Viðskipti

Fréttamynd

Salan á Iceland Express að fara í gang

Salan á Iceland Express er fyrst nú að fara í gang. KB banki annast sölu fyrirtæksins og eru menn þar nú farnir að útbúa útboðsgögn sem verða til á næstu tveimur til þremur vikunum.

Innlent
Fréttamynd

Hornfirðingar kaupa í flugfélagi

Hópur Hornfirðinga hefur keypt 10% hlut í eignarhaldsfélaginu City Star sem á og rekur flugfélag í Skotlandi og Landsflug sem flýgur meðal annars milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. Forsvarsmaður fjárfestahópsins segir kaupin opna fyrir möguleika á leiguflugi frá Hornafirði til borga í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

FL-group eykur eignarhlut sinn í Finnair

FL-group hefur keypt rúmlega þrjú og hálft prósent í finnska flugfélaginu Finnair Oyj með framvirkum samningi. Fyrir átti félagið um tvö og hálft prósent í fyrirtækinu og eignarhluturinn því orðinn ríflega sex prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunar lögbrot í stofnfjárviðskiptum í SPH

Fjármálaeftirlitið grunar að lög um fjármálafyrirtæki hafi verið brotin við kaup á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar í fyrrasumar og hefur Ríkislögreglustjóri hafið rannsókn á málinu, að sögn Morgunblaðsins. Grunur leikur á að ýmist hafi upplýsingum verið leynt, eða rangar upplýsingar verið gefnar.

Innlent
Fréttamynd

Steypustöðin og Merkúr sameinast undir MEST

Steypustöðin og Merkúr hafa sameinað starfsemi sína undir nafninu MEST. Í tilkynningu frá hinu nýsameinaða félagi segir að með sameiningunni verði til öflugt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á vörum og þjónustu til verktaka og fagaðila í byggingariðnaði og verklegum framkvæmdum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starbucks vinnur vörumerkjamál í Kína

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur unnið mál í Kína sem hún höfðaði á hendur þarlendri kaffihúsakeðju vegna þess að vörumerki hennar þótt of líkt vörumerki Starbucks. Málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár og var málið talið prófmál í Kína þar sem erlend fyrirtæki hafa mörg hver kvartað undan því að kínversk fyrirtæki reyni að nýta sér fræg vörumerki sér til framdráttar.

Erlent
Fréttamynd

Pálmi kaupir 12 prósenta hlut í sænskri ferðaskrifstofu

Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Fons, hefur keypt tólf prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket og er þar með stærsti einstaki hluthafinn í félaginu. Þetta kemur fram á fréttavef sænska blaðsins Dagens Industri. Þar segir einnig að Pálmi hafi greitt um 400 milljónir íslenskra króna fyrir hlutinn, en hann á einnig stærstan hlut í sænska lággjaldaflugfélaginu Flyme.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hannes fær fjórar milljónir í forstjóralaun á mánuði

Hannes Smárason, sem varð forstjóri FL Group þegar Ragnhildur Geirsdóttir lét af því starfi í október, fær fjórar milljónir króna í mánaðarlaun og sjö aðrir lykil starfsmenn félagsins fá 2,2 milljónir á mánuði auk bónusgreiðslu sem ákveðin verður í árslok. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu FL Group til Kauphallarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip tekur við rekstri á Herjólfi

Eimskip hefur tekið við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs frá og með áramótum. Við þá breytingu hefur nýtt bókunar- og greiðslukerfi verið tekið í notkun ásamt nýju afsláttarfyrirkomulagi auk þess sem ný siglingaáætlun hefur verið tekin í gagnið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip selur Frílager

Eimskip hefur selt Frílager til Ekrunnar ehf, dótturfélags Nathan & Olsen ehf., samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Samningurinn nær eingöngu til kostverslunar Frílagers, þ.e. matvöru, drykkjarvöru, hreinlætisvöru, áfengis og tóbaks.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Falsaðar beiðnir í umferð frá Og Vodafone

Upp hefur komist um falsaðar beiðnir frá Og Vodafone. Grunur leikur á að óprúttnir aðilar hafi þær undir höndum og nýti þær til þess að taka út vörur hjá birgjum fyrirtækisins. Málið hefur verið kært til lögreglu. Og Vodafone beinir þeim tilmælum til afgreiðslufólks að það sýni varúð þegar beiðnum frá fyrirtækinu er framvísað.

