Viðskipti Atvinnuleysi í Danmörku í sögulegu lágmarki Atvinnuleysi í Danmörku mældist 4,8 prósent í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum dönsku hagstofunnar hefur atvinnuleysi aldrei verið minna í landinu í 30 ár.Þetta merkir að 133.500 hafi verið án atvinnu. Viðskipti erlent 27.4.2006 09:55 Landsbankinn selur hlut sinn í Carnegie fjárfestingarbankanum Landsbankinn ætlar að selja allan eignarhlut sinn í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie. Landsbankinn á nú tæplega tuttugu prósent í bankanum og er stærsti hluthafinn í Carnegie. Markaðsvirði hlutarins miðað við lokagengi dagsins er tuttugu og þrír milljarðar króna. Innlent 26.4.2006 17:33 Hagnaður Nýherja 54 milljónir króna Hagnaður Nýherja hf. nam 54 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi eða 0,27 krónur á hlut. Þetta er 28 milljónum meira en á sama tímabili á síðasta ári. Þá jukust tekjur fyrirtækisins um 34 prósent á milli ára en þær námu 1,9 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 158 milljónum króna á tímabilinu. Viðskipti innlent 26.4.2006 17:00 Sala Roche jókst um 22 prósent Svissneski lyfjaframleiðandinn Roche greindi frá því í dag að sala fyrirtækisins hefði aukist um 22 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Sala á flensulyfinu Tamiflu hefur stóraukist en það er af mörgum talið geta komið í veg fyrir að fólk smitist af fuglaflensu. Viðskipti erlent 26.4.2006 14:22 Hagnaður Boeing jókst um 29 prósent Hagnaður flugvélaframleiðandans Boeing jukust um 29 prósent á fyrsta ársfjórðungi og tekjur jukust um 48 prósent. Helsta ástæða aukningarinnar er meiri sala á flugvélum en fyrirtækið seldi 28 fleiri flugvélar á fjórðungnum en á sama tíma á síðasta ári. Viðskipti erlent 26.4.2006 13:45 Frumvarpið gæti tekið breytingum í nefnd Frumvarp til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti gæti átt eftir að taka breytingum á þingi. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir ákvæði í frumvarpinu íþyngjandi. Viðskipti innlent 25.4.2006 19:36 Útflutningur tekur við af skuldasöfnun Í nýrri þjóðhagsspá til ársins 2010 er hagkerfið sagt leita jafnvægis. Ófyrirséðar breytingar höfðu töluverð áhrif. Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. Viðskipti innlent 25.4.2006 19:36 Hagnaður Tesco jókst um 17 prósent Breska verslunarkeðjan Tesco PLC skilaði 17 prósenta hagnaði á síðasta ári. Keðjan hefur í bígerð að hagræða í rekstri og spara þannig 5 milljarða punda á næstu 5 árum. Viðskipti erlent 25.4.2006 10:07 Viðsnúningur á markaði Greiningardeild KB banka segir mikla lækkun hafa átt sér stað á með mikilli gengisveikingu krónunnar og lækkunum á verði skulda- og hlutabréfa á mörkuðum að undanförnu. Í hálf fimm fréttum bankans segir að frá byrjun síðasta mánar hafi krónan veikst um tæp 19 prósent á sama tíma og Úrvalsvísitalan hafi lækkað um tæp 15 prósent. Viðsnúningur hafi hins vegar orðið á þróuninni á föstudag þegar krónan styrktist um 2,1 prósent í metviðskiptum, sem námu 63,2 milljörðum króna. Viðskipti innlent 24.4.2006 17:00 Hættir við kaup á Liverpool Norsku viðskiptajöfrarnir Øystein Stray Spetalen og Petter Stordalen eru sagðir hættir við að gera tilboð í ráðandi hlut í breska knattspyrnufélagið Liverpool. Að sögn norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv þótti þeim félagið ekki álitlegur kostur í bili. Viðskipti erlent 24.4.2006 14:43 Einkaneysla jókst í mars Svo virðist sem einkaneysla hafi aukist töluvert í síðasta mánuði að því er fram kemur í upplýsingum um greiðslukortaveltu á vef Seðlabankans, að mati greiningardeildar Glitnis. Deildin bendir á að á vefnum komi fram að heildarvelta kreditkorta hafi numið 18,8 milljörðum króna í mars, sem sé 16 prósenta aukning miðað við sama mánuð í fyrra. Viðskipti innlent 24.4.2006 13:23 Gengi hlutabréfa lækkaði í Japan Gengi hlutabréfabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 2,8 prósent og er það mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í janúar á þessu ári. 18. janúar sl. lækkaði vísitalan um 2,9 prósent. Viðskipti erlent 24.4.2006 10:05 Vísitala byggingarkostnaðar 329,4 stig Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan apríl, er 329,4 stig og hefur hún hækkað um 1,07 prósent frá síðasta mánuði. Vísitalan gildir fyrir maí. Að sögn Hagstofunnar hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Viðskipti innlent 24.4.2006 09:25 Vill fresta skattalækkunum og stóriðju Jón Sigurðsson seðlabankastjóri kallar á sameiginlegar aðgerðir bankans og stjórnvalda til að slá á þennslu í íslensku hagkerfi. Hann segist hiklaust vilja líta til upptöku Evru hér á landi - en að það kalli á inngöngu í Evrópusambandið. Innlent 23.4.2006 16:28 Vill konur í stjórn A. P. Møller-Mærsk Jess Søderberg, forstjóri dönsku fyrirtækjasamteypunnar A. P. Møller-Mærsk, er sagður hafa á takteinum að fjölga konum í stjórn fyrirtækisins. Danskir karlar hafa frá upphafi verið einráðir í stjórninni og hafa konur þar aldrei átt sæti. Viðskipti erlent 21.4.2006 15:07 Minni hagnaður hjá McDonald´s Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald´s dróst saman um 14 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er mesti samdráttur keðjunnar í fjögur ár. Hagnaðurinn nam 625,3 milljónum Bandaríkjadala eða 49 sentum á hlut. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn 727,9 milljónum eða 56 sentum á hlut. Viðskipti erlent 21.4.2006 14:52 Hlutabréf hækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa hækkaði á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar hækkunar á Dow Jones hlutabréfavísitölunni í gær, sem hefur ekki verið hærri í sex ár. Gengi bréfa í ítalska bifreiðaframleiðandanum Fiat hækkaði um 2 prósent í eftir að greint var frá góðri afkomu fyrirtækisins á árinu. Þá hækkaði gengi finnska farsímaframleiðandans Nokia um 1,5 prósent. Viðskipti erlent 21.4.2006 10:46 Olíuverð nálægt sögulegu hámarki Olíuverð fór í sögulegt hámark í helstu mörkuðum í dag þegar það fór yfir 73 dollara á tunnu. Sérfræðingar spá því að olíuverð haldi áfram að hækka á næstu vikum vegna minni olíubirgða í Bandaríkjunum og óvissu um aðgerðir gegn kjarnorkuáætlun Írana, en það er næststærsta olíuframleiðsluríkið innan OPEC. Þá hafa árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu dregið mikið úr olíuframleiðslu þar í landi. Viðskipti erlent 21.4.2006 10:21 Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun á lánum sem hann tók í tilboðum í gær. Lánin voru upp á einn og hálfan milljarð. Innlent 20.4.2006 12:20 Kaupmáttur launa fer minnkandi Launavísitala í mars 2006 er 285,4 stig og hækkaði um 0,3 prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Á sama tímabili jókst verðbólga um 1,1 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,6 prósent. Viðskipti innlent 19.4.2006 17:39 Botnlaus hlutabréfamarkaður Úrvalsvísitalan lækkar niður fyrir áramótagildið í mikilli lækkun annan daginn í röð. Neikvæð stemmning ríkir á hlutabréfamarkaði og fáir vilja taka þá áhættu að kaupa hlutabréf. Viðskipti innlent 19.4.2006 17:39 Vísitala neysluverðs hækkaði í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4 prósent í Bandaríkjunum í marsmánuði en það nemur 3,4 prósenta hækkun á ársgrundvelli. Þetta er meiri hækkun en fjármálasérfræðingar bjuggust við en helsta ástæðan er hækkun á eldsneyti og fatnaði. Þetta er engu að síður lækkun frá febrúarmánuði en þá nam hún 3,6 prósentum á ársgrundvelli. Viðskipti erlent 19.4.2006 15:15 Fimmta skrifstofan í Asíu Samskip hafa opnað skrifstofu í Seoul í Suður-Kóreu. Skrifstofan er sú fimmta í röðinni í Asíu, en fyrir eru skrifstofur í Pusan í Suður-Kóreu, Dalian og Qingdao í Kína og Ho Chi Minh í Víetnam. Skrifstofur Samskipa eru þá orðnar 56 í 22 löndum. Viðskipti innlent 19.4.2006 13:44 Enn lækkun í Kauphöllinni og á krónunni Hlutabréfaverð í Kauphöllinni hélt áfram að lækka í morgun og hið sama á við um gengi íslensku krónunnar, sem hefur lækkað um