Erlent Ítalir heimsmeistarar í knattspyrnu Ítalir urðu í gær heimsmeistarar í knattspyrnu í fjórða sinn eftir að hafa lagt Frakka að velli. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni að lokinni framlengingu. Erlent 10.7.2006 07:08 Ítalir eru heimsmeistarar í knattspyrnu Ítalir eru heimsmeistarar í knattspyrnu eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik HM í kvöld. Zinedine Zidane kom Frökkum yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi leiksins, en Marco Materazzi jafnaði metin fyrir ítalska liðið skömmu síðar. Liðunum tókst svo ekki að skora í venjulegum leiktíma eða í framlengingu, en taugar Ítala héldu betur í vítakeppninni. Aðeins framherjinn David Trezeguet misnotaði spyrnu sína þegar skot hans hafnaði í slá og Ítalir því heimsmeistarar 2006. Erlent 9.7.2006 20:40 Hafna vopnahléi Allt virðist á leiðinni í sama farið á Gaza, eftir að Ísraelsmenn höfnuðu í gær tilboði um vopnahlé frá forsætisráðherra Palestínu. Framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna krefst þess að Ísraelsmenn leyfi hjálparstarfsmönnum að vinna óhindrað á svæðinu. Erlent 9.7.2006 12:08 Hagvöxtur eykst Heimsmeistaramótið í fótbolta eykur hagvöxt í Þýskalandi um núll komma þrjú prósent og tuttugu og fimm þúsund ný störf lifa áfram eftir að keppninni lýkur. Fjöldi áhorfenda er þegar mættur á Olympíuleikvanginn í Berlín, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í kvöld. Erlent 9.7.2006 12:02 145 létust í flugslysi í Rússlandi í morgun 145 manns fórust og 55 slösuðust þegar rússnesk Airbus A-310 farþegaflugvél fórst á flugvellinum í Irkutsk í Síberíu í nótt. Vélin rann yfir flugbrautina, skall utan í steinvegg og hafnaði loks á húsi þar sem hún brotnaði. Vélin varð alelda á skömmum tíma en um 50 manns tókst þó að forða sér úr brennanndi flakinu. Erlent 9.7.2006 08:42 Schweinsteiger stal senunni í sigri Þjóðverja Gestgjafarnir Þjóðverjar kórónuðu frábært heimsmeistaramót með því að tryggja sér þriðja sætið í dag þegar þeir lögðu Portúgala að velli 3-1 í Stuttgart í dag. Bastian Schweinsteiger hlaut uppreisn æru þegar hann skoraði tvö af mörkum þýska liðsins og var maðurinn á bak við það þriðja. Nuno Gomez minnkaði muninn fyrir Portúgala skömmu fyrir leikslok, eftir sendingu frá Luis Figo sem var að spila sinn síðasta leik fyrir landsliðið. Fótbolti 8.7.2006 20:34 Sex ára stúlka lætur lífið í loftárás Sex ára palestínsk stúlka lést í loftárás Ísraelshers nú undir kvöld. Það glittir þó í ljós í myrkrinu á Gasa-svæðinu, eftir að Ísraelsher dró liðsafla sinn á norðurhluta Gasa til baka í morgun. Erlent 8.7.2006 17:41 Sjötug mamma Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. Erlent 8.7.2006 17:29 Kallar eftir friði Forsætisráðherra Palestínu kallaði í morgun eftir friði á Gaza svæðinu. Þá hefur Ísraelsher dregið liðsafla sinn á norðurhluta Gaza til baka yfir landamæri Ísraels. Svæðið hefur gjörsamlega logað í óeirðum undanfarna daga og enn sauð uppúr í morgun. Erlent 8.7.2006 12:21 Komu í veg fyrir hryðjuverk Bandaríska Alríkislögreglan, FBI, tilkynnti í dag að starfsmönnum þeirra hefið tekist að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir á samgöngukerfi New York borgar. Hópur erlendra hryðjuverkamanna hafði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna um nokkurt skeið. Erlent 7.7.2006 17:52 Telja stjórnvöld hafa rétt til að ráða Hamas-leiðtoga af dögum Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Gaza-ströndina í morgun, bæði úr lofti og á landi. Þorri ísraelsks almennings telur að stjórnvöld hafi rétt til að ráða leiðtoga Hamas-samtakanna af dögum. Erlent 7.7.2006 12:25 Dagbækur Columbine morðingjanna gerðar opinbera Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gert opinber gögn frá fjölskyldum drengjanna tveggja sem myrtu 12 skólafélaga sína og kennara í gagnfræðiskólanum Columbine árið 1998. Meðal þess sem var gert opinbert eru dagbókafærslur drengjanna. Erlent 7.7.2006 12:21 Fjárfestir í föðurlandinu Viðskipti erlent 7.7.2006 10:07 Vill að alþjóðasamfélagið stöðvi aðgerðir Ísraelshers Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, vill að alþjóðasamfélagið reyni að stöðva aðgerðir Ísraela á Gaza svæðinu. Að minnsta kosti tuttugu og tveir Palestínumenn féllu í árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í gærkvöld sem var einn versti átakadagur á svæðinu frá því að Ísraelsmenn réðust þar inn í leit að hermanni sem er í haldi Palestínumanna. Loftárásir Ísraela héldu áfram í nótt og í morgun og hefur Haniyeh, kallað stórsóknina glæpi gegn mannkyninu. að sögn Ísraelsher beinast aðgerðir þeirra gegn vopnuðum Palestínumönnum. Aðgerðir Ísraelsá Gaza að undanförnu eru þær umfangsmestu síðan Ísraelsher yfirgaf Gazasvæðið fyrir tæplega ári síðan. Erlent 7.7.2006 09:44 Bush Bandaríkjaforseti kominn á sjötugsaldur George Bush, Bandaríkjaforseti, er sextugur í dag. Hann ætlar þó ekki að halda daginn hátíðlega. Bush gerði lítið úr aldri sínum í dag og sagði að kvöldið yrði notað til að snæða kvöldverð með stjórnmálamönnum í Chicago, þess á meðal borgarstjóranum og demókratanum Richard Daley. Erlent 6.7.2006 23:06 Vill að alþjóðasamfélagið stöðvi aðgerðir Ísraela Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, vill að alþjóðasamfélagið reyni að stöðva aðgerðir Ísraela á Gaza svæðinu. Haniyeh segir árásirnar glæpi gegn mannkyninu en hann heimsótti fórnarlömb árásanna á Shifa spítalann í Gaza borg í kvöld. Erlent 6.7.2006 22:58 Bandarískur hermaður játaði nauðgun og morð Steven Green, fyrrverandi bandarískur hermaður, játaði í dag að hafa nauðgað stúlku í Írak og drepið hana og fjölskyldu hennar. Maðurinn sem er 21 árs var leystur frá störfum í hernum þar sem hann var sagður þjást af persónuleikaröskun. Erlent 6.7.2006 22:42 Sautján látnir í átökum á Gaza í dag Að minnsta kosti sextán Palestínumenn féllu í árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í kvöld. Herinn hefur fengið skipanir um að ráðast enn lengra inn á Gazasvæðið. Ofbeldið í dag er það mesta síðan Ísraelsher yfirgaf Gazasvæðið fyrir tæplega ári síðan. Erlent 6.7.2006 20:52 Felipe Calderon næsti forseti Mexíkó Nú þegar búið er að telja yfir nítíu og átta prósent atkvæða í forsetakosningunum í Mexíkó er ljóst að frambjóðandi hægrimanna Felipe Calderon hefur tryggt sér nauman meirihluta. Kosningarnar fóru fram á sunnudaginn var og endurtelja þurfti atkvæðin. Felipe Calderon fór jafnframt með sigur af hólmi eftir að atkvæði höfðu fyrst verið talin. Frambjóðandi vinstrimanna, Andres Manuel Lopez Obrador, frambjóðandi vinstrimanna, ætlar ekki að sætta sig við úrslitin og segjist ætla að láta ákveðinn kjördómstól fara yfir þau. Endanleg úrslit liggja því jafnvel ekki fyrir fyrr en í september. Lopez Orbador hefur skorað á stuðningsmenn sína að fjölmenna á mótmælafund í Mexíkóborg á laugardaginn og sýna þannig stuðning við hann. Erlent 6.7.2006 17:16 Sumarstarfsmaður forðar tuttugu bílum úr eldsvoða Sextán ára norskur strákur í sumarvinnu á bílasölu sem selur lúxusbíla, vann aldeilis fyrir kaupinu sínu þegar kviknaði í næsta húsi við bílasöluna, um nótt. Strákurinn kom á vettvang