Lög og regla

Fréttamynd

Hrakningar sígaunanna halda áfram

Ekkert lát er á hrakningum sígaunahópsins sem kom hingað til lands í síðustu viku og óskaði eftir pólitísku hæli. Eins og fram er komið var þeim vísað strax aftur úr landi með skipinu.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður á 128 km hraða

Ökumaður fólksbifreiðar var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi þar sem hann ók yfir leyfilegum hámarkshraða undir Hafnarfjalli í Borgarfirði skömmu eftir miðnætti í gær.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarátak lögreglu borgar sig

Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum.

Innlent
Fréttamynd

Féll 150 metra í skriðum

Fertugur maður slasaðist þegar hann féll um það bil 150 metra niður skriðu um miðjan dag í gær við Hvalvatnsfjörð sem er á nesinu milli Skjálfanda og Eyjafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

60 grömm af hassi fundust

Lögreglan á Akranesi handtók þrjá menn í gær, grunaða um fíkniefnamisferli. Við húsleit heima hjá þeim fundust rúmlega sextíu grömm af hassi sem einn þeirra viðurkenndi að eiga. Hann staðhæfir að það hafi verið ætlað til eigin neyslu en ekki sölu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir með 300 kíló af mat

Mikið af matvælum fannst í erlendum rútubíl sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun en aðeins einn ökumaður og einn farþegi voru skráðir þar um borð. Við fyrstu athugun fundust hátt í 300 kíló af ýmsum mat og er verið að leita nánar í bílnum og yfirheyra ferðalangana tvo.

Innlent
Fréttamynd

Vara við geymslu olíu

Almenningur er varaður við þeirri hættu sem af því getur skapast að geyma birgðir af dísilolíu í og við íbúðarhús í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra, Brunamálastofnun og Umhverfisstofnun.

Innlent
Fréttamynd

Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Þrír piltar af þeim fimm sem lögreglan í Reykjavík handtók á mánudag, grunaða um ýmis afbrot, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 26. júlí. Hinum tveimur var sleppt eftir ítarlegar yfirheyrslur.

Innlent
Fréttamynd

Eftirlit úr lofti

Sjónum verður sérstaklega beint að akstri utan vega í auknu eftirliti lögreglu á hálendi. Lögreglan á Hvolsvelli í samvinnu við Landhelgisgæsluna fór í hálendiseftirlit á þyrlunni TF-SIF á mánudag en samvinnuverkefnið heldur áfram það sem eftir lifir sumars.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um að selja vændislista

Lögreglan í Kópavogi hefur yfirheyrt mann sem grunaður er um dreifingu lista með nöfnum vændiskvenna á netinu. Sextán ára stúlka hefur einnig verið yfirheyrð en grunur leikur á því að maðurinn hafi fengið afnot af reikningi hennar til þess að taka við greiðslu fyrir listana.

Innlent
Fréttamynd

Þrír á slysadeild eftir slagsmál

Þrír voru fluttir á slysadeild í nótt með minniháttar meiðsl eftir slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Þá var einn tekinn með íblöndundarefni til að drýgja amfetamín.

Innlent
Fréttamynd

Meðvitundarlaus eftir líkamsárás

Einn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahúsið á Ísafirði eftir líkamsárás í miðbænum í nótt. Ekki er vitað hver upptök árásarinnar voru en tveir voru handteknir í tengslum við hana og gista þeir nú fangageymslur lögreglunnar. Sá sem slasaðist er til aðhlynningar á sjúkrahúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Kastaðist tólf metra

Tvítugur maður slasaðist alvarlega í bílveltu við Gljúfurfoss, skammt frá Seyðisfirði, aðfaranótt sunnudags. Hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Reykjavík.<font face="Helv"></font>

Innlent
Fréttamynd

Meðvitundarlaus eftir árás

Tveir menn á þrítugsaldri gengu í skrokk á manni fyrir utan skemmtistaðinn Krúsina í miðbæ Ísafjarðar um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild sjúkrahússins á Ísafirði eftir árásina.<span lang="EN-US" style="COLOR: black; FONT-FAMILY: Helv; mso-ansi-language: EN-US"></span>

