Viðskipti

Fréttamynd

Google leitar að framtíð

Reiptog hinna bjartsýnu og svartsýnu fyrir frumútboð Google er hafið. Enn er ekki útséð um hvor hafi betur. Google þarf að móta sér framtíð og vaxa hratt ef það á að standa undir útboðsgenginu. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Afmarkaðra verðstríð en áður

Verðstríðið á bensínmarkaði virðist hafa tekið á sig nýja mynd og er nú bundið við afmörkuð svæði en breiðist ekki jafnt út um höfuðborgarsvæðið. Hagsmunasamtök neytenda og olíufélögin segja þetta einkenni nýs viðskiptaumhverfis á Íslandi. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð í tveggja áratuga hámarki

Heimsolíuverð hefur ekki verið hærra í 21 ár. Það hækkaði um nær 4% í gær þegar rússneska dómsmálaráðuneytið afturkallaði leyfi olíufyrirtækisins Yukos til að nýta fjármuni frystra reikninga þeirra. Dómstólar höfðu deginum áður veitt fyrirtækinu leyfið svo hægt væri að vinna olíu úr holum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sæplast tapaði 50 milljónum

Sæplast tapaði tæpum 50 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var rúmlega tuttugu milljóna króna hagnaður. Í tilkynningu frá Sæplasti er mismunurinn sagður fyrst og fremst vegna samdráttar í sölu og hærri fjármagnskostnaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðssetning að skila sér

Metfjöldi erlendra ferðamanna hefur sótt landið heim frá því í janúar og er það met á þessum tíma árs. Nýjar tölur Ferðamálaráðs sýna að aukinn fjöldi erlends ferðafólks frá því á sama tíma í fyrra nemur 17 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður SH tvöfaldaðist

Hagnaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á fyrstu sex mánuðum ársins tvöfaldaðist frá fyrra ári og nam rúmum 340 milljónum króna. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að fyrsti ársfjórðungur hafi farið fram úr áætlunum en að annar ársfjórðungur hafi verið aðeins undir áætlun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil velta íbúðabréfa

Mikil velta hefur verið með íbúðabréf frá því viðskipti hófust þann 8. júlí samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka. Alls nemur veltan um 70 milljörðum króna eða um 3,4 milljörðum króna að meðaltali á dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Burðarás eykur hlut sinn

Burðarás jók í dag hlut sinn í breska bankanum Singer and Friedlander. Kaupin vekja mikla athygli ytra í ljósi þess að búist er við að KB banki reyni yfirtöku á bankanum innan tíðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkar loksins

Olíuverð fór loksins að lækka á heimsmarkaði í gær eftir stöðugar hækkanir að undanförnu. Tvær ástæður vega þar þyngst. Annars vegar samkomulag stjórnvalda við rússneska olíufyrirtækið Yukos um uppgjör á skattaskuldum þannig að rekstur félagsins stöðvast ekki, eins og horfur voru á, en Yukos framleiðir um tvö prósent heimsframleiðslunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengið niður fyrir 6 dollara

Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, lækkuðu mikið á fjármálamarkaðinum vestanhafs í gær og fór gengið nokkuð niður fyrir sex dollara á hlut. Í febrúar á þessu ári hafði gengið hins vegar þokast upp í rúmlega 13 dollara en síðan hefur það nær óslitið lækkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gætu grætt milljarð

Burðarás keypti í gær tæp fimm prósent í breska bankanum Singer and Friedlander. Þar með á Burðarás rúm átta prósent í bankanum eða sem nemur hátt á fimmta milljarð króna. Fyrir á KB banki 19,5 prósenta hlut í bankanum, andvirði rúmra tíu milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjónum beint að Singer

Fjármálasérfræðingar hafa beint sjónum sínum að breska bankanum Singer og Friedlander eftir að Burðarás keypti tæplega þriggja og hálfs prósents hlut í honum í gær. Kaupþing á tæp tuttugu prósent í bankanum en hefur með yfirlýsingu skuldbundið sig til að gera ekki yfirtökutilboð fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaðamót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Kaldbaks 2,2 milljarðar

Hagnaður Kaldbaks hf. á fyrstu sex mánuðum ársins 2004 var 2.172 milljónir króna fyrir skatta. Þá var hagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi 527 milljónir króna fyrir skatt. Til samanburðar tapaði Kalbakur 187 milljónum króna á fyrri hluta síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfestar búast við yfirtöku

Bréf í breska bankanum Singer and Friedlander hækkuðu um tíu prósent í gær. Kaup Burðaráss í félaginu hafa gefið væntingum um yfirtöku KB banka byr undir báða vængi. Geri KB banki yfirtökutilboð, má búast við því að það verði yfir núverandi markaðsgengi. Gengi bréfa Singer and Friedlander hækkaði einnig um tíu prósent í fyrradag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjölgun einkahlutafélaga

