Erlent

Fréttamynd

Segir Sýrlendinga ábyrga

Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir Sýrlendinga bera ábyrgð á örlögum ísraelska hermannsins sem hefur verIð í haldi herskárra Palestínumanna í Rúma viku. Hann er sagður í haldi manna sem tengist Hamas-samtökunum sem leiða heimastjórn Palestínumanna. Peretz lagði áherslu á það í dag að Khaled Mashaal, æðsti leiðtogi Hamas, hefðist við í Sýrlandi og því teldu Ísraelar ljóst að Hamas og Mashaal störfuðu með stuðningi stjórnvalda í Damascus. Ísraelar hafa sent herlið sitt til árása á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermannsins.

Erlent
Fréttamynd

Virði hlutar BAE í Airbus rýr

Fjárfestingarbankinn Rothschild metur 20 prósenta hlut breska hergagnaframleiðandans BAE Systems í flugvélaframleiðandanum Airbus á 2,75 milljarða evrur, jafnvirði 268,.5 milljarða íslenskra króna. BAE Systems hafði vonast til að mat hlutarins yrði tvöfalt hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kosningaúrslit í Mexíkó enn ókunn

Úrslit forseta kosninganna í Mexíkó verða ekki kunn fyrr en á miðvikudag. Mjög mjótt er á mununum en útgönguspár sýna að frambjóðendurnir Andres Manuel Lopez Obrador og íhaldsmaðurinn Felipe Calderon séu nær hnífjafnir. Óttast er að ef niðurstöður kosninganna verða samkvæmt spánum þá gæti það leitt til stjórnmálakreppu, mótmæla og óstöðugleika í Mexikó. Báðir frambjóðendur hafa lýst yfir sigri í kosningunum en segjast þó munu virða úrslitin hver svo sem þau kunna að vera.

Erlent
Fréttamynd

Heimsmeistarakeppni í eldamennsku á grilli

Fyrsta heimsmeistarakeppnin í eldamennsku á grilli var haldin í Rússlandi í gær. Engum sögum fer af sigurvegara keppninnar en hún þykir vera merki um vaxandi vinsældir vestrænna siða í landinu. Formaður alheimssamtaka grillara segir eldamennsku á grilli breiðast út í austur Evrópu eins og eldur í sinu og þess sé ekki langt að bíða að Kínverjir taki upp þennan ágæta sið.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar halda áfram árásum á Gaza

Miklum blóðsúthellingum er spáð ef Ísraelar hætta ekki aðgerðum sínum fyrir því að ísraelskur hermaður verði látinn úr haldi herskárra Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Möguleiki á vinstristjórn

Mexíkóbúar gengu til þingkosninga í gær og kusu um það hvort Mexíkó yrði síðasta land Suður-Ameríku til að kjósa vinstristjórn.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrum hippar mótmæla

Hópur danskra fyrrverandi hippa, sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum fyrir mótmæli sín gegn Bandaríkjunum, ætlar að koma saman á ný í næstu viku til að mótmæla framkomu bandarískra yfirvalda gagnvart föngunum í Guantanamo-fangabúðunum.

Erlent
Fréttamynd

Sagðir nauðga og myrða

Fimm bandarískir hermenn sæta nú rannsókn vegna ásakana um að hafa nauðgað ungri konu í Írak og drepið hana svo ásamt þremur fjölskyldumeðlimum hennar, að sögn talsmanna Bandaríkjahers.

Erlent
Fréttamynd

Réðust á skrifstofu ráðherra

Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels þrýsti enn harðar á Palestínumenn í gær og skipaði Ísraelsher að gera allt sem hægt er til að frelsa ísraelska hermanninn sem hefur verið í haldi Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Kona Saddams eftirlýst í Írak

Í gær gaf Íraksstjórn frá sér lista yfir eftirlýsta menn landsins, 41 að tölu, og á listanum eru meðal annars eiginkona Saddams Hussein og elsta dóttir þeirra. Ekki var lagt fé til höfuðs þeim en allt að 10 milljón bandaríkjadölum er heitið þeim sem handsama aðra á listanum.

Erlent
Fréttamynd

Forstjórar segja af sér

Tveir forstjórar fyrirtækisins EADS, Noel Forgeard og Gustav Humbert, sögðu starfi sínu lausu á sunnudag vegna vandræða með nýju A380 þotu Airbus, en EADS á 80 prósent í fyrirtækinu.

Erlent
Fréttamynd

Hermenn og túlkur létust

Tveir breskir hermenn og afganskur túlkur létust í árás á herstöð Breta í Afganistan í gær. 10.000 hermenn frá Afganistan og bandamenn þeirra hafa barist hart undanfarna daga í mestu árásum í landinu frá því árið 2001.

Erlent
Fréttamynd

Brotnaði í bambusleit

Illa fór fyrir kínverskri risapöndu sem teygði sig aðeins of langt eftir bambus þaðan sem hún hékk uppi í háu tré.

