varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vonandi undantekning að börn verði með grímu í skólanum

Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns Félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum.

Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu

Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir.

Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána

Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum.

Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni

Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið.

Mikilvægt að efla sameiginlegar norrænar almannavarnir

Til stóð að setja stærsta pólitíska fund ársins á Norðurlöndunum í Hörpu í dag. Hátt í eitt þúsund þingmenn, ráðherrar og aðrir gestir voru væntanlegir til landsins á þing Norðurlandaráðs en dagskráin verður heldur umfangsminni sökum faraldursins.

Mælt fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi

Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt.

Fleiri geta fengið uppsagnarstyrki

Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem kveður á um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti samt sem áður fengið styrkinn.

Sjá meira