Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Jón Þór Stefánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 3. nóvember 2023 18:25 Íslenski rokkbarinn þar sem ungmennin íslensku hittu fyrir 27 ára Pólverja. Til átaka kom sem lauk á bílastæði við Fjarðarkaup, hinum megin við götuna. Vísir/Vilhelm Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. Sakborningarnir fjórir voru í dag öll sakfelld í héraðsdómi. Einn fékk tíu ára dóm fyrir manndráp. Aðrir tveir tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Og þá fékk ein tólf mánaða dóm, skilorðsbundin til fimm ára. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er farið yfir forsögu málsins. Þau fjögur sem voru ákærð í málinu, og voru sautján og átján ára gömul þegar atvik málsins áttu sér stað, og hinn látni hittust á Rokkbarnum í Hafnarfirði fyrr þetta sama kvöld. Fimmtán til tuttugu þúsund Þetta kemur fram í gögnum sem byggja á upptökum úr öryggismyndavélakerfi staðarins. Þar er því lýst að maðurinn og sakborningarnir hafi setið saman og neytt fíkniefna, kókaíns, um stund. Sakborningar virðast hafa skaffað efnin og kröfðu brotaþola síðar um greiðslu. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Sakborningar auk brotaþola virðast hafa labbað út af Íslenska rokkbarnum og segir dómari að ekkert hafi bent til þess að þaðan hafi þau gengið út ósátt. Myndbandsupptökur höfðu mikið vægi í málinu og var á þeim byggt. Myndböndin tók stúlka sem einnig var ákærð. Sjá einnig: Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Á myndbandi sem tekið er tiltölulega snemma í atburðarásinni virðast ákærðu hafa krafið brotaþola um pening fyrir kókaíninu. Hann hafi tekið fjórar línur af efninu á barnum og kröfðust ákærðu fimm þúsund króna fyrir hverja þeirra. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Eftir að þeir komu út hafi þó verið sagt að fimm þúsund krónur myndu nægja fyrir kókaínið. „Komiði með hann strákar“ „Komiði, komiði með hann strákar, komiði með hann“ er haft eftir einum sakborninganna. En þau ummæli eru höfð úr upptöku stúlkunnar. Fyrir dómi vildi maðurinn meina að hann hafi átt við um síma sinn, en dómurinn telur það ótrúverðugt. Hann hafi átt við manninn. Í kjölfarið hafi drengirnir veist að manninum og stúlkan tekið það upp. Dómurinn telur sannað að einn þeirra, sá sem fékk tíu ára dóm, hafi stungið manninn, og hinir hafi beitt hann öðru ofbeldi, líkt og að sparka í hann er hann lá. Maðurinn lést af sárum sínum Í dómnum segir að ekkert bendi til þess að til alvarlegt ósætti hafi komið upp á milli sakborninganna og mannsins. Jafnframt bendi ekkert til þess að hinn látni hafi verið „aggresífur“ eða árásargjarn gagnvart einhverju þeirra. Ekki sé útlit fyrir því að hann hafi stofnað til átakanna, eða að sakborningunum hafi staðið ógn af honum, líkt og þeir héldu fram. „Leikur kattarins að músinni“ Héraðsdómari sá sérstaka ástæðu til þess að draga saman helstu málsatvik í niðurstöðukaflanum, í ljósi alvarleika sakargifta og vægi hljóð- og myndskeiða. Hann lýsir atburðarásinni á þennan veg: „Það sem á upptöku sést verður lýst með orðunum „leikur kattarins að músinni“ og hér voru kettirnir þrír.“ Dómari heldur áfram og lýsir því hvernig ákærðu hafi hæðst að brotaþola, og verið mjög ógnandi. Á meðan á brotaþoli að hafa verið rólegur, fengið sér sígarettu en ákærðu hafi hrint honum. Síðan hafi harkan aukist til muna. Á upptöku númer tvö, sem fyrir lá í málinu, sést brotaþoli liggja í jörðinni, samanhnipraður í fósturstellingu. Þar hrópaði einn ákærðu: „Viltu fá hníf í helvítis hálsinn? Gefðu mér fimm þúsund krónur strax!“ Brotaþoli á í kjölfarið að hafa sagt: „Ekkert mál, ekkert mál.“ Þrátt fyrir svar brotaþola ákvað einn ákærðu að stappa harkalega á höfði hans. Brotaþoli komst síðar aðeins undan en hópurinn gekk „samstilltur“ á eftir honum og hélt áfram að krefja hann um pening. Ráðist var til atlögu að nýju. Á fimmtu myndbandsupptökunni má sjá brotaþola reyna að verjast höggum ákærðu áður en annar hvor þeirra öskraði „taktu hann niður, taktu hann niður,“ og einum sakborninga tókst að fella hann. Síðan voru höggin látin dynja á honum og sagði einn ákærðu: „stakk hann þrisvar.“ Háttseminni var fylgt eftir með orðunum: „Hvernig ertu í hálsinum haha?“ Brotaþoli hélt áfram að reyna verjast, og tókst að slá einn ákærðu, en að sögn héraðsdómara virtust ákærðu flissa. Ákærðu héldu áfram að láta höggin dynja á brotaþola, sjö til átta föst spörk í höfuð eða höfuðhæð, og högg hingað og þangað. Á upptöku heyrist einn ákærðu segja að þau þurfi að koma sér burt. Ótrúverðugur framburður Niðurstöðukafli héraðsdómara er ítarlegur og segir héraðsdómari að óhætt sé að draga þá ályktun að allir sakborninga hafi vitað að sá, sem lengsta dóminn hlaut, hafi verið vopnaður hníf, enda höfðu þau öll tekið saman kókaín af oddi hnífsins. Framburður allra sakborninga var talinn ótrúverðugur, enda margt ósamrýmanlegt því sem sést hafi á upptökum, og þótti héraðsdómara framburð ýmist einkennast af „hálfsannleik“ eða fegrun á því sem gerðist. Þá bendi ekkert til þess að maðurinn hafi neitað að greiða þessa fimm þúsund króna skuld. Dómari taldi staðhæfingar sakborninga um að brotaþoli hafi átt frumkvæði að einhverju því sem gerðist á bílastæðinu að engu hafandi. Það væri þvert á móti sláandi að brotaþoli hafi nánast ekkert fengið að tjá sig vegna yfirgangs eins sakborninga, sem ítrekað gerði lítið úr brotaþola. Dómari hélt áfram og kallaði háttsemina „miskunnarlausa aðför“. Það væri því fyllilega ljóst að þrír ákærðu, sem höfðu sig mismikið í frammi, hefðu ráðist að brotaþola ítrekað með höggum, spörkum og hnífstungum. Hér skal ítrekað að aðeins einn sakborninga var sakfelldur fyrir manndráp, en hinir hlutu dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Ástæðan fyrir því að tveir sakborninga hafi ekki verið sakfelldir fyrir manndráp er að héraðsdómari taldi ósannað að ásetningur þeirra hafi staðið til þess að brotaþoli hlyti bana af vegna framferðis eins sakborninga, það er þess sem hafði sig mest í frammi. Þeir töldust samt sem áður hafa tekið vísvitandi þátt í líkamsárás gegn brotaþola þar sem hættulegu vopni var beitt og leiddi til andláts. „Svívirðileg“ aðkoma stúlkunnar Sá sem hlaut lengsta dóminn beitti sér harkalega gagnvart brotaþola, lagði til hans með vasahníf og stakk. Dómari sagði ljóst að hann hefði að minnsta kosti mátt vita að líklegra væri en hitt að stungurnar yrðu brotaþola til aldurtila, en látið sér afleiðingarnar í léttu rúmi liggja. Stúlkan, sem tók gjörninginn upp, var ákærð fyrir að látið fyrir farast að koma manni, sem var í bágbornu ástandi, til aðstoðar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum bar hún fyrir sig að hún hefði tekið gjörninginn upp vegna þess að það hefðu foreldrar hennar sagt henni að gera í hættulegum aðstæðum. Dómari féllst alls ekki á þær skýringar. „Ákærða [stúlkan] á sér engar málsbætur. Öll aðkoma hennar að málinu er að mati dómsins svívirðileg og þykir dapurt að hún reyni að skýla sér undan ábyrgð með því að vísa til uppeldisráðgjafar foreldra sinna. Refsilækkunarheimildir 74. gr. almennra hegningarlaga veita ákærðu ekki skjól,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Tíu ára refsing hæfileg Við mat á ákvörðun refsingar var litið til þess að ekkert sakborninga hafi áður orðið uppvíst að refsiverðri háttsemi – auk aldurs. Sá sem hafði sig mest í frammi var eins og fyrr segir sakfelldur fyrir manndráp, og sagði héraðsdómari að erfitt væri að sjá að hann ætti sér málsbætur. Tíu ára refsing þótti því hæfileg, en þá var sérstaklega tekið tillit til ungs aldurs ákærða. Tveir sakborninga voru ekki „atkvæðamiklir í beinu líkamlegu ofbeldi gegn brotaþola,“ og hafði aðkoma þeirra ekki samverkandi áhrif á andlát brotaþola. Hins vegar segir héraðsdómari að þeir hafi sameinast í að umkringja hann, verið ógnandi, fylgst gaumgæfilega með og nokkrum sinnum sparkað í brotaþola. Hæfileg refsing þótti tvö ár. Eins og að framan greinir taldi héraðsdómari stúlkuna með símann engar málsbætur sér eiga. Með hliðsjón af aldri, og að hún hafi ekki hlotið áður dóm, þótti þó rétt að dæma hana í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá taldist sá, sem þyngsta dóminn hlaut, hafa skapað sér bótaábyrgð gagnvart móður látna og barnsmóður hans. Við mat á bótafjárhæð var litið til dóms Hæstaréttar í Rauðagerðismálinu og var ákærði dæmdur til að greiða barnsmóður rúma 8,1 milljón og móður látna 394 þúsund í útfararkostnað. Dómari taldi enn fremur að honum bæri að greiða móður brotaþola tvær milljónir í miskabætur og dóttur brotaþola þrjár milljónir í miskabætur. Þá þurftu þrír ákærðu að greiða um tíu milljónir í sakarkostnað og stúlkan fimm milljónir króna. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Dómsmál Tengdar fréttir Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3. nóvember 2023 15:19 „Ég stakk hann þrisvar!“ Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað. 23. júlí 2023 15:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Sakborningarnir fjórir voru í dag öll sakfelld í héraðsdómi. Einn fékk tíu ára dóm fyrir manndráp. Aðrir tveir tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Og þá fékk ein tólf mánaða dóm, skilorðsbundin til fimm ára. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er farið yfir forsögu málsins. Þau fjögur sem voru ákærð í málinu, og voru sautján og átján ára gömul þegar atvik málsins áttu sér stað, og hinn látni hittust á Rokkbarnum í Hafnarfirði fyrr þetta sama kvöld. Fimmtán til tuttugu þúsund Þetta kemur fram í gögnum sem byggja á upptökum úr öryggismyndavélakerfi staðarins. Þar er því lýst að maðurinn og sakborningarnir hafi setið saman og neytt fíkniefna, kókaíns, um stund. Sakborningar virðast hafa skaffað efnin og kröfðu brotaþola síðar um greiðslu. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Sakborningar auk brotaþola virðast hafa labbað út af Íslenska rokkbarnum og segir dómari að ekkert hafi bent til þess að þaðan hafi þau gengið út ósátt. Myndbandsupptökur höfðu mikið vægi í málinu og var á þeim byggt. Myndböndin tók stúlka sem einnig var ákærð. Sjá einnig: Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Á myndbandi sem tekið er tiltölulega snemma í atburðarásinni virðast ákærðu hafa krafið brotaþola um pening fyrir kókaíninu. Hann hafi tekið fjórar línur af efninu á barnum og kröfðust ákærðu fimm þúsund króna fyrir hverja þeirra. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Eftir að þeir komu út hafi þó verið sagt að fimm þúsund krónur myndu nægja fyrir kókaínið. „Komiði með hann strákar“ „Komiði, komiði með hann strákar, komiði með hann“ er haft eftir einum sakborninganna. En þau ummæli eru höfð úr upptöku stúlkunnar. Fyrir dómi vildi maðurinn meina að hann hafi átt við um síma sinn, en dómurinn telur það ótrúverðugt. Hann hafi átt við manninn. Í kjölfarið hafi drengirnir veist að manninum og stúlkan tekið það upp. Dómurinn telur sannað að einn þeirra, sá sem fékk tíu ára dóm, hafi stungið manninn, og hinir hafi beitt hann öðru ofbeldi, líkt og að sparka í hann er hann lá. Maðurinn lést af sárum sínum Í dómnum segir að ekkert bendi til þess að til alvarlegt ósætti hafi komið upp á milli sakborninganna og mannsins. Jafnframt bendi ekkert til þess að hinn látni hafi verið „aggresífur“ eða árásargjarn gagnvart einhverju þeirra. Ekki sé útlit fyrir því að hann hafi stofnað til átakanna, eða að sakborningunum hafi staðið ógn af honum, líkt og þeir héldu fram. „Leikur kattarins að músinni“ Héraðsdómari sá sérstaka ástæðu til þess að draga saman helstu málsatvik í niðurstöðukaflanum, í ljósi alvarleika sakargifta og vægi hljóð- og myndskeiða. Hann lýsir atburðarásinni á þennan veg: „Það sem á upptöku sést verður lýst með orðunum „leikur kattarins að músinni“ og hér voru kettirnir þrír.“ Dómari heldur áfram og lýsir því hvernig ákærðu hafi hæðst að brotaþola, og verið mjög ógnandi. Á meðan á brotaþoli að hafa verið rólegur, fengið sér sígarettu en ákærðu hafi hrint honum. Síðan hafi harkan aukist til muna. Á upptöku númer tvö, sem fyrir lá í málinu, sést brotaþoli liggja í jörðinni, samanhnipraður í fósturstellingu. Þar hrópaði einn ákærðu: „Viltu fá hníf í helvítis hálsinn? Gefðu mér fimm þúsund krónur strax!“ Brotaþoli á í kjölfarið að hafa sagt: „Ekkert mál, ekkert mál.“ Þrátt fyrir svar brotaþola ákvað einn ákærðu að stappa harkalega á höfði hans. Brotaþoli komst síðar aðeins undan en hópurinn gekk „samstilltur“ á eftir honum og hélt áfram að krefja hann um pening. Ráðist var til atlögu að nýju. Á fimmtu myndbandsupptökunni má sjá brotaþola reyna að verjast höggum ákærðu áður en annar hvor þeirra öskraði „taktu hann niður, taktu hann niður,“ og einum sakborninga tókst að fella hann. Síðan voru höggin látin dynja á honum og sagði einn ákærðu: „stakk hann þrisvar.“ Háttseminni var fylgt eftir með orðunum: „Hvernig ertu í hálsinum haha?“ Brotaþoli hélt áfram að reyna verjast, og tókst að slá einn ákærðu, en að sögn héraðsdómara virtust ákærðu flissa. Ákærðu héldu áfram að láta höggin dynja á brotaþola, sjö til átta föst spörk í höfuð eða höfuðhæð, og högg hingað og þangað. Á upptöku heyrist einn ákærðu segja að þau þurfi að koma sér burt. Ótrúverðugur framburður Niðurstöðukafli héraðsdómara er ítarlegur og segir héraðsdómari að óhætt sé að draga þá ályktun að allir sakborninga hafi vitað að sá, sem lengsta dóminn hlaut, hafi verið vopnaður hníf, enda höfðu þau öll tekið saman kókaín af oddi hnífsins. Framburður allra sakborninga var talinn ótrúverðugur, enda margt ósamrýmanlegt því sem sést hafi á upptökum, og þótti héraðsdómara framburð ýmist einkennast af „hálfsannleik“ eða fegrun á því sem gerðist. Þá bendi ekkert til þess að maðurinn hafi neitað að greiða þessa fimm þúsund króna skuld. Dómari taldi staðhæfingar sakborninga um að brotaþoli hafi átt frumkvæði að einhverju því sem gerðist á bílastæðinu að engu hafandi. Það væri þvert á móti sláandi að brotaþoli hafi nánast ekkert fengið að tjá sig vegna yfirgangs eins sakborninga, sem ítrekað gerði lítið úr brotaþola. Dómari hélt áfram og kallaði háttsemina „miskunnarlausa aðför“. Það væri því fyllilega ljóst að þrír ákærðu, sem höfðu sig mismikið í frammi, hefðu ráðist að brotaþola