klukkan fimm um morguninn og sá strax að eldurinn var að berast í bílasöluna. Hann fór því inn í sýningarsalinn og keyrði tuttugu bíla út, hvern á eftir öðrum, meðal annars rándýran Ferrari. Hann ræddi svo við lögregluna sem gerði ekki athugasemdir við aksturinn, þótt stráksi sé ekki kominn með bílpróf. Erlent 6.7.2006 15:15 Hatursglæpur að dreifa áróðri Fjórir Svíar hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæp í Hæstarétti landsins. Þeir höfðu áður verið sýknaðir í undirrétti. Mennirnir höfðu dreift fluguritum, fyrir utan skóla, þar sem því var meðal annars haldið fram að útbreiðsla alnæmis væri fyrst og fremst samkynhneigðum að kenna. Erlent 6.7.2006 15:12 Forsætisráðherra fluttur á spítala eftir býflugnaárás Anders Fogh, forsætisráðherra Danmerkur, var fluttur lífshættulega veikur á sjúkrahús, um síðustu helgi, eftir að svermur af býflugum réðist á hann. Forsætisráðherrann var að klippa hekk í garði sínum þegar þetta gerðist. Hann forðaði sér á hlaupum, en fékk fimm eða sex stungur í höfuðið og hálsinn. Erlent 6.7.2006 14:43 Engar stýrivaxtabreytingar í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað að loknum mánaðarlegum fundi sínum í dag að fylgja fordæmi evrópska seðlabankans og hækka ekki stýrivexti í dag. Þeir eru 4,5 prósent og hafa staðið óbreyttir í 11 mánuði. Viðskipti erlent 6.7.2006 12:43 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Stjórn seðlabanka Evrópu ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 2,75 prósentum. Búist er við að Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, muni boða hækkanir stýrivaxta í næsta mánuði. Viðskipti erlent 6.7.2006 12:09 Norður-Kóreumenn hyggjast skjóta fleiri flaugum á loft Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast ekki vera bundin af yfirlýsingum sínum um að fresta eldflaugatilraunum. Þvert á móti hyggjast Norður-Kóreumenn skjóta fleiri flaugum á loft. Erlent 6.7.2006 11:42 GM gegn samvinnu Viðskipti erlent 6.7.2006 11:06 Fíkniefni í Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar i Kópavogi í gærkvöldi og í nótt, en ekkert þeirra var meiriháttar og í engu tilviki leikur grunur á að efnin sem fundust, hafi verið ætluð til sölu. Öll málin hófust með þvi að lögreglan stöðvaði bíla til að kanna ástand ökumanna og ökutækja. Fundust þá fíkniefni ýmist á fólki í bílunum eða falin í bílunum. Öllum var sleppt að yfirheyrslum loknum. Innlent 6.7.2006 10:49 Olíuverð fór í sögulegt hámark Heimsmarkaðsverð á olíu náði sögulegu hámarki í gær í kjölfar tilraunaeldflaugaskots Norður-Kóreumanna á þriðjudag og vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Tilraunir Norður-Kóreumanna urðu þess valdandi að fjárfestar héldu að sér höndum og lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Asíu og Evrópu. Viðskipti erlent 6.7.2006 09:51 Ekkert lát á árásum Ísraelshers Ekkert lát virðist vera á árásum Ísraelshers á Gaza svæðinu en hernum hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palenstínumanna og koma í veg fyrir árasir á ísraelskt landsvæði. Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað Ísrael um að hafa brjóta grundvallarreglur alþjóðlegra mannréttinda gegn óbreyttum borgurum. Erlent 6.7.2006 09:39 Hlupu hálfnakin gegn nautahlaupi Dýraverndunarsinnar hlupu fáklæddir og sumir jafnvel natkir um götur Pamplona á Spáni í dag til að mótmæla árlegu nautahlaupi sem verður þar í borg á föstudaginn. Aðstandendur mótmælanna telja að um það bil þúsund manns hafi tekið þátt í hlaupinu í dag en yfrvöld draga þá talningu i efa. Erlent 5.7.2006 22:37 « ‹ 314 315 316 317 318 319 320 321 322 … 334 ›