Erlent
Fréttamynd

160 milljónir reykja hass

Rúmlega 160 milljónir jarðarbúa reykja kannabisefni að staðaldri, enda þótt efnið sé orðið mun hættulegra en áður. Ríkisstjórnir Evrópu skella skollaeyrum við sívaxandi kókaínneyslu íbúa álfunnar. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandann.

Erlent
Fréttamynd

Harkan eykst fyrir botni Miðjarðarhafs

Árásir Ísraelshers á Gaza-ströndina fara stöðugt harðnandi en í nótt voru skrifstofur forsætisráðherra heimastjórnarinnar gjöreyðilagðar í eldflaugaárás. Hungur er farið að sverfa að íbúum svæðisins þar sem öll landamæri þess hafa lokast vegna árásanna.

Erlent
Fréttamynd

Forsetakosningar í Mexíkó

Forsetakosningar standa yfir í Mexíkó og er útlit fyrir afar tvísýn úrslit. Tveir frambjóðendur þykja líklegastir til að taka við stjórnartaumunum af Vicente Fox, sem hefur verið við völd síðastliðin sex ár.

Erlent
Fréttamynd

Eftirlýstir

Írösk stjórnvöld gáfu í dag út lista yfir 41 mann sem þeir vilja koma lögum yfir. Á meðal þeirra sem komast á listann eru Sadjída Tulfah, eiginkona Saddams Hussein, fyrrverandi forseta, og dóttir þeirra Raghad, en þær búa í Katar og Jórdaníu.

Erlent
Fréttamynd

Berserksgangur í Svíþjóð

Maður í hermannabúningi gekk berserksgang í bænum Täby, skammt norður af Stokkhólmi, snemma í morgun þar sem hann skaut úr sjálfvirkum riffli í gríð og erg.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsher heldur áfram árásum sínum

Ísraelsher heldur áfram árásum sínum á skotmörk á Gaza-ströndinni. Í gærkvöld skutu orrustuþotur flugskeytum að skrifstofum forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar Ismail Haniyeh og kviknaði í húsinu í kjölfarið.

Erlent
Fréttamynd

Bin Laden gefur frá sér yfirlýsingu

Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkanetsins, sagðist í yfirlýsingu í gær styðja eftirmann Abu Musab al-Zarqawi til að leiða baráttu al-Kaída í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Viðræður við ETA

José Luis Rodriguez Zapatero, forætisráðherra Spánar, tilkynnti á blaðamannafundi á fimmtudag að hann hygðist hefja „langar og erfiðar“ friðarviðræður við hin alræmdu ETA-samtök aðskilnaðarsinnaðra Baska. Í viðræðunum verður einblínt á endalok sjálfra samtakanna og örlög fimm hundruð baskneskra fanga sem dúsa í spænskum fangelsum, vegna tengsla við ETA. Sjálfstæði Baskalands verður ekki til umræðu.

Erlent
Fréttamynd

Segja ísraelska gíslinn á lífi

Ísraelski hermaðurinn sem numinn var á brott af herskáum Palestínumönnum síðastliðinn sunnudag er á lífi og í bærilegu ástandi að sögn palestínsks embættismanns. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gærkvöldi að næstu klukkustundir myndu skipta sköpum í deilunni milli ísraelskra og palestínskra stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Ekki minnast á guð í ræðum

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti danska stjórnmálamenn og ráðamenn til þess að forðast að vísa til guðs í opinberum ræðuflutningi.

Erlent
Fréttamynd

Engin kona komst á þing

Umbótasinnar hlutu meirihluta þingsæta í kosningunum sem fram fóru í Kúveit á fimmtudag, en engin kona komst á þing.

Erlent
Fréttamynd

Mútur og gjafir faldar í bókhaldi

Níu núverandi og fyrrverandi starfsmenn sænska áfengisframleiðandans Vin & Sprit voru ákærðir í gær fyrir meinta aðild sína að einu stærsta hneykslismáli sem upp hefur komið innan sænsku áfengisverslunarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Sekur um vísindafalsanir

Nefnd sérfræðinga fann norska munnkrabbameins- og tannlækninn Jon Sudbø sekan um víðtækar vísindafalsanir í gær, og sagði meirihluta ævistarfs hans vera ómarktækt því hann hagræddi staðreyndum og bjó aðrar til.

Erlent
Fréttamynd

Koizumi er kóngurinn

Elvis Presley er ein dáðasta poppstjarna allra tíma og raunar eru margir þeirrar skoðunar að hann sé ennþá sprelllifandi. Hvað sem er hæft í þeim orðrómi þá gaf forsætisráðherra Japans kónginum nýtt líf í gær á sinn einstaka hátt.

Erlent
Fréttamynd

Örlögin geimferjanna ráðast í kvöld

Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft eftir rúma klukkustund. Ferðin er afar þýðingarmikil því hún gæti ráðið úrslitum um hvort þessir farkostir verði áfram notaðir til geimferða eða teknir úr umferð.

Erlent