Hvort kemur á undan: Hamingja eða velgengni? Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. mars 2022 07:00 Spurninguna um eggið og hænuna má yfirfæra á starfið okkar: Hvort kemur á undan, hamingjan eða velgengnin? Vísir/Getty Já það er alltaf þessi blessaða spurning um hvort það er hænan eða eggið sem kemur á undan? Og í þessu tilfelli: Hvort er það hamingjan eða velgengnin? Er velgengni líklegri ef við erum hamingjusöm? Eða verðum við hamingjusöm vegna þess að okkur er að ganga vel? Til að svara þessari spurningu var framkvæmd rannsókn í Bandaríkjunum sem stóð yfir í fimm ár og FastCompany sagði frá nýlega. Þátttakendur í rannsókninni voru tæplega milljón manns. Allt starfsmenn hjá Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fengnir til að taka þátt. Konur og karlar í alls kyns störfum sem búa víðs vegar um Bandaríkin. Sumir í hernum, aðrir vörubílstjórar, flugmenn, læknar, fólk í ræstingum, í kennslu, í þjónustustörfum og svo framvegis. Ástæðan fyrir því að vísindamennirnir fengu Varnarmálaráðuneytið til liðs við sig er sú að ráðuneytið telst stærsti vinnustaður í heimi með tilliti til fjölda starfsfólks og ólíkra starfa. Sem einmitt þurfti sem úrtak í þessa rannsókn. Kemur svarið ykkur á óvart? Að sögn einn forsvarsmanna rannsóknarinnar er greinileg fylgni á milli jákvæðni og árangurs í starfi. Þannig var það áberandi í niðurstöðum að fólk sem er mjög jákvætt að eðlisfari og í almennu viðhorfi, er mjög líklegt til að ná árangri og yfir höfuð frábærri frammistöðu. Neikvæðni hefur þveröfug áhrif því neikvætt viðhorf er líklegt til að draga úr þeirri getu sem fólk býr yfir til að ná árangri eða ganga vel. Megin niðurstöðurnar eru hins vegar þær að við getum ekki vitað hvort kemur á undan: Hamingja eða velgengni. Því í niðurstöðunum mátti sjá að þú þarft ekki að vera hamingjusamur/hamingjusöm þótt þér vegni vel í starfi. Að sama skapi getur þú verið mjög hamingjusamur/hamingjusöm, þótt þér vegni síður vel í starfi. En var öll þessi vinna í fimm ár þá bara tilgangslaus vegferð? Nei, aldeilis ekki. Því að sögn forsvarsmanna rannsóknarinnar er til mikils að vinna að hvetja fólk og þá ekki síður stjórnendur vinnustaða, til þess að stuðla sem best að hamingju fólks. Enda hafi rannsóknin sýnt að það að styðjast við hamingju fólks sem mælikvarða á frammistöðu starfsfólks sé góður mælikvarði. Í alla staði aukist líkurnar á að fólk standi sig samkvæmt bestu getu og jafnvel umfram það sem það trúir sjálft, ef það er jákvætt og hamingjusamt. Góð ráð til stjórnenda Forsvarsmenn rannsóknarinnar gáfu þau ráð til stjórnenda vinnustaða að bæta mælikvarða um hamingju í þær mælingar sem vinnustaðir styðjast við til að meta hæfni, getu og frammistöðu starfsfólks. Þá bentu þeir á að með hamingunni sem viðbótar mælikvarða aukast líkurnar á að hægt sé að nema hvort eitruð stjórnun eða eitruð menning sé innan einhverra teyma. Og ef svo er, þurfi að bregðast við því strax því eitruð menning hefur sömu áhrif og neikvæðnin sýndi í rannsókninni: Dregur úr frammistöðu. Eins hvöttu þeir stjórnendur til að vinna markvisst að aukinni hamingju starfsfólks. Þetta væri hægt með alls kyns leiðum. Til dæmis að þjálfa fólk í að lifa í þakklæti, því það að lifa í þakklæti hefur almennt sýnt að skili sér í aukinni hamingju fólks. Þá gæti verið sniðugt að hvetja starfsfólk til að skrifa daglega niður þrjú atriði sem gengu sérstaklega vel hjá þeim þann daginn eða þá vikuna, sem rannsóknir hafa sýnt að auka líka á jákvæðni og vellíðan fólks. Lykilatriðið í þessu öllu saman væri að þegar það kemur að eflingu starfsfólks vinnustaða, sýni rannsóknir að vinnustaðir þurfi beinlínis að huga að hamingju og vellíðan starfsfólks með markvissum hætti, sé ætlunin að ná sem bestum árangri. Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Þekkingastjórnun mikilvæg (sem gleymdist eftir hrun) Spennandi hagræðingavalkostir eru framundan hjá fyrirtækjum en einnig fjölbreyttar nýjar áskoranir fyrir stjórnendur. 