„Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2025 22:54 Jónatan Ingi skoraði tvö í kvöld og tryggði sigurinn eftir langa bið eftir marki. Vísir/Anton Brink Jónatan Ingi Jónsson réði úrslitum þegar Valur vann mikilvægan 3-2 sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Hann skoraði sín fyrstu mörk frá því í ágúst og kveðst meðvitaður um að hafa verið slakur að undanförnu. Jónatan skoraði tvö marka Vals, það fyrra kom liðinu 2-1 yfir í byrjun síðari hálfleiks og það síðara sigurmarkið þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Mörkin voru eftir kunnuglegri uppskrift hjá kantmanninum - uppskrift úr smiðju Hollendingsins Arjens Robben; skorið inn á völlinn frá hægri, leikið á mann og annan, áður en boltinn er settur innan fótar með vinstri fæti í markið. Mörkin tvö voru hans fyrstu í deildinni síðan í ágúst og voru því kærkomin, líkt og sigurinn. „Þetta var kærkomið. Þetta var kannski ekki besti leikurinn okkar og við ekki verið nógu góðir upp á síðkastið og við þurftum þrjú stig. Það var meiri fætingur í þessu og þetta datt okkar megin. Það var sætt,“ segir Jónatan. Jónatan hefur sætt gagnrýni vegna skorts á framlagi að undanförnu, meðal annars í hlaðvarpinu Innkastið hjá Fótbolti.net þar sem hann var sagður hafa verið ósýnilegur um hríð. Það var því gott að stíflan brast. „Já, hundrað prósent. Ég hef ekki verið nægilega góður í sumar. Jú, ég hef átt góða leiki en það hefur vantað mörk og stoðsendingar. Sérstaklega eftir að við missum Patrick, ég hefði átt að stíga meira upp, en ég hef viljað meira af þessu í sumar,“ segir sjálfsgagnrýninn Jónatan og vísar þar til Danans og markahróksins Patricks Pedersen sem er úr leik hjá Valsmönnum eftir að hafa meiðst í bikarúrslitaleik við Vestra í lok sumars. En hefur þetta tekið á sálina? „Ég byrjaði mjög vel en svo datt þetta niður og það fór aðeins í hausinn á mér. Svo kom ég mér í það að vinna leikina og ég pældi minna í að skora og leggja upp. Það tók ekki á sálina upp á síðkastið en þú vilt leggja þitt af mörkum, sérstaklega þegar þú missir mann eins og Patrick út,“ segir Jónatan. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Jónatan skoraði tvö marka Vals, það fyrra kom liðinu 2-1 yfir í byrjun síðari hálfleiks og það síðara sigurmarkið þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Mörkin voru eftir kunnuglegri uppskrift hjá kantmanninum - uppskrift úr smiðju Hollendingsins Arjens Robben; skorið inn á völlinn frá hægri, leikið á mann og annan, áður en boltinn er settur innan fótar með vinstri fæti í markið. Mörkin tvö voru hans fyrstu í deildinni síðan í ágúst og voru því kærkomin, líkt og sigurinn. „Þetta var kærkomið. Þetta var kannski ekki besti leikurinn okkar og við ekki verið nógu góðir upp á síðkastið og við þurftum þrjú stig. Það var meiri fætingur í þessu og þetta datt okkar megin. Það var sætt,“ segir Jónatan. Jónatan hefur sætt gagnrýni vegna skorts á framlagi að undanförnu, meðal annars í hlaðvarpinu Innkastið hjá Fótbolti.net þar sem hann var sagður hafa verið ósýnilegur um hríð. Það var því gott að stíflan brast. „Já, hundrað prósent. Ég hef ekki verið nægilega góður í sumar. Jú, ég hef átt góða leiki en það hefur vantað mörk og stoðsendingar. Sérstaklega eftir að við missum Patrick, ég hefði átt að stíga meira upp, en ég hef viljað meira af þessu í sumar,“ segir sjálfsgagnrýninn Jónatan og vísar þar til Danans og markahróksins Patricks Pedersen sem er úr leik hjá Valsmönnum eftir að hafa meiðst í bikarúrslitaleik við Vestra í lok sumars. En hefur þetta tekið á sálina? „Ég byrjaði mjög vel en svo datt þetta niður og það fór aðeins í hausinn á mér. Svo kom ég mér í það að vinna leikina og ég pældi minna í að skora og leggja upp. Það tók ekki á sálina upp á síðkastið en þú vilt leggja þitt af mörkum, sérstaklega þegar þú missir mann eins og Patrick út,“ segir Jónatan.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira