Fjallamennska

Maðurinn sem leitað var að við Glym er fundinn
Björgunarsveitir voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld.

Sækja slasaðan göngugarp að Þórólfsfelli
Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan hálf þrjú vegna göngumanns sem var slasaður á Þórólfsfelli í Fljótshlíð á Suðurlandi.

Hyggst ganga á K2 að vetri til
John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra.

John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu
Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði Manaslu, áttunda hæsta fjall heims, í gærmorgun.

Ævintýrin í náttúrunni heilla
Hjúkrunarfræðingurinn Dýrleif Sigurjónsdóttir starfar á vökudeild Landspítalans. Hún stundar hreyfingu og útiveru af krafti og stefnir alltaf lengra og hærra.

Gjaldþrota, fjallhress og sáttur
John Snorri göngugarpur hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og honum er létt.

Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims.

Hefur farið 300 ferðir á topp Hvannadalshnjúks: „Maður er náttúrulega eitthvað bilaður“
Einar Rúnar Sigurðsson hefur farið 300 sinnum alla leið upp á topp Hvannadalshnjúks og stefnir á að hætta ekki að fara á hnjúkinn fyrr en eftir áttrætt ef heilsan leyfir.

John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“
John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við.

John Snorri snúinn aftur heim á klakann
Ganga John Snorra var hlut af áheitasöfnun fyrir LÍf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans.

„Toppmaðurinn“ John Snorri setti tvö met
John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt.

John Snorri komst á tind K3 í nótt
Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt.

John Snorri kominn í grunnbúðir
John Snorri kom fyrstur af hópnum í grunnbúðir K2 nú rétt í þessu.

Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2
John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt.

„Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“
John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014.

John Snorri kominn í búðir fjögur
John Snorri Sigurjónsson, sem í morgun varð fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls heims, K2 er kominn í búðir fjögur ásamt sjerpanum sínum, Tsering Sherpa.

John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“
John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður.

John Snorri kominn á toppinn
John Snorri Sigurjónsson, fjallgöngumaður, komst í morgun á topp næsthæsta fjalls heims K2, fyrstur Íslendinga.

John Snorri hefur trú á að hann muni sigra K2 í nótt
John Snorri Sigurjónsson ætlar sér að komast á topp K2 í nótt.

John Snorri þreyttur í 7800 metrum: „Þá er það bara hugurinn sem tekur mann síðasta spölinn upp“
Hópurinn náði ekki upp í hinar hefðbundnu fjórðu búðir í gær heldur hafði næturstað örlítið fyrr á leiðinni. Stefnan er tekin á toppinn klukkan fjögur eftir hádegi að íslenskum tíma en leiðin hingað til hefur verið löng og ströng.

Stefnir á topp K2 á föstudag
John Snorri stefnir að því að leggja af stað á toppinn laust eftir miðnætti í nótt og vera kominn á toppinn um hádegi að staðartíma á föstudaginn.

Forsetinn sigraði hæsta tind landsins
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gerði sér lítið fyrir og komst á topp Hvannadalshnjúks, hæsta tind landsins, í nótt.

Vilborg Arna: Ólýsanleg tilfinning að horfa yfir heiminn
"Síðustu sólarhringar hafa verið þeir mögnuðustu en jafnframt með þeim erfiðari sem ég hef upplifað,“ segir Vilborg Arna.

Guðni sendir Vilborgu Örnu hamingjuóskir: "Staðfesta hennar og kraftur geti orðið öðrum fyrirmynd“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag hamingjuóskir til Vilborgar Örnu Gissurardóttir sem náð hefur því takmarki að klífa hæsta tind heims á Everestfjalli fyrst íslenskra kvenna.

Einn lét lífið á Everest í dag og annar er týndur
Minnst þrír hafa látið lífið á fjallinu á einum mánuði.

Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“
Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma.

Vilborg Arna hætti við vegna veðurs
Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis.

Vilborg Arna á leið upp á topp Everest
Vilborg Arna Gissurardóttir er nýlögð á stað úr fjórðu búðum og stefnir hún upp á topp Everest, hæsta fjall heims.

Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“
Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið.

Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse
Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða.