en samningar renna út Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast. 16.9.2020 20:30
Átján látnir eftir flugslysið í Indlandi Hið minnsta átján eru látnir og um þrjátíu alvarlega slasaðir eftir flugslysið í Kerala-héraði í suðurhluta Indlands í gær. 8.8.2020 10:45