Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mætti á þing FIFA úr fanga­klefanum

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, heimilaði meðlimi framkvæmdaráðs sambandsins að vera á meðal gesta á ráðstefnu sambandsins sem stendur yfir í Bangkok þrátt fyrir að sá sitji í fangelsi.

Úr húsvarðarstarfi í at­vinnu­mennsku

Óhætt er að segja að handboltamaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson hafi átt viðburðarríka viku. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik og skrifaði undir atvinnumannasamning erlendis.

Gæti haldið á­fram eftir allt saman

Fregnir frá Þýskalandi herma að líklegast sé að Thomas Tuchel haldi kyrru fyrir hjá Bayern München og verði áfram þjálfari liðsins. Löngu er ákveðið að hann yfirgefi félagið í sumar.

Illa orðað samnings­á­kvæði varð KA að falli

Óvandvirkni við samningagerð virðist hafa reynst KA dýrkeypt í dómsmáli liðsins og Arnars Grétarssonar, fyrrum þjálfara liðsins, ef rýnt er í dóm Héraðsdóms. KA var í gær dæmt til að greiða Arnari tæpar níu milljónir í vangoldin laun vegna samningsákvæðis sem sneri að bónusgreiðslum.

Skaut á Taylor Swift og sagði konum að halda sig í eld­húsinu

Harrison Butker, sparkari í liði Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, sætir mikilli gagnrýni eftir ræðu sem hann hélt við útskrift nemenda út háskóla í Kansas-fylki á dögunum. Þar lét hann gamminn geysa allhressilega um hlutverk kynjanna, meðal annars.

KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir

Knattspyrnufélag Akureyrar þarf að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara meistaraflokks karla, ellefu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra sem kveðinn var upp í dag. 

Kröfðu Bayern um 100 milljónir fyrir þjálfarann

Bayern München leitar enn logandi ljósi að nýjum þjálfara til að taka við stjórnartaumunum í sumar. Crystal Palace á Englandi sendi liðinu skýr skilaboð þegar spurst var fyrir um þjálfara liðsins.

„Ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því“

„Það er bara tilhlökkun. Þetta verður verðugt verkefni, okkur hlakkar til að taka þátt í þessu. Það verður margt fólk og mikil stemning,“ segir Arnar Guðjónsson um oddaleik liðs hans Stjörnunnar við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Graf­alvar­leg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“

Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári.

Sjá meira