Keyrði á gangandi vegfaranda og stakk af Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir vitnum vegna umferðarslyss þar sem ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Þingvallastrætis og Dalsbrautar klukkan 18:15 í kvöld. Ökumaður bifreiðarinnar ók af vettvangi án þess að tilkynna slysið. 3.11.2023 20:03
Finnur ráðinn verkefnastjóri vegna stofnunar þjóðaróperu Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ráðið Finn Bjarnason sem verkefnisstjóra vegna stofnunar þjóðaróperu. Ráðningin er til eins árs. Tólf sóttu um starfið. 3.11.2023 19:39
Síminn sektaður um 76 milljónir Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur sektað símann um 76,5 milljónir. Síminn þótti ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. Síminn mun skjóta málinu til dómstóla 3.11.2023 19:09
Skotin höfnuðu á fjórum stöðum Sex hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal í fyrrinótt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tveir særðust í árásinni. Annar þeirra er þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Dómsmálaráðherra er gríðarlega brugðið yfir málinu. Nauðsynlegt sé að bregðast við. 3.11.2023 19:00
Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 3.11.2023 18:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir sex mönnum í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal í gærnótt. Tveir særðust í árásinni. Annar þeirra er þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Við förum yfir málið og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu. 3.11.2023 18:09
Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2.11.2023 23:00
Steven Tyler aftur sakaður um kynferðisbrot Söngvarinn Steven Tyler, sem er söngvarinn í hljómsveitinni Aerosmith, hefur aftur verið sakaður um kynferðisbrot. Í fyrra var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku. 2.11.2023 22:33
Heilsársdekk umtalsvert verri en önnur „Heilsársdekk eru umtalsvert verri en venjuleg vetrar- og sumardekk óháð yfirborði vegar. Við hálku aðstæður í vetrarfærð teljast dekkin ónothæf til aksturs á sænskum vegum,“ segir í skýrslu frá vega- og samgöngurannsóknarstofnun Svíþjóðar. 2.11.2023 21:51
Kvika hagnast um tæpa fjóra milljarða Hagnaður Kviku banka fyrir skatta nam 3.742 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Heildareignir námu 328 milljörðum og eigið fé samstæðunnar voru 80 milljarðar króna. 2.11.2023 19:45
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent