Víkingar tjá sig sem minnst: „Engin frétt í þessu“ John Andrews, þjálfari bikarmeistara Víkings í fótbolta segir enga sérstaka frétt vera í brottför fyrirliðans Nadíu Atladóttur frá félaginu skömmu fyrir mót í Bestu deild kvenna. Víkingar hafi ekki viljað standa í vegi fyrir brottför hennar. 9.4.2024 11:25
Aron klár í slaginn í kvöld Aron Sigurðarson verður líklega í byrjunarliði KR sem hefur leik í Bestu deild karla gegn Fylki í kvöld. Minniháttar meiðsli plöguðu hann á dögunum en hann hefur æft á fullu í vikunni. 7.4.2024 12:43
Kvíðakall sem fórnaði lögfræðinni fyrir listina Fótboltamanninum Halldóri Smára Sigurðssyni er margt til lista lagt. Hann gafst upp á lögfræðistarfinu eftir sex ár af skrifstofuvinnu og íhugar næstu skref utan fótboltavallarins. Hver sem þau verða munu þau að líkindum hafa með listsköpun að gera. 7.4.2024 08:00
„Komum út „guns blazing“ og reynum að fella risann“ Það gætir á barnslegri eftirvæntingu hjá Guðmundi Kristjánssyni, fyrirliða Stjörnunnar, fyrir opnunarleik Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan heimsækir Víkina og mætir tvöföldum meisturum klukkan 19:15 í kvöld. 6.4.2024 14:30
Allir spenntir nema Halldór: „Ég meika þetta ekki“ Halldór Smári Sigurðsson, fyrirliði Víkings, verður á hliðarlínunni þegar hans menn opna Bestu deild karla gegn Stjörnunni í Víkinni í kvöld. Hann kvíðir því að þurfa að horfa á leikinn úr stúkunni. 6.4.2024 08:41
Langur batavegur framundan: „Ég grenjaði bara af sársauka“ Fótboltamaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson verður frá um hríð vegna svæsinna veikinda sem herjuðu á hann á dögunum. Síðustu dagar hafa verið honum þungbærir. 5.4.2024 07:31
„Auðvitað vonum við að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það hafa lítið upp á sig að spá í aðra leiki en þann milli Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld. Stjarnan þarf að treysta á önnur úrslit en sín eigin til að komast í úrslitakeppnina. 4.4.2024 14:31
FH berst liðsstyrkur FH hefur gengið frá samningum við Ísak Óla Ólafsson út leiktíðina 2027. Hann kemur frá Esbjerg í Danmörku. 3.4.2024 11:45
„Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð sköllóttur“ Spænska ungstirnið Pedri hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir stórkostlegt ár hans árið 2021. Meiðsli hafa strítt unga manninum sem er þess þó viss að hann verði enn að eftir áratug. Hann virðist þá ekki hræðast hármissi. 2.4.2024 13:01
Alonso fari hvergi og Liverpool snýr sér annað Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöld að stjórnarmenn hjá Liverpool hafi gott sem afskrifað möguleikann á að fá Xabi Alonso til að taka við félaginu. Þeir skoði nú aðra kosti. 29.3.2024 09:50