Viðskipti

Fréttamynd

LÍ spáir hálfum milljarði í hagnað

Atorka Group birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir síðasta fjórðung félagsins hafa verið viðburðaríkan en Promens, dótturfélag Atorku, lauk kaupum á norska plastvöruframleiðandanum Polimoon á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Chrysler segir upp starfsfólki vegna samdráttar

Bílaframleiðendurnir DaimlerChrysler hefur ákveðið að segja upp 13.000 manns í Bandaríkjunum og í Kanada og loka einni verksmiðju fyrirtækisins í Delawer. Helsta ástæðan er samdráttur í rekstri fyrirtækisins en sala á nýjum bílum undir merkjum Chrysler dróst saman um 7 prósent vestanhafs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Thai Airways fær afslátt hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að veita taílenska flugfélaginu Thai Airways afslátt á átta A330 farþegaþotum frá Airbus. Ástæðan eru tafir á afhendingu A380 risaþotanna, sem er tveimur árum á eftir áætlun. Thai Airways hafði pantað sex risaþotur frá Airbus en hótaði að draga kaupin til baka ef flugvélaframleiðandinn veitti flugfélaginu ekki afslátt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti skipa jókst um 10 prósent

Heildarafli íslenskra skipa í janúar nam 80.657 tonnum sem er tæp tvöföldun á milli ára. Aflaverðmætið, metið á föstu verðlagi, jókst um 10 prósent frá janúar á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjóðverjar kaupa hlut í indverskri kauphöll

Þýska kauphöllin í Franfurt, Deutsche Börse, hefur keypt fimm prósenta hlut í kauphöllinni í Mumbai á Indlandi. Erlendum aðilum leyfist ekki að kaupa stærri hlut í indversku fjármálafyrirtæki. Ekki liggur fyrir hvað Deutsche Börse greiddi fyrir hlutinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Nasdaq 4,3 milljarðar króna

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq skilaði 63 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það svarar til 4,3 milljarða íslenskra króna og jafngildir þreföldun frá því á sama tíma árið 2005. Tekjur markaðarins tvöfölduðust á sama tímabili.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli Bandaríkjanna nam 763,6 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári. Það svarar til 52.200 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Mestu munar um tíðar verðhækkanir á hráolíu á síðasta ári og aukinn innflutning á vörum frá Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Marel undir væntingum

Marel skilaði 159 þúsunda evra hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 5,7 milljóna króna hagnaði á árinu samanborið við 5,7 milljóna evra, eða 507,8 milljóna króna, hagnað árið 2005. Fyrirtækið skilaði 500 þúsunda evra tapi á fjórða ársfjórðungi 2006. Það svarar til 44,4 milljóna króna taps sem er talsvert undir spám greinenda. Veltan tvöfaldaðist á á síðasta fjórðungi síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samruni VSB og FSP?

Stjórnir VSB fjárfestingarbanka hf og fjárfestingafélagsins FSP hf. hafa ákveðið að hefja viðræður um samruna félaganna. Vonast er eftir að viðræðurnar beri árangur sem fyrst. VBS fjárfestingarbanki hf er í eigu 80 hluthafa en FSP hf er fjárfestingarfélag í eigu sparisjóða og sparisjóðatendra félaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metverðbólga í Zimbabve

Verðbólgan í Afríkuríkinu Zimbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 stig á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósent frá því í desember. Að sögn hagstofu Zimbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

LÍ spáir 48,5 milljóna króna hagnaði hjá Marel

Marel birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að félagið hafi tvöfaldast að vöxtum með yfirtökum í fyrra. Er gert ráð fyrir því að tekjur síðasta fjórðungs nemi 69 milljónum evra, jafnvirði 6,1 milljarða króna og verði hagnaður eftir skatta um 548 þúsund evrur, um 48,5 milljóna króna hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LSE hefur samvinnu við kauphöllina í Tókýó

Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) hefur ákveðið að efla samvinnu sína við kauphöllina í Tókýó í Japan í kjölfar þess að eigendur meirihluta bréfa í LSE ákváðu að taka ekki yfirtökutilboði Nasdaq í markaðinn á laugardag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólga mælist 7,4 prósent

Vísitala neysluverðs hækkað um 0,41 prósent frá síðasta mánuði og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 7,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vodafone kaupir indverskt farsímafélag