7. janúar 2022 07:00 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Er velgengni líklegri ef við erum hamingjusöm? Eða verðum við hamingjusöm vegna þess að okkur er að ganga vel? Til að svara þessari spurningu var framkvæmd rannsókn í Bandaríkjunum sem stóð yfir í fimm ár og FastCompany sagði frá nýlega. Þátttakendur í rannsókninni voru tæplega milljón manns. Allt starfsmenn hjá Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fengnir til að taka þátt. Konur og karlar í alls kyns störfum sem búa víðs vegar um Bandaríkin. Sumir í hernum, aðrir vörubílstjórar, flugmenn, læknar, fólk í ræstingum, í kennslu, í þjónustustörfum og svo framvegis. Ástæðan fyrir því að vísindamennirnir fengu Varnarmálaráðuneytið til liðs við sig er sú að ráðuneytið telst stærsti vinnustaður í heimi með tilliti til fjölda starfsfólks og ólíkra starfa. Sem einmitt þurfti sem úrtak í þessa rannsókn. Kemur svarið ykkur á óvart? Að sögn einn forsvarsmanna rannsóknarinnar er greinileg fylgni á milli jákvæðni og árangurs í starfi. Þannig var það áberandi í niðurstöðum að fólk sem er mjög jákvætt að eðlisfari og í almennu viðhorfi, er mjög líklegt til að ná árangri og yfir höfuð frábærri frammistöðu. Neikvæðni hefur þveröfug áhrif því neikvætt viðhorf er líklegt til að draga úr þeirri getu sem fólk býr yfir til að ná árangri eða ganga vel. Megin niðurstöðurnar eru hins vegar þær að við getum ekki vitað hvort kemur á undan: Hamingja eða velgengni. Því í niðurstöðunum mátti sjá að þú þarft ekki að vera hamingjusamur/hamingjusöm þótt þér vegni vel í starfi. Að sama skapi getur þú verið mjög hamingjusamur/hamingjusöm, þótt þér vegni síður vel í starfi. En var öll þessi vinna í fimm ár þá bara tilgangslaus vegferð? Nei, aldeilis ekki. Því að sögn forsvarsmanna rannsóknarinnar er til mikils að vinna að hvetja fólk og þá ekki síður stjórnendur vinnustaða, til þess að stuðla sem best að hamingju fólks. Enda hafi rannsóknin sýnt að það að styðjast við hamingju fólks sem mælikvarða á frammistöðu starfsfólks sé góður mælikvarði. Í alla staði aukist líkurnar á að fólk standi sig samkvæmt bestu getu og jafnvel umfram það sem það trúir sjálft, ef það er jákvætt og hamingjusamt. Góð ráð til stjórnenda Forsvarsmenn rannsóknarinnar gáfu þau ráð til stjórnenda vinnustaða að bæta mælikvarða um hamingju í þær mælingar sem vinnustaðir styðjast við til að meta hæfni, getu og frammistöðu starfsfólks. Þá bentu þeir á að með hamingunni sem viðbótar mælikvarða aukast líkurnar á að hægt sé að nema hvort eitruð stjórnun eða eitruð menning sé innan einhverra teyma. Og ef svo er, þurfi að bregðast við því strax því eitruð menning hefur sömu áhrif og neikvæðnin sýndi í rannsókninni: Dregur úr frammistöðu. Eins hvöttu þeir stjórnendur til að vinna markvisst að aukinni hamingju starfsfólks. Þetta væri hægt með alls kyns leiðum. Til dæmis að þjálfa fólk í að lifa í þakklæti, því það að lifa í þakklæti hefur almennt sýnt að skili sér í aukinni hamingju fólks. Þá gæti verið sniðugt að hvetja starfsfólk til að skrifa daglega niður þrjú atriði sem gengu sérstaklega vel hjá þeim þann daginn eða þá vikuna, sem rannsóknir hafa sýnt að auka líka á jákvæðni og vellíðan fólks. Lykilatriðið í þessu öllu saman væri að þegar það kemur að eflingu starfsfólks vinnustaða, sýni rannsóknir að vinnustaðir þurfi beinlínis að huga að hamingju og vellíðan starfsfólks með markvissum hætti, sé ætlunin að ná sem bestum árangri.
Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Þekkingastjórnun mikilvæg (sem gleymdist eftir hrun) Spennandi hagræðingavalkostir eru framundan hjá fyrirtækjum en einnig fjölbreyttar nýjar áskoranir fyrir stjórnendur. 7. janúar 2022 07:00 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00
Þekkingastjórnun mikilvæg (sem gleymdist eftir hrun) Spennandi hagræðingavalkostir eru framundan hjá fyrirtækjum en einnig fjölbreyttar nýjar áskoranir fyrir stjórnendur. 7. janúar 2022 07:00
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01
Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00