Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Rúmur fimmtungur nýskráðra fólksbíla í janúar var bensín- eða dísilknúinn. Tæplega sex hundruð bílar voru nýskráðir og fjölgaði þeim um hátt í þriðjung á milli ára. Viðskipti innlent 3.2.2025 15:44
Stórir pollar leika bílstjóra grátt Veðrið hefur leikið landsmenn grátt í dag. Stórir pollar mynduðust í Hafnarfirði, bílstjórum til mikilla ama. Innlent 1.2.2025 00:02
Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt en þung færð gerði slökkviliði erfitt fyrir í slökkvistarfi. Varðstjóri slökkviliðs Múlaþings segir atvikið til marks um þær hættulegu aðstæður sem skapast geta meðan lokað er fyrir umferð um Fjarðarheiði. Innlent 20.1.2025 17:59
Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Á vormánuðum 2024 hafði Jómundur Ólason, sauðfjárbóndi í Borgarfirði, samband við bílaumboðið Heklu vegna Skoda Octavia bíls sem konan hans hafði keypt nýjan árið 2003. Kílómetramælir bílsins var að nálgast 1.000.000 kílómetra og var Jómundur að velta fyrir sér hvort mælirinn myndi fara aftur í núll eða hvort hann færi einfaldlega ekki lengra en í 999.999 því mælirinn er einungis með sex tölureiti. Samstarf 13. janúar 2025 09:57
Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Það getur reynst dýrkeypt að slökkva á viðvörunarhljóðum í bílum. Nýtt hljóðmerki er mörgum til ama, en besta leiðin til að losna við það er að aka á réttum hraða. Innlent 12. janúar 2025 22:37
Góð kjör á afmælissýningu Toyota Bílaárið 2025 byrjar með krafti hjá Toyota með sýningu á morgun, laugardaginn 11. janúar. Samstarf 10. janúar 2025 10:41
Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Níu af hverjum tíu bílum sem keyptir voru nýir í Noregi í fyrra voru rafmagnsbílar. Markmið Norðmanna er að selja eingöngu rafmagnsbíla á árinu sem er að hefjast. Formaður sambands rafmagnsbílaeigenda segir Noreg verða fyrsta ríki heimsins til að ná því markmiði að nýskrá eingöngu rafmagnsbíla. Viðskipti erlent 2. janúar 2025 23:31
Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Nýskráning fólksbíla árið 2024 dróst saman um 42% samanborið við árið 2023 samkvæmt Bílgreinasambandinu. Samdrátturinn nær bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Viðskipti innlent 1. janúar 2025 12:09
Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Nýtt gjald á rafrettur og nikótínpúða, hækkun barnabóta og nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip er á meðal helstu breytinga á sköttum og gjöldum sem taka gildi um áramótin. Breytingarnar eru almennt sagðar minni en verðbólga á árinu. Viðskipti innlent 20. desember 2024 14:24
Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Þeir sem hafa átt leið í Kringluna fyrir opnun verslana í vikunni hafa orðið varir við unga og vaska verði sem inna þá eftir erindi sínu. Þar eru á ferðinni bílastæðaverðir sem passa upp á að hundruð starfsmanna Kringlunnar leggi ekki í stæði viðskiptavina í mestu jólaösinni. Viðskipti innlent 20. desember 2024 11:50
Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. Innlent 19. desember 2024 21:10
Ræða samruna Honda og Nissan Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn. Viðskipti erlent 18. desember 2024 09:54
Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar. Innlent 9. desember 2024 22:06
Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl „Þegar við frumsýnum svona flaggskip þá tjöldum við öllu til, þetta er goðsagnakenndur bíll sem á stóran stað í hjarta margra. Okkar markmið var að skapa hughrif og tilfinningar og það tókst. Fólk fékk gæsahúð,“ segir Sigrún Ágústa Helgudóttir, vörumerkjastjóri Mercedes-Benz, en hún fékk listræna stjórnandann Stellu Rósenkranz til að hanna opnunaratriði frumsýningar Öskju á rafmögnuðum G-Class. Lífið samstarf 6. desember 2024 15:39
Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Það hafa margir skaflar verið sigraðir, vöð farin og slóðar uppgötvaðir síðan Discovery fór í fyrstu ævintýraferðirnar á Íslandi fyrir 35 árum. Allar götur síðan hefur hann verið draumajeppinn fyrir ævintýragjarnar fjölskyldur sem þurfa gott pláss, góða dráttargetu ásamt lúxus og þægindum í akstri. Við hittum Karl S. Óskarsson, sölustjóra, og fengum hann til að sýna okkur þennan reynslubolta og helstu nýjungarnar sem hann státar af. Samstarf 6. desember 2024 08:47
Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla. Innlent 29. nóvember 2024 13:58
EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Fjölmenni mætti í Brimborg á fimmtudaginn þegar Volvo EX90 var kynntur með pompi og prakt en þessa sjö manna rafjeppa hefur verið beðið með eftirvæntingu. Nú er hægt að reynsluaka þessum bíl og upplifa lúxusinn. Samstarf 25. nóvember 2024 10:21
Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Nýtt lógó breska lúxusbílaframleiðandans Jaguar markar ákveðna stefnubreytingu hjá félaginu að sögn eiganda vörumerkjastofu. Merkið er umdeilt en með breytingunni séu vígtennurnar dregnar úr jagúarnum. Viðskipti innlent 23. nóvember 2024 22:21
Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Það var enginn venjulegur dagur fyrir bílaáhugafólk hérlendis þegar Toyota á Íslandi frumsýndi með formlegum hætti Land Cruiser 250, laugardaginn 26. október. Fjöldi fólks fékk að prufukeyra tryllitækið og margar pantanir bárust þann daginn en bíllinn var til sýnis í Kauptúni, í Reykjanesbæ, á Akureyri og á Selfossi. Samstarf 21. nóvember 2024 10:12
Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykktu einum rómi að strætó skuli stoppa við Egilsstaðaflugvöll á fundi sínum á mánudag. Óánægja á meðal bíleigenda blossaði upp eftir að byrjað var að rukka fyrir bílastæði við flugvöllinn fyrr á þessu ári. Innlent 20. nóvember 2024 10:27
Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. Innlent 19. nóvember 2024 09:04
Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þrír voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tveir bílar skullu saman úr gagnstæðri átt við Þrastalund. Alls voru sex í bílunum tveimur. Innlent 17. nóvember 2024 20:59
Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna umferðaslyss við Þrastalund þegar um korter vantaði í átta í kvöld. Óljóst er um fjölda bíla. Innlent 17. nóvember 2024 20:00
Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Brimborg kynnir glænýjan Peugeot E-5008 sjö sæta rafbíl með framúrskarandi drægni, miklum hleðsluhraða, nýrri kynslóð af Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum búnaði og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum ásamt 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Samstarf 15. nóvember 2024 14:13