Ítalir heimsmeistarar í knattspyrnu Ítalir urðu í gær heimsmeistarar í knattspyrnu í fjórða sinn eftir að hafa lagt Frakka að velli. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni að lokinni framlengingu. Erlent 10.7.2006 07:08
Ítalir eru heimsmeistarar í knattspyrnu Ítalir eru heimsmeistarar í knattspyrnu eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik HM í kvöld. Zinedine Zidane kom Frökkum yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi leiksins, en Marco Materazzi jafnaði metin fyrir ítalska liðið skömmu síðar. Liðunum tókst svo ekki að skora í venjulegum leiktíma eða í framlengingu, en taugar Ítala héldu betur í vítakeppninni. Aðeins framherjinn David Trezeguet misnotaði spyrnu sína þegar skot hans hafnaði í slá og Ítalir því heimsmeistarar 2006. Erlent 9.7.2006 20:40
Hafna vopnahléi Allt virðist á leiðinni í sama farið á Gaza, eftir að Ísraelsmenn höfnuðu í gær tilboði um vopnahlé frá forsætisráðherra Palestínu. Framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna krefst þess að Ísraelsmenn leyfi hjálparstarfsmönnum að vinna óhindrað á svæðinu. Erlent 9.7.2006 12:08
Hagvöxtur eykst Heimsmeistaramótið í fótbolta eykur hagvöxt í Þýskalandi um núll komma þrjú prósent og tuttugu og fimm þúsund ný störf lifa áfram eftir að keppninni lýkur. Fjöldi áhorfenda er þegar mættur á Olympíuleikvanginn í Berlín, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í kvöld. Erlent 9.7.2006 12:02
145 létust í flugslysi í Rússlandi í morgun 145 manns fórust og 55 slösuðust þegar rússnesk Airbus A-310 farþegaflugvél fórst á flugvellinum í Irkutsk í Síberíu í nótt. Vélin rann yfir flugbrautina, skall utan í steinvegg og hafnaði loks á húsi þar sem hún brotnaði. Vélin varð alelda á skömmum tíma en um 50 manns tókst þó að forða sér úr brennanndi flakinu. Erlent 9.7.2006 08:42
Schweinsteiger stal senunni í sigri Þjóðverja Gestgjafarnir Þjóðverjar kórónuðu frábært heimsmeistaramót með því að tryggja sér þriðja sætið í dag þegar þeir lögðu Portúgala að velli 3-1 í Stuttgart í dag. Bastian Schweinsteiger hlaut uppreisn æru þegar hann skoraði tvö af mörkum þýska liðsins og var maðurinn á bak við það þriðja. Nuno Gomez minnkaði muninn fyrir Portúgala skömmu fyrir leikslok, eftir sendingu frá Luis Figo sem var að spila sinn síðasta leik fyrir landsliðið. Fótbolti 8.7.2006 20:34
Sex ára stúlka lætur lífið í loftárás Sex ára palestínsk stúlka lést í loftárás Ísraelshers nú undir kvöld. Það glittir þó í ljós í myrkrinu á Gasa-svæðinu, eftir að Ísraelsher dró liðsafla sinn á norðurhluta Gasa til baka í morgun. Erlent 8.7.2006 17:41
Sjötug mamma Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. Erlent 8.7.2006 17:29
Kallar eftir friði Forsætisráðherra Palestínu kallaði í morgun eftir friði á Gaza svæðinu. Þá hefur Ísraelsher dregið liðsafla sinn á norðurhluta Gaza til baka yfir landamæri Ísraels. Svæðið hefur gjörsamlega logað í óeirðum undanfarna daga og enn sauð uppúr í morgun. Erlent 8.7.2006 12:21
Komu í veg fyrir hryðjuverk Bandaríska Alríkislögreglan, FBI, tilkynnti í dag að starfsmönnum þeirra hefið tekist að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir á samgöngukerfi New York borgar. Hópur erlendra hryðjuverkamanna hafði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna um nokkurt skeið. Erlent 7.7.2006 17:52
Telja stjórnvöld hafa rétt til að ráða Hamas-leiðtoga af dögum Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Gaza-ströndina í morgun, bæði úr lofti og á landi. Þorri ísraelsks almennings telur að stjórnvöld hafi rétt til að ráða leiðtoga Hamas-samtakanna af dögum. Erlent 7.7.2006 12:25
