Innlendar Fram rótburstaði ÍR Fram tók ÍR í sannkallaða kennslustund í DHL-deildinni í dag og vann 20 marka sigur á heimavelli sínum 44-24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 23-9 Fram í vil. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og þeir Guðjón Drengsson og Sergei Serenko skoruðu 6 hvor. Lárus Ólafsson var besti maður ÍR í leiknum og varði 16 skot í markinu og kom þar með í veg fyrir að ÍR hlyti enn verri útreið gegn sjóðheitu toppliðinu. Sport 8.4.2006 16:27 Skallagrímur yfir eftir fyrsta leikhluta Skallagrímur hefur yfir 23-19 eftir fyrsta leikhluta í fyrsta leik úrslitaeinvígisins við Njarðvík í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn þar sem Svali Björgvinsson og Friðrik Ingi Rúnarsson lýsa leiknum af mikilli innlifun, dýpt og þunga. Sport 8.4.2006 16:18 Tap í lokaleiknum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði lokaleik sínum á æfingamótinu í Tékklandi fyrir Úkraínu í dag 26-25 og tapaði þar með öllum leikjunum á mótinu og hafnaði í neðsta sætinu. Úkraínska liðið hafði fyrir leikinn tapað öllum sínum viðureignum á mótinu. Sport 8.4.2006 16:14 Fram að valta yfir ÍR Topplið Fram í DHL-deild karla í handbolta er að taka ÍR-inga í bakaríið á heimavelli sínum og hefur yfir 23-9 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Jóhann Gunnar Einarsson hefur skorað 7 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson hefur skorað 5 mörk. Það er því greinilegt að Fram ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Sport 8.4.2006 15:38 Fylkir valtaði yfir Þór Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir valtaði yfir Þór á heimavelli sínum í Árbænum 39-26, eftir að hafa verið yfir 19-11 í hálfleik. Arnar Sæþórsson og Agnar Agnarsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir Árbæinga, en Arnór Gunnarsson var markahæstur í liði norðanmanna með 9 mörk. Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig en Þór í því tólfta með aðeins 13 stig. Sport 7.4.2006 20:54 Haukar Íslandsmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfuknattleik kvenna þegar liðið lagði Keflavík 81-77 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Haukar unnu því samtals 3-0 og eru vel að titlinum komnir eftir frábæran árangur í vetur. Sport 7.4.2006 20:48 Enn tapar íslenska liðið Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag þriðja leik sínum í röð á æfingamóti sem haldið er í Tékklandi þessa dagana. Í þetta sinn tapaði liðið 34-32 fyrir Tyrkjum. Dröfn Sæmundsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk. Sport 7.4.2006 17:27 Valur lagði Selfoss Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Valur lagði Selfoss 26-21 í Laugardalshöll. Valur er því sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar og hefur hlotið 34 stig, en Selfyssingar eru á botninum með aðeins átta stig. Sport 6.4.2006 21:02 Skallagrímur í úrslit Skallagrímur er kominn í úrslit Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir frækinn sigur á Keflvíkingum í oddaleik í Keflavík í kvöld 84-80. Þetta er sannarlega sögulegur sigur fyrir Val Ingimundarson þjálfara Skallagríms, sem bar þarna sigurorð af yngri bróður sínum Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur. Leikurinn var æsispennandi í lokin, en Keflvíkingar gerðu dýr mistök á lokasprettinum og voru í raun langt frá sínu besta þegar allt var undir í oddaleiknum í kvöld. Sport 6.4.2006 20:56 Rafmögnuð spenna í Keflavík Staðan í leik Keflavíkur og Skallagríms að loknum þriðja leikhluta er 61-60 fyrir gestina úr Borgarnesi, en heimamenn hafa heldur betur spýtt í lófana í síðari hálfleik eftir að hafa verið 14 stigum undir í hálfleik. Þær verða því væntanlega æsilegar síðustu tíu mínúturnar í leiknum, þar sem ræðst hvort liðið mætir Njarðvíkingum í úrslitum. Sport 6.4.2006 20:31 Tap fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öðrum leik sínum í röð í kvöld á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi þessa dagana. Liðið tapaði í kvöld fyrir sterku liði Hollendinga 24-22. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir íslenska liðið sem mætir Tyrkjum á morgun. Sport 6.4.2006 20:04 Skallagrímur leiðir í hálfleik Skallagrímur hefur nokkuð óvænta forystu í Keflavík í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Staðan í hálfleik er 42-28 gestunum í vil, en heimamenn hafa verið langt frá sínu besta það sem af er leiks. AJ Moye hefur skorað 12 stig fyrir Keflavík, en Hafþór Gunnarsson er kominn með 14 stig hjá Skallagrími - öll í fyrsta leikhlutanum og Pétur Guðmundsson hefur skorað 9 stig. Þá er George Byrd búinn að hirða 15 fráköst. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 6.4.2006 19:56 Örn setti Íslandsmet Sundkappinn Örn Arnarson úr SH setti Íslandsmet í 100 metra flugsundi í nótt á HM í sundi sem fram fer í Kína um þessar mundir, en keppt er í 25 metra laug. Örn synti 100 metrana á 53,17 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 38/100 úr sekúndu. Tímanum náði hann í undanrásum, en það nægði honum þó ekki til að komast í undanúrslitin. Sport 5.4.2006 17:19 Kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóvökum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði 25-21 fyrir Slóvökum í fyrsta leik sínum á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi næstu daga. Auk þess leika Hollendingar og Tyrkir á mótinu, en íslenska liðið mætir Hollendingum á morgun. Sport 5.4.2006 16:59 Þór í úrvalsdeild Körfuknattleikslið Þórs frá Þorlákshöfn vann sér í gærkvöldi sæti í Iceland-Express deildinni á næstu leiktíð þegar liðið bar öðru sinni sigurorð af Breiðablik í umspili um laust sæti á meðal þeirra bestu. Lokatölur í gær urðu 65-60 fyrir gestina úr Þorlákshöfn sem fögnuðu gríðarlega í leikslok. Sport 4.4.2006 22:19 Haukar í vænlegri stöðu Haukastúlkur eru komnar í afar vænlega stöðu í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir góðan útisigur á Keflavík 79-77 í æsispennandi öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld. Megan Mahoney skoraði 33 stig í liði Hauka í kvöld og Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig. Hjá Keflavík var Lakiste Barkus yfirburðamaður og skoraði 37 stig. Haukar hafa því unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu og geta tryggt sér titilinn á heimavelli sínum í þriðja leiknum á föstudaginn. Sport 4.4.2006 21:33 Haukar komnir yfir Haukastúlkur hafa heldur betur tekið sig saman í andlitinu í leiknum gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Haukar voru 11 stigum undir í hálfleik, en þegar þriðja leikhluta lauk hafði liðið náð forystu 61-56. Leikurinn fer fram í Keflavík, en nái Haukar að sigra í kvöld getur liðið klárað dæmið á heimavelli sínum á föstudaginn. Sport 4.4.2006 21:17 Keflavík yfir í hálfleik Keflavíkurstúlkur hafa yfir 48-34 í hálfleik gegn deildarmeisturum Hauka í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Lakiste Barkus hefur farið mikinn í liði heimamanna og skoraði 22 stig í fyrri hálfleiknum. Sport 4.4.2006 21:05 Samningur Herberts ekki endurnýjaður Nú er ljóst að KRingar munu ráða nýjan þjálfara til að taka við úrvalsdeildarliði félagsins næsta vetur því í dag tilkynnti félagið að samningur Herberts Arnarssonar yrði ekki endurnýjaður. Herbert hefur stýrt KR í tvö ár en liðið hefur ekki náð að komast í úrslitin undir hans stjórn. Sport 