Erlendar

Fréttamynd

Clijsters í 8-manna úrslit

Kim Clijsters frá Belgíu er kominn í 8-manna úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir nauman sigur á Francescu Schiavlone frá Ítalíu í nótt.

Sport
Fréttamynd

Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, kom sér svo sannarlega á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 81 stig í sigri Los Angeles Lakers á Toronto Raptors 122-104. Þetta er það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í leik í sögu NBA deildarinnar á eftir 100 stiga leik Wilt Chamberlain árið 1962.

Sport
Fréttamynd

Roddick úr leik í Ástralíu

Andy Roddick var sleginn út af Opna Ástralska mótinu í tennis en hann tapaði í fjórum settum fyrir lítt þekktum Kýpurbúa. Marcos Baghdatis lék við hvern sinn fingur og vann Roddick sem er í öðru sæi heimslistans í tennis en Baghdatis er aðeins tvítugur að aldri.

Sport
Fréttamynd

Arnar beint í byrjunarliðið

Arnar Þór Viðarsson spilaði allan leikinn fyrir Twente sem tapaði 3-2 fyrir Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Arnar gekk til liðs við félagið frá Lokeren í vikunni en mistök hans urðu til þess að Ajax jafnaði á lokamínútunum áður en þeir hirtu öll stigin.

Sport
Fréttamynd

Eiður skoraði

Eiður Smári Guðjohnsen var á skotskónnum fyrir Chelsea en hann gerði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Charlton. Hermann Hreiðarsson gat ekkert gert í því þegar Eiður Smári potaði boltanum yfir línuna af stuttu færi og tók þar með foystuna fyrir Englandsmeistarana. Marcus Bent jafnaði fyrir Charlton í síðari hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir félagið og liðin skiptust því á sættan hlut.

Sport
Fréttamynd

Ferdinand afgreiddi Liverpool

Rio Ferdinand skoraði eina markið á Old Trafford í stórslag helgarinnar í enska boltanum. United er þar með komið með fjögurra stiga forskot á Liverpool. yan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp.

Sport
Fréttamynd

Barcelona vinnur 18. leikinn í röð

Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í 10 stig í kvöld með 2-0 sigri á Alaves. Osasuna tapaði í kvöld fyrir Villareal, 2-1 og hrasaði þar með niður í 3. sæti. Valencia vann Real Betis á útivelli, 0-2 og náði þar með að komast upp fyrir Osasuna í 2. sætið.

Sport
Fréttamynd

Við vorum betri síðustu 20 mínúturnar

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd er í skýjunum með sigur sinna manna á Liverpool í stórleik helgarinnar í enska fótboltanum. Rio Ferdinand skoraði sigurmark heimamanna á 90. mínútu á Old Trafford í dag. Hann segir sigurinn verðskuldaðan.

Sport
Fréttamynd

Ferdinand tryggði Man Utd sigur á Liverpool

Rio Ferdinand tryggði Manchester United síðbúinn 1-0 sigur á Liverpool í stórviðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford nú síðdegis. Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn með skalla á 90. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs.

Sport
Fréttamynd

DiMarco hirti hæsta verðlaunaféð

Hinn bandaríski Chris DiMarco hreppti í dag hæsta verðlaunaféð á opna evrópska meistaramótinu í golfi þegar hann fór með sigur af hólmi í Abu Dhabi í dag. DiMarco lauk keppni á samtals 20 höggum undir pari en annar varð Svíinn Henrik Stenson á 19 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Juventus endurheimti 8 stiga forystu

Juventus endurheimti naumlega 8 stiga forystu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið sigraði Empoli 2-1. Eftir að hafa lent 0-1 undir á heimavelli sínum var það varnarmaðurinn Fabio Cannavaro sem gerðist hetja heimamanna og skoraði bæði mörk Juve.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á Old Trafford

Nú stendur yfir einn af stórleikjum ársins í enska fótboltanum þar sem staðan er markalaus hjá Man Utd og Liverpool þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Leikurinn hefur verið jafn þó Liverpool hafi verið meira með boltann sem nemur 57% gegn 43% heimamanna í Man Utd. Leikurinn hófst kl. 16:05 og er hægt að fylgjast með gangi mála í honum hér á úrslitaþjónustu Vísis hægra meginn á íþróttasíðunni.

Sport
Fréttamynd

Grönholm sigraði með mínútu forskoti

Marcus Grönholm fór með sigur af hólmi í Monte Carlo-rallinu sem lauk í dag en þessi snjalli Finni ekur á Ford. Grönholm varð rúmri mínútu á undan heimsmeistaranum Sebastien Loeb sem stal senunnni í rallinu í gær þegar hann gerði sér lítið fyrir og vann allar sérleiðir dagsins.

Sport
Fréttamynd

Slæm byrjun hjá Arnari í Hollandi

Arnar Þór Viðarsson lék í dag sinn fyrsta leik með hollenska úrvalsdeildarliðinu Twente sem tapaði á heimavelli fyrir Ajax 2-3. Arnar lék allan leikinn með Twente sem var með unninn leik í lúkunum en staðan var 2-1 fyrir Twente þegar 2 mínútur voru til leiksloka. Þá urðu Arnari á dýr mistök...

Sport
Fréttamynd

Charlton stöðvaði sigurgöngu Chelsea

Chelsea mistókst að vinna sinn ellefta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar meistararnir gerðu 1-1 jafntefli við Charlton. Eiður Smári Guðjohnsen kom Chelsea yfir á 18. mínútu en Marcus Bent kom inn á af varamannabekk Charlton og jafnaði metin. Bæði Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson (Charlton) léku allan leikinn með sínum liðum.

Sport
Fréttamynd

Beckham og Carlos með glæsimörk fyrir Real Madrid

Real Madrid komst í gærkvöldi í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Cadiz. Mörk úr tveimur heimsklassaaukaspyrnum frá Robert Carlos og David Beckham tryggðu sigurinn. Atlético Madrid komst í 11. sæti deildarinnar í gærkvöldi þar sem liðið er með 23 stig með góðum 0-2 útisigri Real Zaragoza. 8 leikir eru á dagkrá La Liga á Spáni í dag;

Sport
Fréttamynd

Eiður búinn að skora gegn Charlton

Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skora fyrir Chelsea gegn Charlton en liðin eigast nú við á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mark Eiðs kom eftir rúmlega 17 mínútna leik eftir sendingu frá Damien Duff og gerði Eiður sér lítið fyrir og skallaði boltann í netið á nærstöng. Staðan 1-0.

Sport
Fréttamynd

Dagný í 43. sæti en Björgvin úr leik

Björgvin Björgvinsson frá Dalvík féll úr keppni í morgun í fyrri ferð á heimsbikarmótinu í skíðum í sem fram fer í Austurríki. Þá er Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri í 43. sæti í bruni kvenna á heimsbikarmótinu í St. Moritz í Sviss en síðar í dag verður keppt í svigi og með góðum árangri þar getur Dagný komist ofar þar sem sameiginlega er keppt í bruni og svigi í dag.

Sport
Fréttamynd

Eiður í byrjunarliði Chelsea gegn Charlton

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikurinn hófst kl. 13:30. Chelsea getur unnið sinn ellefta sigur í röð í deildinni í dag á meðan Charlton reynir að komast upp í efri hluta deildarinnar með sigri. Hermann er að venju í byrjunarliði Charlton.

Sport
Fréttamynd

West Ham kaupir sóknarmann á 7.25 milljónir punda

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham styrkti lið sitt til muna í dag þegar samningar náðust við 1. deildarlið Norwich City um kaup á sóknarmanninum Dean Ashton. Kaupverðið er engin skiptimynt eða 7.25 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla leikmann. Ashton sem lék áður með U21 árs landsliði Englendinga skoraði 18 mörk í 46 leikjum fyrir Norwich.

Sport
Fréttamynd

LeBron James skoraði 51 stig

Ungstirnið LeBron James skoraði 51 stig þegar lið Cleveland Cavaliers vann 108-90 sigur á Utah Jazz í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem James skorar yrir 50 stig í leik en árangur hans í nótt er sérstakur á tvo vegu. Annars vegar í ljósi þess að hann spilaði meiddur á hné. "Vá. Það eina sem ég get sagt er VÁ," sagði þjálfari hans, Mike Brown.

Sport
Fréttamynd

Við verðum að vinna Liverpool

Ruud van Nistelrooy, sóknarmaður Manchester United, hlakkar gífurlega til stórleiks helgarinnar í enska fótboltanum en Rauðu Djöflarnir fá Liverpool í heimsókn á Old Trafford í dag. "Liverpool er á frábærri siglingu þessa dagana en við höfum unnið önnur lið í svipaðri stöðu áður..."

Sport
Fréttamynd

Létt hjá Inter Milan

Inter Milan saxaði á forskot Juventus niður í 5 stig á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 3-0 sigri á Palermo. Inter er nú með 48 stig í 2. sæti deildarinnar en Juventus á leik til góða. Einnig í kvöld gerðu Lazio og Cagliari 1-1 jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Guðjón á réttri leið með Notts County

Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku 2. deildinni í knattspyrnunni vann í dag þriðja leikinn af síðustu fjórum þegar liðið sigraði Shrewsbury 2-1. Notts County stefnir nú óðum ofar í deildinni og er nú í 11. sæti, aðeins fjórum stigum frá umspilssæti.

Sport
Fréttamynd

Grétar lék allan leikinn með Alkmaar

Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með AZ Alkmaar sem gerði 1-1 jafntefli við Gröningen í hollenska fótboltanum í kvöld. Alkmaar er í 2. sæti deildarinnar með 45 stig og mistókst þannig að saxa meira á forskot toppliðs PSV Eindhoven sem er með 45 stig.

Sport
Fréttamynd

Garðar kom inn á hjá Dunfermline

Garðar Gunnlaugsson lék sínar fyrstu mínútur í skoska fótboltanum í dag þegar hann kom inn á sem varamaður hjá Dunfermline sem tapaði á útivelli, 3-1 fyrir Hibernian í Edinborg. Garðar sem fór frá Landsbankadeildarliði Vals í vetur kom inn á þegar 16 mínútur voru til leiksloka en náði ekki að setja mark sitt á leikinn í þetta sinn.

Sport
Fréttamynd

Eto'o með þrennu fyrir Kamerún

Markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Samuel Eto'o sóknarmaður Barcelona stendur allstaðar undir væntingum þessa dagana en hann skoraði þrennu fyrir landslið Kamerún sem vann Angóla 3-1 á Afríkukeppninni í kvöld. Liðin leika í B-riðli og í hinum leik riðilsins vann Kongó 2-0 sigur á Tógó. Lomana Tresor LuaLua leikmaður Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni skoraði annað mark Kongó.

Sport
Fréttamynd

NFL undanúrslitin annað kvöld

Á morgun verða leiknir undanúrslitaleikirnir í bandaríska fótboltanum NFL. Báðir leikirnir verða sýndir á Sýn. Denver Broncos og Pittsburg Steelers mætast í fyrri leiknum klukkan 20:30 og Seattle og Carolina í seinni leiknum um klukkan 22:30.

Sport
Fréttamynd

Loksins sigur hjá Sunderland

Botnlið Sunderland náði sínu 9. stigi í ensku úrvalsdeildinni i knattspyrnu í kvöld þegar liðið vann 0-1 útisigur á W.B.A. Það var Anthony Le Tallec sem skoraði markið mikilvæga á 72. mínútu en leiknum var að ljúka.

Sport
Fréttamynd

Mellor tryggði Wigan sigur í blálokin

Birmingham náði að laga markatöluna sína þegar liðið tók Portsmouth í bakaríið með 5-0 sigri í botnslagnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tottenham sem er í 4. sæti gerði aðeins markalaust jafntefli við Aston Villa. Blackburn vann nauman útisigur á Newcastle, 0-1 og Neil Mellor lánsmaður frá Liverpool skoraði sigurmark Wigan á lokamínútu leiksins í 2-3 sigri á Middlesbrough.

Sport