Dagbækur Columbine morðingjanna gerðar opinbera Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gert opinber gögn frá fjölskyldum drengjanna tveggja sem myrtu 12 skólafélaga sína og kennara í gagnfræðiskólanum Columbine árið 1998. Meðal þess sem var gert opinbert eru dagbókafærslur drengjanna. Erlent 7.7.2006 12:21
Vill að alþjóðasamfélagið stöðvi aðgerðir Ísraelshers Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, vill að alþjóðasamfélagið reyni að stöðva aðgerðir Ísraela á Gaza svæðinu. Að minnsta kosti tuttugu og tveir Palestínumenn féllu í árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í gærkvöld sem var einn versti átakadagur á svæðinu frá því að Ísraelsmenn réðust þar inn í leit að hermanni sem er í haldi Palestínumanna. Loftárásir Ísraela héldu áfram í nótt og í morgun og hefur Haniyeh, kallað stórsóknina glæpi gegn mannkyninu. að sögn Ísraelsher beinast aðgerðir þeirra gegn vopnuðum Palestínumönnum. Aðgerðir Ísraelsá Gaza að undanförnu eru þær umfangsmestu síðan Ísraelsher yfirgaf Gazasvæðið fyrir tæplega ári síðan. Erlent 7.7.2006 09:44
Bush Bandaríkjaforseti kominn á sjötugsaldur George Bush, Bandaríkjaforseti, er sextugur í dag. Hann ætlar þó ekki að halda daginn hátíðlega. Bush gerði lítið úr aldri sínum í dag og sagði að kvöldið yrði notað til að snæða kvöldverð með stjórnmálamönnum í Chicago, þess á meðal borgarstjóranum og demókratanum Richard Daley. Erlent 6.7.2006 23:06
Vill að alþjóðasamfélagið stöðvi aðgerðir Ísraela Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, vill að alþjóðasamfélagið reyni að stöðva aðgerðir Ísraela á Gaza svæðinu. Haniyeh segir árásirnar glæpi gegn mannkyninu en hann heimsótti fórnarlömb árásanna á Shifa spítalann í Gaza borg í kvöld. Erlent 6.7.2006 22:58
Bandarískur hermaður játaði nauðgun og morð Steven Green, fyrrverandi bandarískur hermaður, játaði í dag að hafa nauðgað stúlku í Írak og drepið hana og fjölskyldu hennar. Maðurinn sem er 21 árs var leystur frá störfum í hernum þar sem hann var sagður þjást af persónuleikaröskun. Erlent 6.7.2006 22:42
Sautján látnir í átökum á Gaza í dag Að minnsta kosti sextán Palestínumenn féllu í árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í kvöld. Herinn hefur fengið skipanir um að ráðast enn lengra inn á Gazasvæðið. Ofbeldið í dag er það mesta síðan Ísraelsher yfirgaf Gazasvæðið fyrir tæplega ári síðan. Erlent 6.7.2006 20:52
Felipe Calderon næsti forseti Mexíkó Nú þegar búið er að telja yfir nítíu og átta prósent atkvæða í forsetakosningunum í Mexíkó er ljóst að frambjóðandi hægrimanna Felipe Calderon hefur tryggt sér nauman meirihluta. Kosningarnar fóru fram á sunnudaginn var og endurtelja þurfti atkvæðin. Felipe Calderon fór jafnframt með sigur af hólmi eftir að atkvæði höfðu fyrst verið talin. Frambjóðandi vinstrimanna, Andres Manuel Lopez Obrador, frambjóðandi vinstrimanna, ætlar ekki að sætta sig við úrslitin og segjist ætla að láta ákveðinn kjördómstól fara yfir þau. Endanleg úrslit liggja því jafnvel ekki fyrir fyrr en í september. Lopez Orbador hefur skorað á stuðningsmenn sína að fjölmenna á mótmælafund í Mexíkóborg á laugardaginn og sýna þannig stuðning við hann. Erlent 6.7.2006 17:16
