Vesturbyggð Grófu upp líkamsleifar til að skoða fimmtíu ára mál Líkamsleifar sem Lögreglan á Vestfjörðum gróf upp fyrir helgi eru af manni sem mun hafa farist í bílslysi á Óshlíðarvegi árið 1973. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson fannst látinn við bíl sem átti að hafa oltið niður af veginum en verið er að rannsaka hvort Kristinn hafi mögulega dáið með öðrum hætti. Innlent 30.5.2022 23:13 Grófu upp líkamsleifar þar sem banaslysið var ekki talið nægjanlega upplýst Líkamsleifar voru grafnar upp úr kirkjugarði á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Ráðist var í uppgröftinn eftir að lögreglunni á Vestfjörðum barst ábending um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Innlent 30.5.2022 12:57 Ný sýn hélt meirihluta sínum í Vesturbyggð N-listi Nýrrar sýnar hélt meirihluta sínum í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru á laugardag. Listinn fékk fjóra menn kjörna líkt og í kosningunum 2018, og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra þrjá kjörna. Innlent 16.5.2022 12:53 Ætla að byggja hátæknifiskvinnsluhús fyrir eldisfisk á Patreksfirði Arnarlax og Vesturbyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu hátæknivinnsluhúss fyrir eldisfisk í Vesturbyggð. Áætlað er að um 100 störf skapist með nýju fiskvinnslunni og gert ráð fyrir að hægt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfiski í húsinu. Viðskipti innlent 13.5.2022 18:23 Fjórtán ára meðhjálpari frá Patreksfirði Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins. Hann býr á Patreksfirði og þjónaði í gær, sem meðhjálpari í fyrsta sinn við guðsþjónustu í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá sr. Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Innlent 16.4.2022 12:09 Vilja forgang á framkvæmdir svo hægt sé að losna við Baldur fyrir fullt og allt Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur telja að ástand ferjunnar Baldurs, sem sveitarfélögin nefna að sé ömurlegt, sýni nauðsyn þess að Herjólfur III leysi ferjuna af án tafar. Innlent 13.4.2022 12:58 Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. Innlent 9.3.2022 23:15 Rýma heimili á Tálknafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Fólk í nokkrum húsum í Tálknafirði og á Patreksfirði var fyrir hádegi beðið um að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu en hættustig er í gildi. Innlent 25.2.2022 11:39 Rýma hús á Patreksfirði og lýsa yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og hafa því átta íbúðarhús verið rýmd á svæðinu. Óvissustig er nú í gildi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Innlent 21.2.2022 19:40 Fiskeldisiðnaðurinn hafi vafið sig inn í stjórnmálin með lævíslegum hætti Hátt í tvö þúsund tonn af laxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er ári. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir reglur um leyfileg afföll á Íslandi galnar og telur hagsmuni stjórnmálamanna þar spila inn í. Innlent 14.2.2022 12:47 Þurfti að grafa sig að húsinu þegar snjóflóðahættan var liðin hjá Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði var aflétt í morgun. Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Patreksfirði, var ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt ásamt fjölskyldu í skyndi í gærmorgun eftir að snjóflóð féllu á varnargarða aðfaranótt þriðjudags. Innlent 9.2.2022 14:24 Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. Innlent 8.2.2022 19:10 Nokkur útköll vegna veðurs á norðvestanverðu landinu Björgunarsveitir hafa frá því í gærkvöldi sinnt útköllum vegna óveðurs á Bíldudal, Siglufirði, Suðureyri, Þingeyri og í Grundarfirði. Á Bíldudal losnaði flotbryggja skömmu fyrir miðnætti og þá fauk einnig svalahurð upp á Siglufirði. Innlent 22.1.2022 12:26 Vestfirðir við árslok 2021 Vestfirðir eru í sókn. Færin eru fjölmörg og ef horft er til ársins 2021 má segja að nokkrum góðum áföngum hafi verið náð á árinu. Rétt er við áramót að staldra við og líta til baka og reyna að meta hvað beri hæst á árinu varðandi þróun samfélaga og atvinnulífs á Vestfjörðum. Skoðun 29.12.2021 11:01 Viðræður við Færeyinga um að samnýta gamla Herjólf Gamli Herjólfur gæti fengið framhaldslíf í Færeyjum en samt þjónað áfram sem varaferja fyrir Vestmannaeyjar, samkvæmt viðræðum sem eiga sér stað við Færeyinga um samnýtingu skipsins. Innlent 15.12.2021 20:40 Virðist sem fimm daga sóttkví sé ekki nóg Ákveðið var í dag að skólahald í Patreksskóla á Patreksfirði verði fellt niður þar til eftir jólafrí. Þetta er gert vegna kórónuveirusmita sem halda áfram að greinast innan skólans, þó að þau séu ekki mörg. Innlent 12.12.2021 15:19 Enn fleiri smit á sunnanverðum Vestfjörðum Fleiri hafa greinst með kórónuveiruna á sunnanverðum Vestfjörðum á undanförnum dögum, en nú eru 22 einstaklingar með staðfest smit. Flest smitin eru á Patreksfirði og heimsóknarbann er á legudeild heilbrigðisstofnunarinnar í bænum. Fréttir 24.11.2021 22:38 Hópsmit á sunnanverðum Vestfjörðum Þrettán eru smitaðir af Covid-19 á sunnanverðum Vestfjörðum, flestir á Patreksfirði. Innlent 24.11.2021 07:34 Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. Innlent 16.11.2021 22:22 Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. Innlent 15.11.2021 11:32 Fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni Ökumaður fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni við Patreksfjörð á ellefta tímanum í morgun. Vegfarandi kom að bifreiðinni sem hafði oltið út af Örlygshafnarvegi. Ökumaðurinn var einsamall í bílnum. Innlent 14.11.2021 17:45 Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð. Innlent 4.11.2021 17:45 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. Innlent 28.10.2021 22:46 Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. Innlent 28.10.2021 13:18 Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Viðskipti innlent 28.10.2021 08:21 Ráðast í hönnun og útboð á hafnarmannvirkjum vegna Baldurs Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði. Innlent 7.10.2021 14:41 Vilja gamla götumynd á Bíldudal og endurreisa Kaupmannshúsið Áform eru uppi á Bíldudal um að endurbyggja eitt veglegasta hús nítjándu aldar, Kaupmannshús Péturs J. Thorsteinssonar útgerðarmanns, þar sem sonur hans, listamaðurinn Muggur fæddist. Tvö önnur hús yrðu endurreist og þannig búin til gömul götumynd. Innlent 23.9.2021 23:15 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. Innlent 20.9.2021 22:11 Skyndiákvörðun poppara um að bruna í bæinn varð hröktum ferðalöngum mögulega til lífs Tveimur rúmenskum karlmönnum var bjargað eftir miklar hrakningar í vonskuveðri eftir að bifreið þeirra varð alelda á miðri Kleifaheiði í gærkvöldi. Ökumaður sem ákvað að drífa sig suður um kvöldið segir það mildi að hann hafi fundið þá hjálparlausa á heiðinni. Innlent 5.9.2021 19:30 Vöknuðu af værum svefni í Hlíðunum við sjúkraflug Íbúar í Hlíðunum vöknuðu af værum svefni við þyrluflug yfir hverfið í nótt. Þarna var þyrla Landhelgisgæslunnar á ferð. Þyrlunni TF-GNA var flogið af stað á öðrum tímanum í nótt til að sækja veikan aðila á Barðaströnd. Innlent 5.9.2021 12:27 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 11 ›
Grófu upp líkamsleifar til að skoða fimmtíu ára mál Líkamsleifar sem Lögreglan á Vestfjörðum gróf upp fyrir helgi eru af manni sem mun hafa farist í bílslysi á Óshlíðarvegi árið 1973. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson fannst látinn við bíl sem átti að hafa oltið niður af veginum en verið er að rannsaka hvort Kristinn hafi mögulega dáið með öðrum hætti. Innlent 30.5.2022 23:13
Grófu upp líkamsleifar þar sem banaslysið var ekki talið nægjanlega upplýst Líkamsleifar voru grafnar upp úr kirkjugarði á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Ráðist var í uppgröftinn eftir að lögreglunni á Vestfjörðum barst ábending um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Innlent 30.5.2022 12:57
Ný sýn hélt meirihluta sínum í Vesturbyggð N-listi Nýrrar sýnar hélt meirihluta sínum í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru á laugardag. Listinn fékk fjóra menn kjörna líkt og í kosningunum 2018, og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra þrjá kjörna. Innlent 16.5.2022 12:53
Ætla að byggja hátæknifiskvinnsluhús fyrir eldisfisk á Patreksfirði Arnarlax og Vesturbyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu hátæknivinnsluhúss fyrir eldisfisk í Vesturbyggð. Áætlað er að um 100 störf skapist með nýju fiskvinnslunni og gert ráð fyrir að hægt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfiski í húsinu. Viðskipti innlent 13.5.2022 18:23
Fjórtán ára meðhjálpari frá Patreksfirði Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins. Hann býr á Patreksfirði og þjónaði í gær, sem meðhjálpari í fyrsta sinn við guðsþjónustu í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá sr. Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Innlent 16.4.2022 12:09
Vilja forgang á framkvæmdir svo hægt sé að losna við Baldur fyrir fullt og allt Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur telja að ástand ferjunnar Baldurs, sem sveitarfélögin nefna að sé ömurlegt, sýni nauðsyn þess að Herjólfur III leysi ferjuna af án tafar. Innlent 13.4.2022 12:58
Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. Innlent 9.3.2022 23:15
Rýma heimili á Tálknafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Fólk í nokkrum húsum í Tálknafirði og á Patreksfirði var fyrir hádegi beðið um að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu en hættustig er í gildi. Innlent 25.2.2022 11:39
