Vísindi

Fréttamynd

Atlantis lent í Kaliforníu

Geimferjan Atlantis er nú lent heilu á höldnu á Edwards Air Force Base í Kaleforníu. Hún lenti klukkan 15:49 að staðartíma. Hætt var við lendingu í Flórída í dag vegna slæmra veðurskilyrða. Geimferjan hefur verið á ferð um sporbaug jarðar síðan áttunda júní og var með nægar eldsneytisbirgðar fram á sunnudag.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að lenda Atlantis

Geimferðastofnun Bandaríkjanna ætlar að reyna til þrautar að lenda geimferjunni Atlantis í dag, þrátt fyrir slæma veðurspá. Ferjan hefur verið í tvær vikur á sporbaug um jörðu en ferð hennar tafðist vegna bilana um borð í alþjóðlegu geimstöðinni.

Erlent
Fréttamynd

Eldsneyti úr ávöxtum

Bandarískir vísindamenn halda því fram að hægt sé vinna umhverfisvænt eldsneyti úr ávöxtum, nánar tiltekið úr ávaktasykri. Slíkt eldsneyti á að innihalda mun meiri orku en Etanól sem notað er í bensín.

Erlent
Fréttamynd

Heimkomu Atlantis seinkað vegna veðurs

Geimskutlan Atlantis er búin undir heimkomu en bíður þess að óveðri linni við lendingastað sinn, Kennedy geimstöðina í Flórída. Þykkir skýjabakkar hafa hrannast upp og mikið rignir. Það þykja ekki æskilegar aðstæður fyrir lendingu af þessu tagi. Stefnt er að því að lenda flauginni á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Atlantis á leið heim

Geimskutlan Atlantis er á heimleið eftir viðburðaríka tíu daga dvöl við Alþjóðageimstöðina. Tilgangur ferðarinnar var að halda áfram uppbyggingu á Alþjóðageimstöðinni. Meðal helstu verkefna var að koma nýjum sólarrafhlöðum í gagnið. Stefnt er að því að stöðin, sem er í 350 kílómetra fjarlægð frá Jörðu, verði tilbúin fyrir árslok 2010.

Erlent
Fréttamynd

Rannsóknum á óþekktum taugasjúkdómi miðar áfram

Ungum Ný-Sjálenskum vísindamanni hefur tekist að rækta erfðabreytta kind sem er ónæm fyrir Huntingtonssjúkdómnum. Í útskriftarverkefni sínu komast hin 25 ára gamla Jessie Jacobsen að því hvernig hægt er að flytja erfðaefni sem veldur sjúkdómnum yfir í kind.

Erlent
Fréttamynd

Esa reynir þolgæði manna

Evrópska geimferðastofnunin Esa undirbýr tilraun þar sem reynt verður á þolgæði fólks gagnvart hvort öðru. Vonast er til að niðurstöður tilraunarinnar komi að gagni þegar og ef lagt verður í mannaða ferð til Mars, en geimfara slíkrar ferðar bíður löng, tilbreytingarlaus og náin samvera.

Erlent
Fréttamynd

Útblástur eykst stöðugt frá Kína

Þó svo að stjórn Kína hafi nýlega heitið því að taka virkan þátt í baráttunni gegn lofslagsbreytingum eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda frá landinu stöðugt.

Erlent
Fréttamynd

Hauskúpa fornpöndu fundin

Fyrsta hauskúpan af forfeðrum risapöndunnar fannst á dögunum í kalksteinshelli í Suður-Kína. Bandarísku og kínversku vísindamennirnir sem fundu kúpuna telja hana vera um tveggja milljón ára gamla.

Erlent
Fréttamynd

Atlantis yfirgefur geimstöðina

Bein útsendingu var frá brottför Atlantis af Alþjóðlegu geimstöðinni á Vísi.is í dag. Flugstjóri á Atlantis er Rick Sturckow. Áhöfnin fékk nýlega nýjan meðlim, Clayton Anderson, sem er flugvirki og leysir af Suni Williams.

Erlent
Fréttamynd

Mikil fjölgun í hópi Síberíutígrisdýra

Vel gengur að reisa við stofn Síberíutígrisdýra sem eru í mikilli útrýmingarhættu. Á ræktunarstöð kattardýra í Kína hefur tegundinni borist góður liðsauki með fæðingu 84 kettlinga frá því í mars á þessu ári. Í tilkynningu frá ræktunarstöðinni segir að kettlingunum heilsist vel og að von sé á að 13 læður fæði til viðbótar á næstu fjórum mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Ný alpagöng opnuð

Lengstu landlægu lestargöng í heimi voru vígð á föstudaginn. Göngin eru 34 kílómetra löng og tengja Þýskaland og Ítalíu í gegnum Alpafjöllin.

Erlent
Fréttamynd

Fuglar að deyja út í Bandaríkjunum

Umtalsverð rýrnun hefur orðið á stofnum algengustu fugla í Bandaríkjunum á síðustu áratugum. Fuglafræðingar við Audubon stofnuninni benda á þetta í nýútkominni skýrslu sinni og lýsa yfir áhyggjum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt kílógramm í smíðum

Vísindamenn í Ástralíu vinna nú hörðum höndum að því að móta nýjan alþjóðlegan staðal kílógramms. Mun hann leysa af hólmi platínustöng frá árinu 1889 sem varðveitt er í Frakklandi. Eins og títt er meðal málma tærist stöngin með tímanum og hefur því lést nokkuð.

Erlent
Fréttamynd

Allt að 500 prósent fjölgun hitabylgja

Ef losun gróðurhúsalofttegunda fer fram sem horfir mun mannskæðum hitabylgjum, líkum þeim sem skullu á Miðjarðarhafslönd árið 2003, fjölga um 200 til 500 prósent á þessari öld. Mest mun hitna í Frakklandi.

Erlent
Fréttamynd

Amason toppar Níl

Brasilískir vísindamenn réðust á dögunum í nákvæmar mælingar á Amason fljótinu sem sýna að það er lengsta fljót í heimi. Níl hefur hingað til borið þann titil. Amason hefur hinsvegar verið alltaf verið talið vatnsmesta fljót í heimi.

Erlent
Fréttamynd

Áfengi skolar iktsýki burt

Enn ein rannsóknin sem bendir til að hófleg áfengisneysla sé heilsusamleg hefur litið dagsins ljós. Nú voru það sænskir vísindamenn við Karolinska Institute í Stokkhólmi sem komust að þeirri niðurstöðu að þrjú vínglös eða litlir bjórar á viku minnka líkurnar á iktsýki um helming.

Erlent
Fréttamynd

Tíföldum hljóðhraða náð

Nýr flugvélamótor var prófaður í Ástralíu á dögunum og var honum komið á 11 þúsund km/klst. Það er tífaldur hraði hljóðsins. Mótorinn er brennslumótor sem ætlaður er orrustuflugvélum.

Erlent
Fréttamynd

Tímamót í rannsóknum

Fyrsti stóri rannsóknaleiðangurinn á hafsbotninum suðvestur af Íslandi hófst í dag. Rannsóknin hefur mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu.

Innlent
Fréttamynd

Spjallína fyrir höfrunga

Starfsmenn á endurhæfingarstöð fyrir sjávarspendýr í Flórída vinna nú hörðum höndum að því kenna höfrungakálfi að beita rödd sinni eðlilega. Þeir hafa ekki trú á að hann læri það af móður sinni þar sem hún er heyrnarlaus. Hún myndar því einungis eintóna hljóð, rétt eins og heyrnalaust fólk.

Erlent
Fréttamynd

Róm endurreist

Róm til forna hefur fengið endurnýjun lífdaga með tölvutækni. Í nýútkomnu tölvuforriti er að finna nákvæma, stafræna endurgerð borgarinnar eins og hún leit út árið 320.

Erlent
Fréttamynd

Viðgerð hafin á Alþjóðageimstöðinni

Geimskutlan Atlantis er komin á leiðarenda sinn, Alþjóðageimstöðina. Ætlunarverk áhafnarinnar er að halda áfram viðgerðum á stöðinni og hófust þær í dag. Fyrsta verkefnið er að koma nýjum sólarrafhlöðuvængjum í gagnið.

Erlent
Fréttamynd

Lyf fundið sem gæti hægt á Parkinson´s

Vísindamenn við háskóla í Chicago hafa fundið lyf sem getur hægt á og jafnvel læknað Parkinson´s sjúkdóminn. Vísindamennirnir benda þó á að rannsóknir eru á byrjunarstigi og að alltof snemmt sé að fullyrða um hvort lyfið sé tilvalið fyrir meðferð á Parkinson´s.

Erlent
Fréttamynd

Berklar breiðast út meðal fíla

Í Chitwan þjóðgarðinum í Nepal hafa nokkrir Asíufílar greinst með berkla. Fulltrúar garðsins fullyrða að sjúkdómurinn hafi breiðst út í um 10 prósent fíla í landinu á undanförnum tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Styður kenningu Heyerdahls

Kjúklingar sem mannafæða bárust til Ameríku frá Pólýnesíu í Kyrrahafi, en ekki frá Evrópu. Þessi uppgötvun, sem byggist á fundi kjúklingabeina í fornleifauppgreftri í Chile, rennir stoðum undir kenningu norska ævintýramannsins Thors Heyerdahl um að siglingar hafi tíðkast yfir Kyrrahafið til forna.

Erlent
Fréttamynd

Vélmenni hjálpar vísindamönnum að skilja börn

Vélbarnið CB2 er nýjasta hönnun japanskra vísindanna. CB2 þykir líkari fyrirmyndinni en fyrri kynslóðar vélmenn. Hreyfingarnar eru mun mýkri en áður hefur sést hjá vélmönnum, húðin er úr sílikoni, hann sýnir svipbrigði, getur skriðið og tekið skref þótt óstöðugur sé.

Erlent
Fréttamynd

Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns.

Innlent