Góðu ráðin

Fréttamynd

Góð ráð fyrir lata starfsmenn

Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Rifrildin heima fyrir eftir vinnu

Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þegar vandamálin heima fyrir hafa áhrif á vinnuna

Það skal enginn halda það að annað fólk fari í gegnum lífið án þess að alls kyns áskoranir geti komið upp heima fyrir. Þessar áskoranir geta verið af öllum toga og oft tekið á. Allt frá því að hafa áhyggjur af krökkunum, hjónabandinu eða hreinlega foreldrunum. Veikindi geta komið upp hjá vinum og vandamönnum, langvarandi og alvarleg eða bara að amma gamla fór í mjöðminni og þarf tímabundna hjálp.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Líkamstjáning á fundum og nokkur góð ráð

Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin okkar fara fram, þegar að við hittum fólk viljum við koma vel fyrir. Hvort sem við erum á fundum, fjarfundum eða bara í almennu spjalli eða viðtölum við viðskiptavini eða samstarfsfólk, skiptir líkamsbeitingin okkar máli.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Leita til íslenskra kvenna eftir árangurssögum í samskiptum og velgengni

„Ríflega þrjátíu þúsund þátttakendur hafa sótt þessi námskeið og nú væri frábært að einhverjar konur gæfu sig fram og segðu okkur frá árangri sem þær hafa náð í sínu starfi með því að nota reglurnar,“ segir Unnur Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Dale Carnegie um endurútgáfu bókarinnar Vinsældir og áhrif, þar sem ætlunin er að segja meðal annars frá árangri íslenskra kvenna sem náð hafa árangri í viðskiptum með því að vera góðar í samskiptum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur

Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi

Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þegar að sjálfsmyndin hrynur við atvinnumissi

Það er frábært þegar að vel gengur. Góð vinna, góður vinnustaður, góðir vinnufélagar, jafnvel góð laun. Vinir og vandamenn samgleðjast okkur í velgengninni. Starfið okkar eykur sjálfstraustið, við erum stolt af því hvað við gerum og hver við erum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid

„Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eitraðir stjórnunarhættir vinnustaða

Síðustu árin höfum við heyrt mikið um það hvernig vinnustaðir hafa innleitt stefnur og verklag til að sporna við hegðun eins og áreitni á vinnustöðum, einelti og fleira. Eins fjölgar þeim vinnustöðum í sífellu sem sýnilega eru að leggja markvissa áherslu á heilsu og líðan starfsfólks.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að forðast mistök á ZOOM fundum

Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bólusettir en Covidþreyttir samstarfsfélagar

Það neita því fæstir að heimsfaraldurinn hefur tekið á. Sóttvarnarreglur, boð og bönn, fjarvinna, lokun vinnustaða, hólfaskiptir vinnustaðir, öðruvísi matartímar, atvinnumissir, jólakúlur, páskakúlur, grímuskylda og spritt.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt

Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið?

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“

Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar.  Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi“

„Það er enginn vafi á að starf mannauðsstjóra er að taka stakkaskiptum. Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi en það að setja fólk í forgang mun skipta sköpum. Það er því bráðnauðsynlegt að mannauðsstjórar stígi fram, hætti að bregðast við breytingum og fari að leiða þær. Þannig mótum við nýja framtíð,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er á morgun og er yfirskrift dagsins í þetta sinn „HR shaping the new future,“ eða Mannauðsmál móta nýja framtíð.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk

Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla?

Atvinnulíf
Fréttamynd

35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt

„Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði

Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur!

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég hef ekki tíma“

„Ég hef ekki tíma.“ Við höfum öll hugsað þetta. Mörg okkar sagt þetta upphátt. Kapphlaupið, stressið og það hversu fljótt tíminn líður gerir það hreinlega að verkum að okkur tekst engan veginn að gera allt sem okkur langar til að gera. Eða þyrftum að gera. Hvað þá verkefni sem kalla á næði, sköpun, hugmyndarflug…. Hver hefur tíma í þann lúxus?

Atvinnulíf
Fréttamynd

Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum

Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“

„Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fimm algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum segja 71% starfsfólks, að það myndi frekar kjósa lægri laun en að vera í starfi sem það væri óánægt í. Þá sýna rannsóknir að algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir í starfi, eru ekki laun, heldur ýmiss önnur atriði.  

Atvinnulíf
Fréttamynd

Getur hjálpað mikið að hætta á Facebook

Facebook hefur vinninginn sem sá samfélagsmiðill sem flestir nota, en þó eru Instagram, Snapchat, Twitter eða TikTok líka mjög vinsælir samfélagsmiðlar. Að nota samfélagsmiðla frá morgni til kvölds, er fyrir löngu orðið að svo miklum vana hjá fólki að tilhugsunin um lífið án samfélagsmiðla er fyrir suma nánast óbærileg.

Atvinnulíf