Innlent
Fréttamynd

Ari Edwald verður forstjóri 365

Gunnar Smári Egilsson hefur verið ráðinn forstjóri Dagsbrúnar en Eiríkur S. Jóhannsson fer til starfa hjá Baugi Group. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi fyrir stundu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkun hlutabréfa langt umfram spár

Hækkanir á skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands hafa aldrei verið meiri á einu ári en á árinu 2005. Forstjóri Kauphallarinnar segir erfitt að spá um hvernig næsta ár þróast.

Innlent
Fréttamynd

Avion kaupir fjórar nýjar fraktvélar

Avion Group hefur staðfest kaup á fjórum Boeing 777 fraktvélum til viðbótar við þær fjórar sem félagið keypti fyrr á árinu. Heildarfjárfesting í þessum átta vélum, samkvæmt listaverði frá Boeing, nemur hátt í tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Vélarnar fjórar verða afhentar á árunum 2010 og 2011 og verða notaðar hjá dótturfélagi Avion Group, Air Atlanta Icelandic.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðskiptahallinn slær met

Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð upp á um ellefu milljarða króna í nóvember en þá var flutt inn fyrir tæpa 28 milljarða en út fyrir um sextán og hálfan milljarð. Halli

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innheimtufyrirtæki sameinast

Innheimtufyrirtækin AM-Kredit og Premium hafa komist að samkomulagi um samruna. Fimm sparisjóðir eiga hlut í sameinuðu fyrirtæki. Fyrirtækið mun áfram sinna innheimtuþjónustu en einnig leggja áherslu á að fjármagna viðskiptakröfur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Penninn hf. gerir samning um rekstur verslunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Penninn hf. hafa gert samning um rekstur verslunnar undir nafni Eymundsson. Penninn hf. mun taka við sölu blaða, tímarita, bóka og annarra vara af Íslenskum markaði, en verslunin verður lögð niður í núverandi mynd þegar búið verður að gera samninga við nýja aðila um um rekstur verslanna með þá vöruflokka sem þar eru seldir í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samið um rekstur gleraugnaverlsunar í FLE

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Optical Studio hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með gleraugu, sólgleraugu, linsur, fylgihluti með sjóntækjum og sjónmælingar. Það voru Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantsskip undirrita samning við DFDS Transport

Atlantsskip hafa undirritað samstarfssaming við flutningsfyrirtækið DFDS Transport um flutninga fyrirtækisins í Skandinavíu. DFDS Transport er öflugasti forflutningsaðilinn á þessu svæði og er samningurinn því mikil viðurkenning fyrir Atlantsskip og ljóst að flutningsgeta fyrirtækisins mun aukast til muna frá því sem áður hefur verið.

Innlent
Fréttamynd

SÍF selur sinn hlut í Icebrit Ltd

SÍF hf. hefur selt 40% eignarhlut sinn í sölufyrirtækinu Icebrit Ltd. í Bretlandi. Kaupandi er Páll Sveinsson og fjölskylda sem fyrir voru eigendur að 60% að félaginu. Söluverð er trúnaðarmál.

Innlent
Fréttamynd

Skráningartímabil fyrir Avion Group hefst á morgun.

Á morgun hefst skráningartímabil fyrir hlutafé í Avion Group. Markaðsvirði útboðsins verður 6 milljarðir króna. Boðnir verða út 157 til 175 milljónir hluta og verður verð á hlut á bilinu 34,3 til 38,3. Einungis fagfjárfestum er heimilað að taka þátt og er lágmarksfjárhæðin 5 milljónir króna að markaðsvirði.

Innlent
Fréttamynd

Magnús kaupir P. Samúelsson í dag

Toyota-umboðið á Íslandi skipti um eigendur í dag. Magnús Kristinsson útgerðarmaður kaupir P. Samúelsson hf. og var skrifað undir samninga nú fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Krónan veiktist

Krónan veiktist í dag um 1,33% í viðskiptum upp á á 18 milljarða króna. Í hálf fimm fréttum KB banka segir að um sé að ræða óvenju mikla hreyfingu á einum degi í ljósi þess að engar nýjar fréttir hafi borist sem gætu réttlætt veikinguna.

Innlent