Viðskipti innlent

Penninn hf. gerir samning um rekstur verslunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Kristinn Vilbergsson, forstjóri Pennans hf. og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrita samninginn.
Kristinn Vilbergsson, forstjóri Pennans hf. og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrita samninginn.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Penninn hf. hafa gert samning um rekstur verslunnar undir nafni Eymundsson. Penninn hf. mun taka við sölu blaða, tímarita, bóka og annarra vara af Íslenskum markaði, en verslunin verður lögð niður í núverandi mynd þegar búið verður að gera samninga við nýja aðila um um rekstur verslanna með þá vöruflokka sem þar eru seldir í dag. Penninn hf. hefur nú þegar tekið við sölu fyrrgreindra vöruflokka í vegabréfasal í viðbyggingu flugstöðvarinnar en næsta vor verður opnuð stærri verslun í aðalbyggingunni um leið og fyrsti hluti af nýju brottfarasvæði verður tilbúið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×