
Pistlar

Þjófar og þjófsnautar
Hér er skrifað um niðurstöðu Héraðsdóms í lögbannsmáli Jónínu Benediktsdóttur og því spáð að Hæstiréttur hljóti að komast að annarri niðurstöðu, fjallað um þá sem krefjast afsagnar félagsmálaráðherra og loks er tekið undir málflutning femínista um fegurðarsamkeppnir...

Endurkoma Jóns Baldvins
Ég held að viðtökurnar við viðtalinu stafi af því að fólk vantar innblástur, það þráir að meginstef stjórnmálanna séu sett fram á skýran og skiilmerkilegan hátt, ólíkt pexinu sem alltof mjög hefur einkennt stjórnmálaumræðuna hér...

Er miðjan endilega moð?
Stjórnmálaflokkarnir eru ekki ósammála um nein meginatriði, ekkert sem snertir grunngerð samfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn sækir inn á miðjuna, Samfylkingin segist ætla að verja miðjuna, en Framsókn telur sig vera hinn eiginlega miðjuflokk...

Frá Piccadilly og Póllandi
Hér er fjallað um fjöldagöngu herskárra múslima á Piccadilly á laugardaginn en þeir hrópuðu slagorð gegn kapítalisma og veraldarhyggju, sagt nánar frá ferðalagi til Póllands og rifjaðar upp minningar þaðan frá árunum þegar kommúnisminn ríkti enn...

Jón Baldvin í Silfrinu
Jón Baldvin Hannibalsson verður sérlegur gestur í Silfri Egils á sunnudag, en einnig koma í þáttinn Jónas Kristjánsson og Hjörleifur Guttormsson til að fjalla um bókina Collapse eftir Jared Diamond...

Í Kraká
Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni - þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum.

Dýrlingurinn í bænum
Hér er fjallað um samkomu þar sem nýríkir Íslendingar fríkuðu út, heimsókn gamla Dýrlingsins til Reykjavíkur, gestagang á Íslandi á fyrstu árum sjónvarpsins, hið vandræðalega orð "háskóla" sem gjaldfellir Háskóla Íslands og loks er stuttlega minnst á einn dapurlegasta stað í bænum...

Er ekkert að gera á Alþingi?
Hér er fjallað um Alþingi Íslendinga sem fer brátt í frí eftir að hafa setið stutt og gert lítið, fréttahallæri sem ríkir í landinu á sama tíma og fréttaflutningur eykst, merka bók um Miðausturlönd og spurt hvort ekki sé kominn tími á jólasveina í Silfrið...

Var George Best tragískur?
Hér er fjallað um fótboltamanninn Best sem sólundaði hæfileikum sínum í drykkju, fjárhættuspil og kvennafar, en einnig eru nefndar nokkrar hápólitískar bíómyndir sem hafa vakið athygli úti í heimi en berast ekki hingað...

Leyniþjónusta Styrmis
Ég veit margt merkilegt sem aðrir vita ekki, en ég kýs að láta það ekki uppi, Og þó, kannski segi ég frá því ef ég fæ nógu margar áskoranir. En samt ekki. Nema ef ég neyðist til þess. Þá gæti verið að ég leysti frá skjóðunni...

Vitlaust hugsað – á vitlausum stað
Málið er alls ekki fullrætt. Ég hef talað við lækna og heilbrigðisstarfsmenn og mér heyrast þeir allir með tölu vera á móti því að setja niður stóran spítala á Landspítalalóðinni. Þeim finnst það blátt áfram arfavitlaust...

Pólitískir deyfðardagar
Maður man ekki eftir annarri eins deyfð í pólitíkinni og ríkir nú um stundir. Það er ekkert að gerast í þinginu – maður veit varla hvort það er starfandi eða ekki. Í dag var þrasað um að menntamálaráðherra hefði brugðið sér til Senegal...

Þarf að hemja hina ofurríku?
Truflar það mann eitthvað þótt aðrir verði ríkir. Tony Blair hefur svarað þeirri spurningu neitandi. En Freedland segir já. Það sé hættulegt fyrir samfélagið þegar misskiptingin verður of áberandi...

Rödd aftan úr fásinninu
Er það til marks um fjölbreytni að hafa hundrað sjónvarpsstöðvar, flestar með nokkurn veginn því sama? Ég er ekki viss um það. Og var lífið virkilega svona fábreytt þegar við Hafliði Helgason vorum ungir?

Vín, tóbak og hræsni
Reykingamenn og ofætur uppskera fyrirlitningu, meðan áfengisnotendur eru eins og fínir menn, drekka eðalvín af sérlistum, geta valið úr ótal tegundum af bjór og gosi með áfengi út í...

Tvennir tímar
Kirkjubrúðkaup samkynhneigðra eru væntanlega á næsta leiti. Þetta er að bögglast fyrir kirkjunni; þeir sem eru með eru háværir – þeir sem eru á móti fara í felur með skoðanir sínar. Biskupinn vill greinilega vera óákveðinn eins lengi og hann getur...

Sigurbogi Sturlu?
Það er vegna stækkunar LSH sem menn hafa lagt Hringbrautina þar sem hún er. En það er samt engin afsökun fyrir því að hún þurfi að vera svona stór og ljót. Og eru hinar miklu spítalabyggingar ekki betur komnar annars staðar?

Dýr fínimennska
Hér er fjallað um sívaxandi kostnað við utanríkisþjónustuna, sendiráð og forsetaembættið, en einnig er rætt um hvernig stórmarkaðir beita aflsmunar til að kúga framleiðendur og bíta af sér samkeppni...

Íslamsvæðing og blóðlitaðar ár
Það er dregin upp mynd af miklum fjölda múslima sem séu ekkert sérlega áhugasamir um að aðlagast. Þetta sé spurning um vitlausa stefnu, uppgang trúarsetninga og demógrafíu...

Viðtalið sem ekki var sýnt
Áhugamenn um samsæriskenningar skemmta sér sjálfsagt vel; sjá fyrir sér Davíð Oddsson með skærin á lofti uppi í Efstaleiti. Eða var það Jón Ólafsson sjálfur sem fékk bakþanka og stoppaði viðtalið...

Refilstigur og ribbaldakapítalismi
Mogginn er alltaf að vonast eftir "þáttaskilum". Tveir afskaplega mætir menn, Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri, og Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður skrifa grein í blaðið í gær og velta því fyrir sér hvort viðskiptalífið á Íslandi sé á refilstigum...

Sinnaskipti
Í Biblíunni er sagt frá Sál sem tók sinnaskiptum á veginum til Damaskus, Hann sá ljós á himni, heyrði rödd og skipti alveg um skoðun. Raunar fylgir sögunni að þetta hafi tekið svo á að hann var sjónlaus í nokkra daga...

Heilbrigðiskerfið, einkarekstur og harðlínusósíalismi
Hér er fjallað um fréttaflutning DV af Ástu Möller, varaformanni heilbrigðisnefndar þingsins sem er sögð mala gull á neyð sjúklinga, hugsanlegt framboð Dags Eggertssonar og nokkuð gagnýnisverða ræðu um hagstjórn...

Um kosti og ókosti læsis
Hér fjallað um hvernig læsi kemur róti á hugi fólks, um taugatitring innan Samfylkingarinnar vegna auglýsinga frá Stefáni Jóni og um gamalt ríkt fólk sem lifir hátt á öldrunarstofnunum en tekur ríkidæmið þó varla með sér yfir móðuna miklu...

Skríll og ekki skríll
Það er mikið deilt um notkun Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands á orðinu <i>racaille</i>. Þetta litla orð á að hafa hleypt öllu í bál og brand í Frakklandi. Annað orð svipaðrar merkingar er <i>canaille</i>

Virkið Ísrael
Hér er fjallað um Ísrael sem síðasta vígi síðnýlendustefnunnar, kynþáttahyggjuna sem gegnsýrir samfélagið, ójafna fólksfjölgun sem Ísraelsmenn telja ógn við sig og ríkið sem lokar sig nú bak við háan múr í stað drauma um Stór-Ísrael...

Makleg málagjöld ritstjóra
Hér er fjallað um Rebekah Wade, ritstjóra sorpblaðsins The Sun, sem lenti sjálf í slúðurmyllunni, blaðamenn sem eiga ekki vini, afsökunaráráttu, óeirðirnar í Frakklandi, Edduna og móðgaða sjónvarpsmenn...

Úrslit prófkjörsins
Gísli Marteinn situr í þriðja sæti, en í öðru sætinu er Hanna Birna Kristjánsdóttir sem er annar sigurvegari prófkjörsins. Úrslitin má hæglega lesa sem svo að hún sé arftakinn í borginni, númer tvö, á eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni...

Það vantar fleiri gosbrunna
Þessar hugmyndir fjalla allar um Reykjavík og mótast af því að ég er upprunninn í vesturhluta borgarinnar. Sumt af þessu er draumórakennt, annað raunhæft, en ég held að furðu margt verði einhvern tíma að veruleika...

Flensupistill
Nú lifum við í stanslausum fréttaflutningi af fuglaflensu; það er vetur sem kemur snemma og er óvenju kaldur; manni er sagt að flensan geti komið fljótlega, eftir nokkur ár, kannski alls ekki. Þetta á að vera mesta heilsufarsógn sem steðjar að mannkyninu...