tæplega tvö prósent það sem af er degi. Gengi Bandaríkjadals er nú 77 krónur og 54 aurar, ef miðað er við miðgengi Seðlabankans. Evran er kostar nú tæpar 96 íslenskar krónur samkvæmt sama viðmiði. Innlent 19.4.2006 15:08 Olíuverð lækkaði lítillega Olíuverð lækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag eftir að hafa farið í sögulegt hámark í gær. Búist er við að upplýsingar bandarískra stjórnvalda, sem birtar verða í dag, sýni að olíubirgðir hafi aukist í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 19.4.2006 10:47 Atvinnuleysið 2,4 prósent á 1. ársfjórðungi Atvinnuleysi mældist 2,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006. Það táknar að 4.000 manns hafi verið án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist 2,2 prósent hjá körlum en 2,5 prósent hjá konum. Atvinnuleysi er mest á meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára eða 7,7 prósent. Viðskipti innlent 19.4.2006 09:52 Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan hækkuðu annan daginn í röð í dag m.a. vegna þess að fjárfestar telja stýrivaxtahækkun í Bandaríkjunum lokið í bili auk þess sem spáð er góðri afkomu tæknifyrirtækja. Viðskipti erlent 19.4.2006 09:31 Lánastofnanir finna aukna ásókn í myntkörfulán Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. Viðskipti innlent 18.4.2006 22:37 Hrávöruverð í hæstu hæðum Verð á góðmálmum á borð við gull, kopar og silfur heldur áfram að hækka eins og olían. Únsan af gulli fór í 618 dali í gær og af silfri í 13,5 dali. Verð á gulli hefur ekki verið hærra á hrávörumarkaði í New York síðan árið 1980 og leita þarf aftur til ársins 1983 til að finna jafn hátt verð á silfri. Viðskipti erlent 18.4.2006 22:37 Lækkanir eftir páskahelgina Hlutabréf lækkuðu um tvö prósent á fyrsta viðskiptadegi eftir páska. Úrvalsvísitalan endaði í 5.535 stigum. Mest lækkuðu bréf í FL Group, um 4,8 prósent, og í Landsbankanum, eða um -4,2 prósent. Viðskipti innlent 18.4.2006 21:25 « ‹ 151 152 153 154 155 156 157 158 159 … 223 ›
Atvinnuleysi í Danmörku í sögulegu lágmarki Atvinnuleysi í Danmörku mældist 4,8 prósent í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum dönsku hagstofunnar hefur atvinnuleysi aldrei verið minna í landinu í 30 ár.Þetta merkir að 133.500 hafi verið án atvinnu. Viðskipti erlent 27.4.2006 09:55
Landsbankinn selur hlut sinn í Carnegie fjárfestingarbankanum Landsbankinn ætlar að selja allan eignarhlut sinn í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie. Landsbankinn á nú tæplega tuttugu prósent í bankanum og er stærsti hluthafinn í Carnegie. Markaðsvirði hlutarins miðað við lokagengi dagsins er tuttugu og þrír milljarðar króna. Innlent 26.4.2006 17:33
Hagnaður Nýherja 54 milljónir króna Hagnaður Nýherja hf. nam 54 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi eða 0,27 krónur á hlut. Þetta er 28 milljónum meira en á sama tímabili á síðasta ári. Þá jukust tekjur fyrirtækisins um 34 prósent á milli ára en þær námu 1,9 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 158 milljónum króna á tímabilinu. Viðskipti innlent 26.4.2006 17:00
Sala Roche jókst um 22 prósent Svissneski lyfjaframleiðandinn Roche greindi frá því í dag að sala fyrirtækisins hefði aukist um 22 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Sala á flensulyfinu Tamiflu hefur stóraukist en það er af mörgum talið geta komið í veg fyrir að fólk smitist af fuglaflensu. Viðskipti erlent 26.4.2006 14:22
Hagnaður Boeing jókst um 29 prósent Hagnaður flugvélaframleiðandans Boeing jukust um 29 prósent á fyrsta ársfjórðungi og tekjur jukust um 48 prósent. Helsta ástæða aukningarinnar er meiri sala á flugvélum en fyrirtækið seldi 28 fleiri flugvélar á fjórðungnum en á sama tíma á síðasta ári. Viðskipti erlent 26.4.2006 13:45
Frumvarpið gæti tekið breytingum í nefnd Frumvarp til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti gæti átt eftir að taka breytingum á þingi. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir ákvæði í frumvarpinu íþyngjandi. Viðskipti innlent 25.4.2006 19:36