Breski farsímarisinn Vodafone hefur keypt 67 prósenta hlut asíska fjárfestingafélagsins Hutchison Whampoa í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands. Kaupverð nemur 11,1 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 753,8 milljörðum íslenskra króna. Vodafone hefur háð harða baráttu um hlutinn við fjölda farsímafélaga allt frá því fyrirtækið lýsti yfir áhuga á kaupum í indverska félaginu seint á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tilboð Nasdaq í LSE rann út í dag

Lokafrestur hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) til að taka óvinveittu yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq rann út klukkan eitt í dag. Ekki liggur fyrir hvort hluthafar í LSE hafi tekið tilboðinu, sem er óbreytt frá fyrra tilboði Nasdaq. Síðar í dag verður greint frá því hvort einhverjir hluthafar LSE hafi tekið tilboðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir 0,2 prósenta hækkun VNV

Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir febrúar á mánudag. Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða en gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FME svarar fyrirspurnum um Bridge Group

Fjármálaeftirlitinu hefur borist fjöldi fyrirspurna varðandi starfsemi Bridge Group International, sem aflar og kynnir fjárfestingarmöguleika. Fjármálaeftirlitið segir starfsemi Bridge Group ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins né undir annarra eftirlitsstofnana í öðrum ríkjum auk þess sem fyrirtækið hafi ekki starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, að því er Fjármálaeftirlitið kemst næst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur hjá MasterCard

Alþjóðlega kreditkortafyrirtækið MasterCard Inc. skilaði 41 milljóna bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir tæpum 2,8 milljörðum íslenskra króna sem er nokkuð betri afkoma en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá er niðurstaðan talsvert betri en í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 53 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,6 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,3 milljarðar

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námum tæpum 4,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þetta er 600 milljónum krónum minna en í mánuðinum á undan. Af heildarútlánum síðasta mánaðar námu almenn útlán 3,5 milljörðum króna en tæplega 800 milljónir króna vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stóri bróðir til sölu

Hollenska fyrirtækið Endemol, fyrirtækið sem framleiðir hina geysivinsælu raunveruleikaþætti Big Brother og Fear-Factor, verður sett í formlegt söluferli á næstu dögum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð komið yfir 60 dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Milestone tekur 16,5 milljarða lán

Fjárfestingafélagið Milestone ehf. hefur gengið frá lánasamningi við alþjóðlega fjárfestingabankann Morgan Stanley um töku láns fyrir 16,5 milljarða krónur til þriggja ára. Lánið er veitt í tengslum við endurfjármögnun félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 3,5 prósentum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir bankann fylgjast grannt með verðbólguþróun á evrusvæðinu. Greinendur segja bankastjórann hafa notað svipað orðfæri nú og áður en vextir hafi hækkað. Þeir gera því ráð fyrir að vextir hækki að nýju í næsta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár greinenda, sem þó bentu á að bankastjórnin hefði allt eins getað komið á óvart og hækkað vextina líkt og raunin varð í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöruskipti aldrei betri í Þýskalandi

Vöruútflutningur frá Þýskalandi nam 893,6 milljörðum evra, jafnvirði rúmlega 79.200 milljarða króna, í fyrra en það er 14 prósenta aukning á milli ára. Innflutningur á sama tíma nam 731,7 milljörðum evra, tæplega 64,9 milljörðum króna. Þetta jafngildir því að vöruskipti hafi verið jákvæð í Þýskalandi um 161,9 milljarða evrur. Það svarar til 14.400 milljarða íslenskra króna sem er sögulegt met í Þýskalandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Exista kaupir í Sampo í Finnlandi

Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppsett áskriftarverð Sýnar vegna HM réttlætanlegt

Samkeppniseftirlitið telur kostnaðarforsendur hafa réttlætt uppsett verð sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar þegar val stóð á milli þess að kaupa áskrift þann tíma sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð yfir í fyrrasumar eða kaupa áskrift að Sýn til lengri tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Össurar 293 milljónir króna

Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 4,3 milljóna dala hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 293 milljóna íslenskra króna samanborið við 3,1 milljóna bandaríkjadala, eða 213 milljóna króna, hagnað á sama tíma árið 2005. Tap fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2006 nam 3,7 milljónum dala, jafnvirði 252,4 milljónum króna, sem er í takt við spár greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 210 til 310 milljóna króna tapi á fjórðungnum.

Viðskipti innlent