Sumarstarfsmaður forðar tuttugu bílum úr eldsvoða Sextán ára norskur strákur í sumarvinnu á bílasölu sem selur lúxusbíla, vann aldeilis fyrir kaupinu sínu þegar kviknaði í næsta húsi við bílasöluna, um nótt. Strákurinn kom á vettvang klukkan fimm um morguninn og sá strax að eldurinn var að berast í bílasöluna. Hann fór því inn í sýningarsalinn og keyrði tuttugu bíla út, hvern á eftir öðrum, meðal annars rándýran Ferrari. Hann ræddi svo við lögregluna sem gerði ekki athugasemdir við aksturinn, þótt stráksi sé ekki kominn með bílpróf. Erlent 6.7.2006 15:15
Hatursglæpur að dreifa áróðri Fjórir Svíar hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæp í Hæstarétti landsins. Þeir höfðu áður verið sýknaðir í undirrétti. Mennirnir höfðu dreift fluguritum, fyrir utan skóla, þar sem því var meðal annars haldið fram að útbreiðsla alnæmis væri fyrst og fremst samkynhneigðum að kenna. Erlent 6.7.2006 15:12
Forsætisráðherra fluttur á spítala eftir býflugnaárás Anders Fogh, forsætisráðherra Danmerkur, var fluttur lífshættulega veikur á sjúkrahús, um síðustu helgi, eftir að svermur af býflugum réðist á hann. Forsætisráðherrann var að klippa hekk í garði sínum þegar þetta gerðist. Hann forðaði sér á hlaupum, en fékk fimm eða sex stungur í höfuðið og hálsinn. Erlent 6.7.2006 14:43
Engar stýrivaxtabreytingar í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað að loknum mánaðarlegum fundi sínum í dag að fylgja fordæmi evrópska seðlabankans og hækka ekki stýrivexti í dag. Þeir eru 4,5 prósent og hafa staðið óbreyttir í 11 mánuði. Viðskipti erlent 6.7.2006 12:43
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Stjórn seðlabanka Evrópu ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 2,75 prósentum. Búist er við að Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, muni boða hækkanir stýrivaxta í næsta mánuði. Viðskipti erlent 6.7.2006 12:09
Norður-Kóreumenn hyggjast skjóta fleiri flaugum á loft Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast ekki vera bundin af yfirlýsingum sínum um að fresta eldflaugatilraunum. Þvert á móti hyggjast Norður-Kóreumenn skjóta fleiri flaugum á loft. Erlent 6.7.2006 11:42
Fíkniefni í Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar i Kópavogi í gærkvöldi og í nótt, en ekkert þeirra var meiriháttar og í engu tilviki leikur grunur á að efnin sem fundust, hafi verið ætluð til sölu. Öll málin hófust með þvi að lögreglan stöðvaði bíla til að kanna ástand ökumanna og ökutækja. Fundust þá fíkniefni ýmist á fólki í bílunum eða falin í bílunum. Öllum var sleppt að yfirheyrslum loknum. Innlent 6.7.2006 10:49
Olíuverð fór í sögulegt hámark Heimsmarkaðsverð á olíu náði sögulegu hámarki í gær í kjölfar tilraunaeldflaugaskots Norður-Kóreumanna á þriðjudag og vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Tilraunir Norður-Kóreumanna urðu þess valdandi að fjárfestar héldu að sér höndum og lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Asíu og Evrópu. Viðskipti erlent 6.7.2006 09:51
Ekkert lát á árásum Ísraelshers Ekkert lát virðist vera á árásum Ísraelshers á Gaza svæðinu en hernum hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palenstínumanna og koma í veg fyrir árasir á ísraelskt landsvæði. Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað Ísrael um að hafa brjóta grundvallarreglur alþjóðlegra mannréttinda gegn óbreyttum borgurum. Erlent 6.7.2006 09:39
Hlupu hálfnakin gegn nautahlaupi Dýraverndunarsinnar hlupu fáklæddir og sumir jafnvel natkir um götur Pamplona á Spáni í dag til að mótmæla árlegu nautahlaupi sem verður þar í borg á föstudaginn. Aðstandendur mótmælanna telja að um það bil þúsund manns hafi tekið þátt í hlaupinu í dag en yfrvöld draga þá talningu i efa. Erlent 5.7.2006 22:37
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent