Kauphöllin

Fréttamynd

Vörður samfélagsins

Nú er heldur betur líf í tuskunum hjá sparisjóðunum eftir að SPRON ákvað að breyta sér í hlutafélag. Byr er á sama tíma að gleypa SPK og brátt verður Sparisjóður Norðlendinga runninn inn í Byr. Litlu sparisjóðirnir sjá auðvitað að þetta gengur ekki lengur, aðstæður eru með þeim hætti að þeir keppa ekki við þá stóru um kúnna sem verða stærri og stærri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Novafone?

Gárungar eru hugsi yfir nýupplýstu samstarfi fjarskiptafyrirtækjanna Vodafone og Nova á sviði farsímaþjónustu. Félögin hafa nefnilega samið um samnýtingu kerfa sinna og spara sér þannig dágóðar fjárhæðir með því að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björk og ríkisskulda-bréfin

Walter Updegrave, einn ritstjóra CNN Money tímaritsins, treystir sér ekki til að mæla með kaupum á íslenskum ríkisskuldabréfum í svari við fyrirspurn sem birtist á vefsíðu tímaritsins. Ritstjórinn segir að vissulega hafi ávöxtun ríkisskuldabréfa verið góð undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afturgengin þvættisskýrsla

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti á vef sínum í liðinni viku heljarinnar úttekt á stöðu mála hér með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og varna gegn hryðjuverkavá. Framsetningin var: Landsskýrsla númer 7/254, júlí 2007.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Söluaukning hjá Símanum

Hagnaður Skipta, móðurfélags Símans og tengdra félaga, nam 2,4 milljörðum króna´fyrstu sex mánuði árs. Tæplega þriðjungs aukning varð á sölu. Til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Titringur á mörkuðum

Talsverðar lækkanir hafa orðið í Kauphöll Íslands í morgun. Alls hafa bréf í tuttugu og einu félagi lækkað. Krónan hefur veikst um hálft prósent í dag og miklar verðlækkanir hafa orðið á alþjóðamörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eftirlit flytur í bankahverfi

Samkeppniseftirlitið hefur flutt starfsemi sína um set í höfuðborginni, frá Rauðarárstíg 10 þar sem stofnunin hefur verið til húsa frá stofnun fyrir tveimur árum yfir í nýjar skrifstofur á annari hæð í glæsilegu skrifstofuhúsnæði við Borgartún 26.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sumarleyfið borgaði sig

Hún var skrýtin þessi utanlandsferð til Spánar. Í stað þess að liggja marineraður með tærnar upp í loft í steikjandi stiga hita þá lá ég í símanum. Bölvaður tölvumaðurinn kom aldrei með mótaldið þannig að síminn var eina vopnið sem ég hafði til þess að fylgjast með ævintýralegum hækkunum á markaðnum í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fátt er svo með öllu illt

Fjármálaeftirlitið hefur opnað sérstakar upplýsingasíður á vefsvæði sínu, www.fme.is, þar sem fjallað er um innleiðingu á tilskipun um markaði með fjármálagerninga, svokallaða MiFID tilskipun sem innleidd verður 1.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameining í Færeyjum

Vinnuvitan hefur keypt Vikublaðið í Færeyjum að því er Útvarpið í Færeyjum, Kringvarp Føroya, greindi frá í gær. Við þetta munu þrír risar vera um slaginn á færeyskum blaðamarkaði. Ástæða þess að Vikublaðið var selt er sögð að gott verð hafi fengist fyrir blaðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beckham borgar sig

Öldungadeild bandaríska þingsins setti á dögunum fimmtíu milljónir Bandaríkjadala, um þrjá milljarða íslenskra króna, til höfuðs hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þolinmóðir peningar

Blaðið greindi frá framsýnum frumkvöðli á dögunum sem hyggst hefja framleiðslu á viskíi hér á landi. Hann sagðist leita að fjármagni fyrir framleiðsluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sleipur í viðskiptum

Starfsmenn bankanna hafa margvíslegan og fjölbreyttan bakgrunn. Bókvit dugar skammt þegar komið er út á vinnumarkaðinn og því verða menn að öðlast verkvitið sem allra fyrst. Liðsmenn greiningardeildar Landsbankans eiga margir glæstan starfsferil að baki þegar þeir ráða sig til vinnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað er Long tail?

Long tail lýsir breytingu sem er að verða á samfélaginu okkar sem netið kom af stað. Með netinu er markaðurinn að færast frá því að einblína á fáar, vinsælar vörur, sem höfða til flestra, yfir á lítt þekktar sem höfða til fárra. Þekkt er sú regla að 20 prósent vara skili 80 prósent tekna.

Skoðun
Fréttamynd

Góðir viðskiptahættir Milestone

Nefnd á vegum Sænsku kauphallar­innar hefur úrskurðað að Racon Holdings, sænskt dótturfélag Mile­stone, hafi að öllu leyti fylgt yfirtökureglum og góðum viðskiptaháttum við yfirtöku á sænska tryggingarfélaginu Invik. Nokkrir stórir fjárfestingar- og lífeyris­sjóðir í Svíþjóð voru ekki á eitt sáttir við það verð sem Mile­stone bauð og sendu því erindi til nefndarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sex milljarðar

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, ber ekki skarðan hlut frá borði við sölu á hlut sínum í Actavis til Novators. Verðmæti hlutar Róberts var 12,3 milljarðar og við lauslegan útreikning á kaupum hans á bréfum í félaginu frá upphafi má áætla að hreinn hagnaður hans, að undanskildum fjármagnskostnaði, sé rétt rúmir sex milljarðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frábæri frændinn ég

Kæri frændi Mig langar bara til að þakka þér fyrir hvað þú hefur verið hugulsamur við okkur að láta fjölskylduna fylgjast með tækifærum sem opnast á markaðnum. Við erum öll alsæl með færeyska bankann sem þú lést okkur kaupa. Við vorum svolítið hikandi að fara með yfirdráttinn svona hátt til að kaupa þessi bréf, en þú getur ímyndað þér hvað við erum ánægð þegar upp er staðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ónýtt gróðatækifæri

Vikuritið Vísbending hefur venjulega að geyma ýmislegt forvitnilegt og ígrundað. Í nýjasta heftinu fjallar bróðir ritstjórans, hagfræðingurinn Sigurður Jóhannesson um skýrslu um launamun karla og kvenna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auglýsingar drepa áhuga

Vísbending er laus við auglýsingar, en það sama verður ekki sagt um systurina Frjálsa Verslun. Margt hefur verið ljómandi vel gert í því blaði, en í aftari hluta blaðsins hafa auglýsingasalarnir tekið öll völd. Í ágætu blaði um konur í viðskiptalífinu er margt forvitnilegt að finna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Finnur verður framkvæmdastjóri

Finnur Oddsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms við Háskólann í Reykjavík, sest í framkvæmdastjórastól Viðskiptaráðs Íslands í haust. Hann tekur við af Höllu Tómasdóttur. Finnur verður þó áfram viðloðandi HR enda er Viðskiptaráð Íslands stærsti eigandi skólans. Mun hann meðal annars halda áfram kennslu og rannsóknarstörfum við skólann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Barist við gúrkuna

Gúrkan er alls ráðandi í fjölmiðlunum þessa dagana og fréttamenn berjast við að kreista fram fréttir; svona eins og fréttin um það að fjöldi fæðinga það sem af er ári væri svipaður og meðaltal undanfarinna ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Litli hluthafinn

Einn fremur varfærinn vildarvinur Markaðarins bættist í hóp minnstu hluthafa í Føroya banka í almennu hlutafjárútboði á dögunum. Vinurinn, sem kom inn í hluthafahópinn á genginu 189 danskar krónur á hlut lagði út rúmar 10.000 krónur í útboðinu fyrir fimm hluti í þeim færeyska.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Væntur gróði

Þegar netbólan reis sem hæst í kringum síðustu aldamót reiknuðu margir með því að gengi hlutabréfa myndi halda áfram að hækka og reiknuðu þeir út væntan hagnað af hlutabréfakaupum með því að margfalda hækkun á einum viðskiptadegi langt fram í tímann. Þeir draumar rættust ekki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reykjavík dýrari en Köben

Eftir því sem fyrirtæki verða alþjóðlegri því algengara verður það að skrásetja félög í fleiri en einni kauphöll. Kaupþing er skráð á tveimur stöðum og Föroya Banki, sem fór á markað í vikunni, er annað dæmi um fyrirtæki sem er skráð í tvær kauphallir, annars vegar í Kauphöll Íslands og hins vegar í Kaupmannahöfn. Mikil viðskipti voru með bréf félagsins á fyrsta degi og hækkaði gengið um 29 prósent á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samfélagsleg ábyrgð eða hvað?

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, gagnrýnir á heimasíðu sambandsins nýjan samning Landsbankans og Alþjóðahúss. Samningurinn hljóðar upp á tíu milljónir og er sá stærsti sem Alþjóðahúsið hefur gert við einkaaðila.

Viðskipti innlent