fréttaþulur

Telma Tómasson

Telma Tómasdóttir er fréttamaður og fréttaþulur á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um 400 manns í Grinda­vík í dag

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim.

Býst við að fáir muni gista í bænum

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega.

Skipar hernum að tæma Rafa fyrir inn­rás

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum.

Gjóskan út á haf og ætti því ekki að trufla flug

Lítið gjóskufall gæti fylgt þeirri atburðarás sem nú er í gangi í eldgosinu á Reykjanesskaga, þar sem nú má sjá merki um samspil kviku og grunnvatns. Dökkan reyk leggur upp af hrauninu. Gjóskunni blæs út á haf og ætti ekki að hafa áhrif á flug.

Grindvíkingurinn er maður ársins

Maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er Grindvíkingurinn. Valið var ekki erfitt að þessu sinni. Hver og einn íbúi bæjarins á hlutdeild í útnefningunni.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður sagt frá því að fyrsti fundur nýrrar breiðfylkingar langflestra félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Samningsaðilar segja mikla samstöðu um að ná samningum, sem stuðla að hjöðnun verðbólgu, hratt og vel.

Þjóðar­sorg í Tékk­landi vegna skotaárásarinnar

Stjórnvöld í Tékklandi hafa lýst yfir degi þjóðarsorgar á morgun vegna einnar verstu fjöldaskotárásar í sögu Evrópu, þegar 24 ára byssmaður gekk berserksgang í háskóla í Prag, höfuðborg landsins, í gær og myrti 14 og særði 25, þar af 10 alvarlega.

Gosinu við Sund­hnúks­gíga lokið

Gosinu við Sundhnúksgíga er lokið. Slokknað er í öllum gígum, en glóð er enn sjáanleg. Erfitt er þó að segja til um framhaldið.

Sjá meira