Rýma hús á Patreksfirði og lýsa yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og hafa því átta íbúðarhús verið rýmd á svæðinu. Óvissustig er nú í gildi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Innlent 21.2.2022 19:40
Fiskeldisiðnaðurinn hafi vafið sig inn í stjórnmálin með lævíslegum hætti Hátt í tvö þúsund tonn af laxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er ári. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir reglur um leyfileg afföll á Íslandi galnar og telur hagsmuni stjórnmálamanna þar spila inn í. Innlent 14.2.2022 12:47
Þurfti að grafa sig að húsinu þegar snjóflóðahættan var liðin hjá Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði var aflétt í morgun. Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Patreksfirði, var ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt ásamt fjölskyldu í skyndi í gærmorgun eftir að snjóflóð féllu á varnargarða aðfaranótt þriðjudags. Innlent 9.2.2022 14:24
Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. Innlent 8.2.2022 19:10
Nokkur útköll vegna veðurs á norðvestanverðu landinu Björgunarsveitir hafa frá því í gærkvöldi sinnt útköllum vegna óveðurs á Bíldudal, Siglufirði, Suðureyri, Þingeyri og í Grundarfirði. Á Bíldudal losnaði flotbryggja skömmu fyrir miðnætti og þá fauk einnig svalahurð upp á Siglufirði. Innlent 22.1.2022 12:26
Vestfirðir við árslok 2021 Vestfirðir eru í sókn. Færin eru fjölmörg og ef horft er til ársins 2021 má segja að nokkrum góðum áföngum hafi verið náð á árinu. Rétt er við áramót að staldra við og líta til baka og reyna að meta hvað beri hæst á árinu varðandi þróun samfélaga og atvinnulífs á Vestfjörðum. Skoðun 29.12.2021 11:01
Viðræður við Færeyinga um að samnýta gamla Herjólf Gamli Herjólfur gæti fengið framhaldslíf í Færeyjum en samt þjónað áfram sem varaferja fyrir Vestmannaeyjar, samkvæmt viðræðum sem eiga sér stað við Færeyinga um samnýtingu skipsins. Innlent 15.12.2021 20:40
Virðist sem fimm daga sóttkví sé ekki nóg Ákveðið var í dag að skólahald í Patreksskóla á Patreksfirði verði fellt niður þar til eftir jólafrí. Þetta er gert vegna kórónuveirusmita sem halda áfram að greinast innan skólans, þó að þau séu ekki mörg. Innlent 12.12.2021 15:19
Enn fleiri smit á sunnanverðum Vestfjörðum Fleiri hafa greinst með kórónuveiruna á sunnanverðum Vestfjörðum á undanförnum dögum, en nú eru 22 einstaklingar með staðfest smit. Flest smitin eru á Patreksfirði og heimsóknarbann er á legudeild heilbrigðisstofnunarinnar í bænum. Fréttir 24.11.2021 22:38
Hópsmit á sunnanverðum Vestfjörðum Þrettán eru smitaðir af Covid-19 á sunnanverðum Vestfjörðum, flestir á Patreksfirði. Innlent 24.11.2021 07:34
Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. Innlent 16.11.2021 22:22
Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. Innlent 15.11.2021 11:32
Fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni Ökumaður fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni við Patreksfjörð á ellefta tímanum í morgun. Vegfarandi kom að bifreiðinni sem hafði oltið út af Örlygshafnarvegi. Ökumaðurinn var einsamall í bílnum. Innlent 14.11.2021 17:45
Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð. Innlent 4.11.2021 17:45
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. Innlent 28.10.2021 22:46
Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. Innlent 28.10.2021 13:18
Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Viðskipti innlent 28.10.2021 08:21
Ráðast í hönnun og útboð á hafnarmannvirkjum vegna Baldurs Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði. Innlent 7.10.2021 14:41
Vilja gamla götumynd á Bíldudal og endurreisa Kaupmannshúsið Áform eru uppi á Bíldudal um að endurbyggja eitt veglegasta hús nítjándu aldar, Kaupmannshús Péturs J. Thorsteinssonar útgerðarmanns, þar sem sonur hans, listamaðurinn Muggur fæddist. Tvö önnur hús yrðu endurreist og þannig búin til gömul götumynd. Innlent 23.9.2021 23:15
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. Innlent 20.9.2021 22:11
Skyndiákvörðun poppara um að bruna í bæinn varð hröktum ferðalöngum mögulega til lífs Tveimur rúmenskum karlmönnum var bjargað eftir miklar hrakningar í vonskuveðri eftir að bifreið þeirra varð alelda á miðri Kleifaheiði í gærkvöldi. Ökumaður sem ákvað að drífa sig suður um kvöldið segir það mildi að hann hafi fundið þá hjálparlausa á heiðinni. Innlent 5.9.2021 19:30
Vöknuðu af værum svefni í Hlíðunum við sjúkraflug Íbúar í Hlíðunum vöknuðu af værum svefni við þyrluflug yfir hverfið í nótt. Þarna var þyrla Landhelgisgæslunnar á ferð. Þyrlunni TF-GNA var flogið af stað á öðrum tímanum í nótt til að sækja veikan aðila á Barðaströnd. Innlent 5.9.2021 12:27