Innlent
Fréttamynd

Sílamávar aflífaðir

Lögreglan í Reykjanesbæ þurfti að aflífa um 40 sílamáva í Sandgerði síðdegis í fyrradag. Sílamávarnir höfðu fengið á sig grút sem óþekkt skip losaði í sjóinn úti fyrir Sandgerði.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsárásarkæra á Blönduósi

Kona hefur kært aðra konu fyrir líkamsárás í félagsheimilinu á Blönduósi í nótt. Árásin er ekki talin vera alvarleg en svo virðist sem um smá stympingar hafi verið að ræða. Þá voru ellefu teknir fyrir hraðakstur í sérstöku verkefni Ríkislögreglustjóra í umdæminu í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Grunuð um innbrot á Selfossi

Fimm voru handteknir af lögreglunni á Selfossi í gær. Fyrst voru tvær konur og einn maður handtekin við Litlu kaffistofuna vegna gruns um innbrot í raftækjaverslun á Selfossi skömmu áður. Í bílnum fannst þýfi, þar á meðal símar og sjónvarp og er fólkið grunað um þjófnaði í verslunum í bænum og innbrot í bíla.

Innlent
Fréttamynd

Nálægt því að vera lögbrot

"Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum.

Innlent
Fréttamynd

Kínverska parið fékk dóm í dag

Grunur leikur á að karlmaður frá Filippseyjum hafi stundað að smygla fólki til Bandaríkjanna með viðkomu hér á landi. Kínverskt par var gripið með manninum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og dæmt til fangelsisvistar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Innbrot og eldur í bíl

Tveir menn handteknir við innbrot í Lindina, söluskála Esso, við Leiruveg á Akureyri klukkan sex í morgun. Þeir höfðu unnið þó nokkur skemmdarverk og gistu fangageymslur það sem eftir var nætur en rannsókn á málinu stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Mikil eftirspurn eftir vændi

Íslensk vændiskona, sem auglýsir þjónustu sína á vefsíðunni einkamal.is, segir eftirspurn eftir þjónustunni mikla. Giftir karlar eru hennar helstu viðskiptavinir og segist hún taka 30 þúsund krónur fyrir skiptið.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur erill hjá lögreglunni

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt, aðallega vegna slagsmála og ölvunar. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir slagsmál sinn á hvorum staðnum í miðborginni en voru ekki alvarlega slasaðir.

Innlent
Fréttamynd

Þrír gistu fangageymslur

Ein kona og tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi í nótt vegna ölvunar og óláta. Konan var færð á lögreglustöðina eftir að hún hafði veist að annarri konu fyrir utan skemmtistað í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Fækkun í ýmsum brotaflokkum

Líkamsárásum og fíknefnabrotum í umdæmi sýslumannsins á Ísafirði fækkaði á síðasta ári miðað við árið á undan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu embættisins. Þá fækkaði innbrotum og þjófnuðum sömuleiðis.

Innlent
Fréttamynd

Vændishringur á Íslandi

Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum.

Innlent
Fréttamynd

Kínverskt par í fangelsi

Kínverskt par var í gær dæmt til 45 daga fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir við vegabréfsskoðun í Leifsstöð en fólkið kom hingað frá Þýskalandi á leið til Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Töluvert magn fannst við húsleit

Töluvert magn af amfetamíni og e-töflum fanst við húsleit fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík í miðbænum síðastliðinn mánudag. Í framhaldinu var erlend kona handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. júlí. Á miðvikudag var síðan annar útlendingur handtekinn í tengslum við málið.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynnt um skothríð við Grindavík

Lögreglunni í Keflavík var í gærkvöldi gert viðvart um skothríð í grennd við Grindavík og voru lögreglumenn þegar sendir á vettvang. Þar var hópur ungra manna að skjótast á með sjö litboltabyssum og var lagt hald á þær allar.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæltu við hús Leoncie

Hópur ungmenna stóð fyrir mótmælum fyrir utan hús söngkonunnar Leoncie og eiginmanns hennar í Sandgerði í gærkvöldi og hrópuðu til söngkonunnar.

Innlent
Fréttamynd

Bæta ímynd múslíma

Samtök múslíma í Bandaríkjunum hafa hafið einskonar markaðsherferð undir nafninu „Ekki í nafni íslam“. Markmiðið er að bæta ímynd múslíma í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og á Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London.

Innlent