Útflutningur tekur við af skuldasöfnun Í nýrri þjóðhagsspá til ársins 2010 er hagkerfið sagt leita jafnvægis. Ófyrirséðar breytingar höfðu töluverð áhrif. Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. Viðskipti innlent 25.4.2006 19:36
Hagnaður Tesco jókst um 17 prósent Breska verslunarkeðjan Tesco PLC skilaði 17 prósenta hagnaði á síðasta ári. Keðjan hefur í bígerð að hagræða í rekstri og spara þannig 5 milljarða punda á næstu 5 árum. Viðskipti erlent 25.4.2006 10:07
Viðsnúningur á markaði Greiningardeild KB banka segir mikla lækkun hafa átt sér stað á með mikilli gengisveikingu krónunnar og lækkunum á verði skulda- og hlutabréfa á mörkuðum að undanförnu. Í hálf fimm fréttum bankans segir að frá byrjun síðasta mánar hafi krónan veikst um tæp 19 prósent á sama tíma og Úrvalsvísitalan hafi lækkað um tæp 15 prósent. Viðsnúningur hafi hins vegar orðið á þróuninni á föstudag þegar krónan styrktist um 2,1 prósent í metviðskiptum, sem námu 63,2 milljörðum króna. Viðskipti innlent 24.4.2006 17:00
Hættir við kaup á Liverpool Norsku viðskiptajöfrarnir Øystein Stray Spetalen og Petter Stordalen eru sagðir hættir við að gera tilboð í ráðandi hlut í breska knattspyrnufélagið Liverpool. Að sögn norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv þótti þeim félagið ekki álitlegur kostur í bili. Viðskipti erlent 24.4.2006 14:43
Einkaneysla jókst í mars Svo virðist sem einkaneysla hafi aukist töluvert í síðasta mánuði að því er fram kemur í upplýsingum um greiðslukortaveltu á vef Seðlabankans, að mati greiningardeildar Glitnis. Deildin bendir á að á vefnum komi fram að heildarvelta kreditkorta hafi numið 18,8 milljörðum króna í mars, sem sé 16 prósenta aukning miðað við sama mánuð í fyrra. Viðskipti innlent 24.4.2006 13:23
Gengi hlutabréfa lækkaði í Japan Gengi hlutabréfabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 2,8 prósent og er það mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í janúar á þessu ári. 18. janúar sl. lækkaði vísitalan um 2,9 prósent. Viðskipti erlent 24.4.2006 10:05
Vísitala byggingarkostnaðar 329,4 stig Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan apríl, er 329,4 stig og hefur hún hækkað um 1,07 prósent frá síðasta mánuði. Vísitalan gildir fyrir maí. Að sögn Hagstofunnar hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Viðskipti innlent 24.4.2006 09:25
Vill fresta skattalækkunum og stóriðju Jón Sigurðsson seðlabankastjóri kallar á sameiginlegar aðgerðir bankans og stjórnvalda til að slá á þennslu í íslensku hagkerfi. Hann segist hiklaust vilja líta til upptöku Evru hér á landi - en að það kalli á inngöngu í Evrópusambandið. Innlent 23.4.2006 16:28
Vill konur í stjórn A. P. Møller-Mærsk Jess Søderberg, forstjóri dönsku fyrirtækjasamteypunnar A. P. Møller-Mærsk, er sagður hafa á takteinum að fjölga konum í stjórn fyrirtækisins. Danskir karlar hafa frá upphafi verið einráðir í stjórninni og hafa konur þar aldrei átt sæti. Viðskipti erlent 21.4.2006 15:07
Minni hagnaður hjá McDonald´s Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald´s dróst saman um 14 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er mesti samdráttur keðjunnar í fjögur ár. Hagnaðurinn nam 625,3 milljónum Bandaríkjadala eða 49 sentum á hlut. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn 727,9 milljónum eða 56 sentum á hlut. Viðskipti erlent 21.4.2006 14:52
Hlutabréf hækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa hækkaði á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar hækkunar á Dow Jones hlutabréfavísitölunni í gær, sem hefur ekki verið hærri í sex ár. Gengi bréfa í ítalska bifreiðaframleiðandanum Fiat hækkaði um 2 prósent í eftir að greint var frá góðri afkomu fyrirtækisins á árinu. Þá hækkaði gengi finnska farsímaframleiðandans Nokia um 1,5 prósent. Viðskipti erlent 21.4.2006 10:46