4.4.2006 16:30 Njarðvíkingar komnir í úrslit Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði KR-inga í vesturbænum 90-85 í sveiflukenndum leik. Njarðvíkingar höfðu yfir í hálfleik 45-42. Njarðvík vann því einvígið 3-1 og mætir annað hvort Keflvíkingum eða Skallagrími í úrslitum. Sport 3.4.2006 21:49 Skallagrímur knúði fram oddaleik Skallagrímur vann í kvöld frækinn sigur á Keflavík á heimavelli sínum Fjósinu í Borgarnesi 94-85 og því verður hreinn úrslitaleikur í Keflavík. Heimamenn voru fimm stigum undir fyrir lokaleikhlutann en tóku öll völd á síðustu tíu mínútunum, þar sem Keflvíkingar skoruðu aðeins átta stig. Sport 3.4.2006 21:40 Keflvíkingar yfir eftir þriðja leikhluta Keflvíkingar hafa fimm stiga forystu gegn Skallagrími í Borgarnesi þegar þriðji leikhluta er lokið og eru því tíu mínútum frá því að tryggja sér sæti í úrslitunum. Í vesturbænum eru Njarðvíkingar í góðri stöðu gegn KR og hafa yfir fyrir lokaleikhlutann. Sport 3.4.2006 21:16 Keflavík yfir í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 50-48 í hálfleik gegn Skallagrími í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á Íslandsmótinu í körfuknattleik. Í vesturbænum hafa KRingar yfir 45-42 gegn Njarðvík í hálfleik. Sport 3.4.2006 20:45 Skallagrímur yfir eftir fyrsta leikhluta Skallagrímur hefur yfir 23-22 eftir fyrsta leikhluta í fjórða leik liðanna í Borgarnesi í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Þá hafa Njarðvíkingar yfir 19-16 gegn KR eftir fyrsta leikhlutann í leik þeirra í DHL-höllinni. Sport 3.4.2006 20:22 Skallagrímur - Keflavík í beinni á Sýn Fjórða viðureign Skallagríms og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19:50. Keflvíkingar hafa yfir 2-1 í einvíginu og geta því tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í kvöld. Þess má geta að fylgst verður með gangi mála í leik KR og Njarðvíkur í útsendingu Sýnar, en sá leikur hefst á sama tíma. Sport 3.4.2006 15:53 Framarar misstigu sig fyrir norðan Efsta lið DHL-deildarinnar, Fram, tapaði dýrmætu stigi fyrir norðan í kvöld þegar liðið náði aðeins jafntefli við Þór á Akureyri 28-28. Þá vann Fylkir góðan útisigur á Selfyssingum 32-26. Jafnteflið hjá Fram þýðir að Haukar geta komist upp fyrir Safamýrarliðið á morgun þegar þeir mæta HK í Digranesi. Sport 31.3.2006 21:53 Njarðvík lagði KR Njarðvíkingar eru komnir með forystu í einvígi sínu við KR í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 91-80 sigur í þriðja leik liðanna í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar geta því tryggt sér farseðilinn í úrslitin með sigri í fjórða leiknum sem fer fram á heimavelli KR. Sport 31.3.2006 21:47 Tveir leikir í kvöld Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19:00 taka Þórsarar á móti toppliði Fram norður á Akureyri, og klukkan 20 mætast svo Selfoss og Fylkir á Selfossi. Sport 31.3.2006 16:57 Þriðji leikur Njarðvíkur og KR í kvöld Njarðvík og KR eigast við í Njarðvík í kvöld í undanúrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Liðin hafa unnið hvort sinn leikinn og munu KRingar eflaust vilja velgja heimamönnum undir uggum í Njarðvík í kvöld eftir góðan sigur á heimavelli sínum í síðasta leik. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Sport 31.3.2006 16:54 Aðalstjórn KR biðst afsökunar á atburðinum Aðalstjórn KR harmar að ekki hafi verið farið að gildum félagsins á herrakvöldi þess þann 17. mars. Aðalstjórn KR biðst afsökunar á því dómgreindarleysi sem hún telur umræddan atburð endurspegla og telur hann mjög óheppilegan fyrir það umfangsmikla og ábyrga uppeldisstarf sem fram fer hjá KR. Innlent 31.3.2006 16:03 « ‹ 59 60 61 62 63 64 65 66 67 … 75 ›
Fram rótburstaði ÍR Fram tók ÍR í sannkallaða kennslustund í DHL-deildinni í dag og vann 20 marka sigur á heimavelli sínum 44-24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 23-9 Fram í vil. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og þeir Guðjón Drengsson og Sergei Serenko skoruðu 6 hvor. Lárus Ólafsson var besti maður ÍR í leiknum og varði 16 skot í markinu og kom þar með í veg fyrir að ÍR hlyti enn verri útreið gegn sjóðheitu toppliðinu. Sport 8.4.2006 16:27
Skallagrímur yfir eftir fyrsta leikhluta Skallagrímur hefur yfir 23-19 eftir fyrsta leikhluta í fyrsta leik úrslitaeinvígisins við Njarðvík í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn þar sem Svali Björgvinsson og Friðrik Ingi Rúnarsson lýsa leiknum af mikilli innlifun, dýpt og þunga. Sport 8.4.2006 16:18
Tap í lokaleiknum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði lokaleik sínum á æfingamótinu í Tékklandi fyrir Úkraínu í dag 26-25 og tapaði þar með öllum leikjunum á mótinu og hafnaði í neðsta sætinu. Úkraínska liðið hafði fyrir leikinn tapað öllum sínum viðureignum á mótinu. Sport 8.4.2006 16:14
Fram að valta yfir ÍR Topplið Fram í DHL-deild karla í handbolta er að taka ÍR-inga í bakaríið á heimavelli sínum og hefur yfir 23-9 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Jóhann Gunnar Einarsson hefur skorað 7 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson hefur skorað 5 mörk. Það er því greinilegt að Fram ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Sport 8.4.2006 15:38
Fylkir valtaði yfir Þór Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir valtaði yfir Þór á heimavelli sínum í Árbænum 39-26, eftir að hafa verið yfir 19-11 í hálfleik. Arnar Sæþórsson og Agnar Agnarsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir Árbæinga, en Arnór Gunnarsson var markahæstur í liði norðanmanna með 9 mörk. Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig en Þór í því tólfta með aðeins 13 stig. Sport 7.4.2006 20:54
Haukar Íslandsmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfuknattleik kvenna þegar liðið lagði Keflavík 81-77 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Haukar unnu því samtals 3-0 og eru vel að titlinum komnir eftir frábæran árangur í vetur. Sport 7.4.2006 20:48
Enn tapar íslenska liðið Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag þriðja leik sínum í röð á æfingamóti sem haldið er í Tékklandi þessa dagana. Í þetta sinn tapaði liðið 34-32 fyrir Tyrkjum. Dröfn Sæmundsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk. Sport 7.4.2006 17:27
Valur lagði Selfoss Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Valur lagði Selfoss 26-21 í Laugardalshöll. Valur er því sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar og hefur hlotið 34 stig, en Selfyssingar eru á botninum með aðeins átta stig. Sport 6.4.2006 21:02
Skallagrímur í úrslit Skallagrímur er kominn í úrslit Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir frækinn sigur á Keflvíkingum í oddaleik í Keflavík í kvöld 84-80. Þetta er sannarlega sögulegur sigur fyrir Val Ingimundarson þjálfara Skallagríms, sem bar þarna sigurorð af yngri bróður sínum Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur. Leikurinn var æsispennandi í lokin, en Keflvíkingar gerðu dýr mistök á lokasprettinum og voru í raun langt frá sínu besta þegar allt var undir í oddaleiknum í kvöld. Sport 6.4.2006 20:56
Rafmögnuð spenna í Keflavík Staðan í leik Keflavíkur og Skallagríms að loknum þriðja leikhluta er 61-60 fyrir gestina úr Borgarnesi, en heimamenn hafa heldur betur spýtt í lófana í síðari hálfleik eftir að hafa verið 14 stigum undir í hálfleik. Þær verða því væntanlega æsilegar síðustu tíu mínúturnar í leiknum, þar sem ræðst hvort liðið mætir Njarðvíkingum í úrslitum. Sport 6.4.2006 20:31
