Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að ekki næðist saman um nokkur atriði, sem þó hefðu verið skoðuð og reynt að nálgast frá ýmsum sjónarhornum.
Ágreiningsmálin snúast aðallega um launalið samnings. Í dagslok lagði hann fram þá möguleika sem eru í stöðunni og var ákveðið í framhaldinu að fresta samningafundi til mánudagsmorguns. Verkföllin halda því áfram eftir helgi.
Verkföll hófust í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum á mánudag. Öll verkföll í leikskólum eru ótímabundin en tímabundin í grunnskólum. Fyrr í vikunni kom svo í ljós að verkföll hefjist í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla 21. febrúar hafi samningar ekki náðst.