Sveitarfélög landsins verða af um og yfir milljarði króna á ári hverju vegna breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt. Fólk borgar minni skatta á eftir og sveitarfélögin vilja að ríkið bæti þeim tekjumissinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orðnar meiri en landsframleiðslan

Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðarinnar á einu ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsframleiðslunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beint flug til Tókýó

Japanir geta flogið án millilendingar til Íslands á vegum Icelandair næstu fjóra föstudaga. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandairs, segir Boeing 767 þotu sem taki um 280 manns í sæti flytja farþegana og sé uppselt í ferðirnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón Ásgeir tekjuhæstur

Aðeins einn maður á Íslandi er með meira en tíu milljónir króna í laun á mánuði. Það er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Stöð 2 fékk að rýna í árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar áður en prentsvertan þornaði á því.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjarkað um fríverslun í Genf

Hörð samningalota um fríverslun stendur nú yfir í Genf. Fátæku löndin og ríku löndin gæta ólíkra hagsmuna. Landbúnaðarmálin eru viðkvæmust eins og venjulega. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Óeðlileg hækkun bensíngjalda

Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækkað vörugjöld á bensíni úr 172 krónum í 210. Þessi breyting var gerð 1. júlí síðastliðinn og er hækkunin 23%. Frá sama tíma hækkaði hafnarnefndin vörugjöld á öllum algengasta neysluvarningi um 184%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bann andstætt EES-reglum

Rannsóknir benda til að bann við auglýsingum á áfengi hafi engin áhrif á neyslu. Sérfræðingar telja ennfremur ólíklegt að bannið standist EES-reglur. Örlög bannsins ráðast væntanlega í dómsmálum innan tíðar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Jólin hjá bönkunum

Afkoma bankanna afar góð og styrkur bankakerfisins hefur sjaldan verið meiri. Útrásin er farin að setja mark sitt á uppgjör bankanna og allir stefna þeir að vexti erlendis </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaðurinn 22 milljarðar

Hagnaður fjögurra banka nam 22 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaðaraukningin mill ára er 14,5 milljarðar króna. Gengishagnaður verðbréfaeignar bankanna á stóran þátt í hagnaðinum. Útlán og eignir bankanna hafa vaxið mikið. Útlán viðskiptabankanna þriggja nema tæpum 1.200 milljörðum og hafa aukist um 190 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Landsbanka 6 milljarðar

Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins eru sex milljarðar króna en heildareignir bankans eru 558 milljarðar króna. Mikill innri vöxtur hefur einkennt þróun bankans síðustu mánuðina og hafa heildareignir hans tvöfaldast frá lokum fyrsta ársfjórðungs 2003.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður tvöfaldast milli ára

Hagnaður KB banka á fyrri hluta ársins nam rúmum 6,1 milljarði króna. </font /> Hagnaðurinn var minni en greiningardeildir bankanna höfðu spáð, en mikill munur var á spá Landsbankans og Íslandsbanka um rekstrarniðurstöðu bankans. Hagnaður KB banka á öðrum ársfjórðungi var 3,5 milljarðar króna

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill hagnaður bankanna

Landsbankinn og KB banki högnuðust um sex milljarða króna hvor um sig á fyrstu sex mánuðum ársins. Greiningardeild Landsbankans hafði spáð KB banka mun meiri hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vöruskiptajöfnuður lakari

Vöruskiptajöfnuðurinn var 14,7 milljörðum króna lakari á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma árið áður. Vöruskiptin í júní voru óhagstæð um 6,9 milljarða króna þar sem fluttar voru út vörur fyrir 16,3 milljarða en inn fyrir 23,2 milljarða króna. Í júní í fyrra voru vöruskipti óhagstæð um 3,2 milljarða á föstu gengi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skattaálagning 2004

Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 129,2 milljörðum króna og hækkar um 6,3% frá fyrra ári. Heildarfjöldi framteljenda árið 2004 var 229.665. Tekjuskattar til ríkissjóðs nemur alls 66,2 milljörðum króna og hækka um 7,5% milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærsta hlutafjárútboð Íslands

Sala á hlutafé fyrir 40 milljarða í KB banka hefst í dag. Þetta er langstærsta hlutafjárútboð á íslenskum markaði frá upphafi. Yfir 36 þúsund hluthafar sem áttu hlut í í KB banka þann 5. júlí hafa forkaupsrétt að hlutum í bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjartsýnin meiri án fjölmiðlamáls

<font face="Helv"></font> Væntingavísitala Gallups hækkaði í júlí eftir samfellda lækkun frá í mars. Væntingavísitalan mælist nú 115,6 stig, en bjartsýning reis hæst í mars á þessu ári þegar vísitalan mældist tæp 133 stig. Lækkun vísitölunnar síðustu mánuði á undan skýrðist af aukinni svartsýni um efnahags og atvinnuástand að sex mánuðum liðnum. Nú horfa fleiri til betri tíðar með blóm í haga.

Viðskipti innlent