Tap fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öðrum leik sínum í röð í kvöld á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi þessa dagana. Liðið tapaði í kvöld fyrir sterku liði Hollendinga 24-22. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir íslenska liðið sem mætir Tyrkjum á morgun. Sport 6.4.2006 20:04
Skallagrímur leiðir í hálfleik Skallagrímur hefur nokkuð óvænta forystu í Keflavík í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Staðan í hálfleik er 42-28 gestunum í vil, en heimamenn hafa verið langt frá sínu besta það sem af er leiks. AJ Moye hefur skorað 12 stig fyrir Keflavík, en Hafþór Gunnarsson er kominn með 14 stig hjá Skallagrími - öll í fyrsta leikhlutanum og Pétur Guðmundsson hefur skorað 9 stig. Þá er George Byrd búinn að hirða 15 fráköst. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 6.4.2006 19:56
Örn setti Íslandsmet Sundkappinn Örn Arnarson úr SH setti Íslandsmet í 100 metra flugsundi í nótt á HM í sundi sem fram fer í Kína um þessar mundir, en keppt er í 25 metra laug. Örn synti 100 metrana á 53,17 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 38/100 úr sekúndu. Tímanum náði hann í undanrásum, en það nægði honum þó ekki til að komast í undanúrslitin. Sport 5.4.2006 17:19
Kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóvökum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði 25-21 fyrir Slóvökum í fyrsta leik sínum á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi næstu daga. Auk þess leika Hollendingar og Tyrkir á mótinu, en íslenska liðið mætir Hollendingum á morgun. Sport 5.4.2006 16:59
Þór í úrvalsdeild Körfuknattleikslið Þórs frá Þorlákshöfn vann sér í gærkvöldi sæti í Iceland-Express deildinni á næstu leiktíð þegar liðið bar öðru sinni sigurorð af Breiðablik í umspili um laust sæti á meðal þeirra bestu. Lokatölur í gær urðu 65-60 fyrir gestina úr Þorlákshöfn sem fögnuðu gríðarlega í leikslok. Sport 4.4.2006 22:19
Haukar í vænlegri stöðu Haukastúlkur eru komnar í afar vænlega stöðu í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir góðan útisigur á Keflavík 79-77 í æsispennandi öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld. Megan Mahoney skoraði 33 stig í liði Hauka í kvöld og Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig. Hjá Keflavík var Lakiste Barkus yfirburðamaður og skoraði 37 stig. Haukar hafa því unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu og geta tryggt sér titilinn á heimavelli sínum í þriðja leiknum á föstudaginn. Sport 4.4.2006 21:33
Haukar komnir yfir Haukastúlkur hafa heldur betur tekið sig saman í andlitinu í leiknum gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Haukar voru 11 stigum undir í hálfleik, en þegar þriðja leikhluta lauk hafði liðið náð forystu 61-56. Leikurinn fer fram í Keflavík, en nái Haukar að sigra í kvöld getur liðið klárað dæmið á heimavelli sínum á föstudaginn. Sport 4.4.2006 21:17
Keflavík yfir í hálfleik Keflavíkurstúlkur hafa yfir 48-34 í hálfleik gegn deildarmeisturum Hauka í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Lakiste Barkus hefur farið mikinn í liði heimamanna og skoraði 22 stig í fyrri hálfleiknum. Sport 4.4.2006 21:05
Samningur Herberts ekki endurnýjaður Nú er ljóst að KRingar munu ráða nýjan þjálfara til að taka við úrvalsdeildarliði félagsins næsta vetur því í dag tilkynnti félagið að samningur Herberts Arnarssonar yrði ekki endurnýjaður. Herbert hefur stýrt KR í tvö ár en liðið hefur ekki náð að komast í úrslitin undir hans stjórn. Sport 4.4.2006 16:30
