Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjörnulífið: Hálsklútabyltingin, Gríman og brúð­kaup í Boston

Nýliðin vika var mögulega sú stærsta hingað til og það fór ekki framhjá neinum að Íslendingar völdu sér nýjan forseta um helgina. Stuðið var mikið hjá forsetaframbjóðendum en eðli málsins samkvæmt langmest í Grósku þar sem Halla Tómasdóttir fagnaði glæsilegum sigri. Þetta var þó ekki eini viðburðurinn í vikunni, en Gríman og Sjómannadagurinn voru einnig haldin hátíðleg svo eitthvað sé nefnt. 

„Mikil­vægt að huga að því að þroskast í faginu“

„Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 

Davíð Helga­son og Isa­bella eignuðust dreng

Davíð Helga­son fjár­fest­ir og fyr­ir­sæt­an Isa­bella Lu War­burg eignuðust sitt annað barn saman 29. maí síðasliðinn. Fyr­ir eiga þau soninn Ágúst Lu sem er tveggja ára. 

Fékk að heyra að konur ættu ekki heima á sjó

Heiður Berglind Þorsteinsdóttir er þrítugur vélstjóri á varðskipinu Þór en samhliða starfi sínu stundar hún nám í skipstjórn af kappi. Heiður rekur áhuga sinn á vélum niður að blautu barnsbeini og segir starfið á sjó vera gefandi þar sem það býður upp á marga möguleika.

Segir brjóst myndast við mikla bjór­drykkju

Þorbjörg Hafsteinsdóttir frumkvöðull í heilsugeiranum, sem jafnan er kölluð Tobba Hafsteins, segist hafa fengið opinbera gagnrýni frá fagaðilum um skaðleg áhrif sykurs á líkamann. Hún segist hafa verið á undan sinni samtíð.

Kjúklinganaggar hollu stjúpunnar

Sunneva Halldórsdóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum, sem heldur úti Instagram-síðunni Efnasúpan deildi nýverið uppskrift að meinhollum kjúklinganöggum með gómsætu meðlæti með fylgjendum sínum.

Hugsar vel um sig til að vera að­laðandi fyrir Línu

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, og unnusta hans Lína Birgitta Sigurðardóttir athafnakona hafa verið nánast óaðskiljanleg frá fyrstu kynnum. Þau trúlofuðu sig í París í Frakklandi í október 2022 eftir að Gummi bað um hönd Línu í Tuileries Garden, rómantíkin uppmáluð.

Ellefu eftir­tektar­verð eld­hús

Eldhúsið er oft sagt hjarta heimilisins. Þar verjum við oft löngum tíma og eigum dýrmætar samverustundir með þeim sem eru okkur kærastir. Hönnun og útlit eldhússins gefur heildarmynd heimilisins mikinn karakter þar sem litaval, efniviður og smáhlutir rýmisins skapa stemningu þess. 

Herra Hnetu­smjör og Sara selja í­búðina

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth hafa sett íbúð sína við Digranesveg í Kópavogi á sölu. Þess má geta að parið bjó áður í annarri íbúð í sama húsi. Ásett verð er 84,9 milljónir.

Annar bakaradrengur í ofninum

Gunn­laug­ur Arn­ar Inga­son, bak­ari og kondítor, bet­ur þekkt­ur sem Gulli bak­ari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardótt­ir, eiga von á sínu öðru barni í nóvember. Fyr­ir eiga þau soninn Arn­ar Inga sem er eins árs.

Sjá meira