ítrekað með höggum, spörkum og hnífstungum. Hér skal ítrekað að aðeins einn sakborninga var sakfelldur fyrir manndráp, en hinir hlutu dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Ástæðan fyrir því að tveir sakborninga hafi ekki verið sakfelldir fyrir manndráp er að héraðsdómari taldi ósannað að ásetningur þeirra hafi staðið til þess að brotaþoli hlyti bana af vegna framferðis eins sakborninga, það er þess sem hafði sig mest í frammi. Þeir töldust samt sem áður hafa tekið vísvitandi þátt í líkamsárás gegn brotaþola þar sem hættulegu vopni var beitt og leiddi til andláts. „Svívirðileg“ aðkoma stúlkunnar Sá sem hlaut lengsta dóminn beitti sér harkalega gagnvart brotaþola, lagði til hans með vasahníf og stakk. Dómari sagði ljóst að hann hefði að minnsta kosti mátt vita að líklegra væri en hitt að stungurnar yrðu brotaþola til aldurtila, en látið sér afleiðingarnar í léttu rúmi liggja. Stúlkan, sem tók gjörninginn upp, var ákærð fyrir að látið fyrir farast að koma manni, sem var í bágbornu ástandi, til aðstoðar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum bar hún fyrir sig að hún hefði tekið gjörninginn upp vegna þess að það hefðu foreldrar hennar sagt henni að gera í hættulegum aðstæðum. Dómari féllst alls ekki á þær skýringar. „Ákærða [stúlkan] á sér engar málsbætur. Öll aðkoma hennar að málinu er að mati dómsins svívirðileg og þykir dapurt að hún reyni að skýla sér undan ábyrgð með því að vísa til uppeldisráðgjafar foreldra sinna. Refsilækkunarheimildir 74. gr. almennra hegningarlaga veita ákærðu ekki skjól,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Tíu ára refsing hæfileg Við mat á ákvörðun refsingar var litið til þess að ekkert sakborninga hafi áður orðið uppvíst að refsiverðri háttsemi – auk aldurs. Sá sem hafði sig mest í frammi var eins og fyrr segir sakfelldur fyrir manndráp, og sagði héraðsdómari að erfitt væri að sjá að hann ætti sér málsbætur. Tíu ára refsing þótti því hæfileg, en þá var sérstaklega tekið tillit til ungs aldurs ákærða. Tveir sakborninga voru ekki „atkvæðamiklir í beinu líkamlegu ofbeldi gegn brotaþola,“ og hafði aðkoma þeirra ekki samverkandi áhrif á andlát brotaþola. Hins vegar segir héraðsdómari að þeir hafi sameinast í að umkringja hann, verið ógnandi, fylgst gaumgæfilega með og nokkrum sinnum sparkað í brotaþola. Hæfileg refsing þótti tvö ár. Eins og að framan greinir taldi héraðsdómari stúlkuna með símann engar málsbætur sér eiga. Með hliðsjón af aldri, og að hún hafi ekki hlotið áður dóm, þótti þó rétt að dæma hana í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá taldist sá, sem þyngsta dóminn hlaut, hafa skapað sér bótaábyrgð gagnvart móður látna og barnsmóður hans. Við mat á bótafjárhæð var litið til dóms Hæstaréttar í Rauðagerðismálinu og var ákærði dæmdur til að greiða barnsmóður rúma 8,1 milljón og móður látna 394 þúsund í útfararkostnað. Dómari taldi enn fremur að honum bæri að greiða móður brotaþola tvær milljónir í miskabætur og dóttur brotaþola þrjár milljónir í miskabætur. Þá þurftu þrír ákærðu að greiða um tíu milljónir í sakarkostnað og stúlkan fimm milljónir króna.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Dómsmál Tengdar fréttir Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3. nóvember 2023 15:19 „Ég stakk hann þrisvar!“ Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað. 23. júlí 2023 15:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3. nóvember 2023 15:19
„Ég stakk hann þrisvar!“ Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað. 23. júlí 2023 15:38