Olíuverð nálægt sögulegu hámarki Olíuverð fór í sögulegt hámark í helstu mörkuðum í dag þegar það fór yfir 73 dollara á tunnu. Sérfræðingar spá því að olíuverð haldi áfram að hækka á næstu vikum vegna minni olíubirgða í Bandaríkjunum og óvissu um aðgerðir gegn kjarnorkuáætlun Írana, en það er næststærsta olíuframleiðsluríkið innan OPEC. Þá hafa árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu dregið mikið úr olíuframleiðslu þar í landi. Viðskipti erlent 21.4.2006 10:21
Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun á lánum sem hann tók í tilboðum í gær. Lánin voru upp á einn og hálfan milljarð. Innlent 20.4.2006 12:20
Kaupmáttur launa fer minnkandi Launavísitala í mars 2006 er 285,4 stig og hækkaði um 0,3 prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Á sama tímabili jókst verðbólga um 1,1 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,6 prósent. Viðskipti innlent 19.4.2006 17:39
Botnlaus hlutabréfamarkaður Úrvalsvísitalan lækkar niður fyrir áramótagildið í mikilli lækkun annan daginn í röð. Neikvæð stemmning ríkir á hlutabréfamarkaði og fáir vilja taka þá áhættu að kaupa hlutabréf. Viðskipti innlent 19.4.2006 17:39
Vísitala neysluverðs hækkaði í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4 prósent í Bandaríkjunum í marsmánuði en það nemur 3,4 prósenta hækkun á ársgrundvelli. Þetta er meiri hækkun en fjármálasérfræðingar bjuggust við en helsta ástæðan er hækkun á eldsneyti og fatnaði. Þetta er engu að síður lækkun frá febrúarmánuði en þá nam hún 3,6 prósentum á ársgrundvelli. Viðskipti erlent 19.4.2006 15:15
Fimmta skrifstofan í Asíu Samskip hafa opnað skrifstofu í Seoul í Suður-Kóreu. Skrifstofan er sú fimmta í röðinni í Asíu, en fyrir eru skrifstofur í Pusan í Suður-Kóreu, Dalian og Qingdao í Kína og Ho Chi Minh í Víetnam. Skrifstofur Samskipa eru þá orðnar 56 í 22 löndum. Viðskipti innlent 19.4.2006 13:44
Enn lækkun í Kauphöllinni og á krónunni Hlutabréfaverð í Kauphöllinni hélt áfram að lækka í morgun og hið sama á við um gengi íslensku krónunnar, sem hefur lækkað um tæplega tvö prósent það sem af er degi. Gengi Bandaríkjadals er nú 77 krónur og 54 aurar, ef miðað er við miðgengi Seðlabankans. Evran er kostar nú tæpar 96 íslenskar krónur samkvæmt sama viðmiði. Innlent 19.4.2006 15:08
Olíuverð lækkaði lítillega Olíuverð lækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag eftir að hafa farið í sögulegt hámark í gær. Búist er við að upplýsingar bandarískra stjórnvalda, sem birtar verða í dag, sýni að olíubirgðir hafi aukist í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 19.4.2006 10:47
Atvinnuleysið 2,4 prósent á 1. ársfjórðungi Atvinnuleysi mældist 2,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006. Það táknar að 4.000 manns hafi verið án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist 2,2 prósent hjá körlum en 2,5 prósent hjá konum. Atvinnuleysi er mest á meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára eða 7,7 prósent. Viðskipti innlent 19.4.2006 09:52
Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan hækkuðu annan daginn í röð í dag m.a. vegna þess að fjárfestar telja stýrivaxtahækkun í Bandaríkjunum lokið í bili auk þess sem spáð er góðri afkomu tæknifyrirtækja. Viðskipti erlent 19.4.2006 09:31
Lánastofnanir finna aukna ásókn í myntkörfulán Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. Viðskipti innlent 18.4.2006 22:37
Hrávöruverð í hæstu hæðum Verð á góðmálmum á borð við gull, kopar og silfur heldur áfram að hækka eins og olían. Únsan af gulli fór í 618 dali í gær og af silfri í 13,5 dali. Verð á gulli hefur ekki verið hærra á hrávörumarkaði í New York síðan árið 1980 og leita þarf aftur til ársins 1983 til að finna jafn hátt verð á silfri. Viðskipti erlent 18.4.2006 22:37
Lækkanir eftir páskahelgina Hlutabréf lækkuðu um tvö prósent á fyrsta viðskiptadegi eftir páska. Úrvalsvísitalan endaði í 5.535 stigum. Mest lækkuðu bréf í FL Group, um 4,8 prósent, og í Landsbankanum, eða um -4,2 prósent. Viðskipti innlent 18.4.2006 21:25