Njarðvíkingar komnir í úrslit Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði KR-inga í vesturbænum 90-85 í sveiflukenndum leik. Njarðvíkingar höfðu yfir í hálfleik 45-42. Njarðvík vann því einvígið 3-1 og mætir annað hvort Keflvíkingum eða Skallagrími í úrslitum. Sport 3.4.2006 21:49
Skallagrímur knúði fram oddaleik Skallagrímur vann í kvöld frækinn sigur á Keflavík á heimavelli sínum Fjósinu í Borgarnesi 94-85 og því verður hreinn úrslitaleikur í Keflavík. Heimamenn voru fimm stigum undir fyrir lokaleikhlutann en tóku öll völd á síðustu tíu mínútunum, þar sem Keflvíkingar skoruðu aðeins átta stig. Sport 3.4.2006 21:40
Keflvíkingar yfir eftir þriðja leikhluta Keflvíkingar hafa fimm stiga forystu gegn Skallagrími í Borgarnesi þegar þriðji leikhluta er lokið og eru því tíu mínútum frá því að tryggja sér sæti í úrslitunum. Í vesturbænum eru Njarðvíkingar í góðri stöðu gegn KR og hafa yfir fyrir lokaleikhlutann. Sport 3.4.2006 21:16
Keflavík yfir í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 50-48 í hálfleik gegn Skallagrími í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á Íslandsmótinu í körfuknattleik. Í vesturbænum hafa KRingar yfir 45-42 gegn Njarðvík í hálfleik. Sport 3.4.2006 20:45
Skallagrímur yfir eftir fyrsta leikhluta Skallagrímur hefur yfir 23-22 eftir fyrsta leikhluta í fjórða leik liðanna í Borgarnesi í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Þá hafa Njarðvíkingar yfir 19-16 gegn KR eftir fyrsta leikhlutann í leik þeirra í DHL-höllinni. Sport 3.4.2006 20:22
Skallagrímur - Keflavík í beinni á Sýn Fjórða viðureign Skallagríms og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19:50. Keflvíkingar hafa yfir 2-1 í einvíginu og geta því tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í kvöld. Þess má geta að fylgst verður með gangi mála í leik KR og Njarðvíkur í útsendingu Sýnar, en sá leikur hefst á sama tíma. Sport 3.4.2006 15:53
Framarar misstigu sig fyrir norðan Efsta lið DHL-deildarinnar, Fram, tapaði dýrmætu stigi fyrir norðan í kvöld þegar liðið náði aðeins jafntefli við Þór á Akureyri 28-28. Þá vann Fylkir góðan útisigur á Selfyssingum 32-26. Jafnteflið hjá Fram þýðir að Haukar geta komist upp fyrir Safamýrarliðið á morgun þegar þeir mæta HK í Digranesi. Sport 31.3.2006 21:53
Njarðvík lagði KR Njarðvíkingar eru komnir með forystu í einvígi sínu við KR í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 91-80 sigur í þriðja leik liðanna í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar geta því tryggt sér farseðilinn í úrslitin með sigri í fjórða leiknum sem fer fram á heimavelli KR. Sport 31.3.2006 21:47
Tveir leikir í kvöld Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19:00 taka Þórsarar á móti toppliði Fram norður á Akureyri, og klukkan 20 mætast svo Selfoss og Fylkir á Selfossi. Sport 31.3.2006 16:57
Þriðji leikur Njarðvíkur og KR í kvöld Njarðvík og KR eigast við í Njarðvík í kvöld í undanúrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Liðin hafa unnið hvort sinn leikinn og munu KRingar eflaust vilja velgja heimamönnum undir uggum í Njarðvík í kvöld eftir góðan sigur á heimavelli sínum í síðasta leik. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Sport 31.3.2006 16:54
Aðalstjórn KR biðst afsökunar á atburðinum Aðalstjórn KR harmar að ekki hafi verið farið að gildum félagsins á herrakvöldi þess þann 17. mars. Aðalstjórn KR biðst afsökunar á því dómgreindarleysi sem hún telur umræddan atburð endurspegla og telur hann mjög óheppilegan fyrir það umfangsmikla og ábyrga uppeldisstarf sem fram fer hjá KR. Innlent 31.3.2006 16:03
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti